Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar! Tómas Ellert Tómasson skrifar 30. apríl 2022 16:31 Vegna ummæla formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra frá því í gær er rétt að benda lesendum á það strax, að efni þessarar greinar er tengt kosningum í fortíð, nútíð og framtíð. Í ljósi framangreindra ummæla má ekki að mati formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra minnast á það nú að barnamálaráðherra hafi slegið sig pólitískt til riddara með vanfjármögnuðum farsældarlögum á kostnað sveitarfélaganna í landinu. Lagasetningu sem mun valda sveitarfélögunum töluverðum kostnaðarauka sem allt stefnir í að þau muni ekki fá bætt nema að litlu leyti - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má þá væntanlega ekki heldur minnast á að Þjóðarhöllin sem að ráðherrar Framsóknarflokksins lofuðu að myndi koma til framkvæmda „núna“ fyrir síðustu alþingiskosningar er hvergi að sjá í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Heiðarleiki og raunsæ fyrirheit í pólitík Undirritaður rakst á þessa fyrirsögn á grein eins framboðs í Svf. Árborg í vikunni sem birt var á héraðsfréttamiðli. Í greininni útlistaði framboðið heiðarleikaprógrammið sitt. Má trúa því að sá framboðslisti hafi og muni í framhaldinu iðka prógrammið sem það setti upp? - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Í tilviki þess framboðs má væntanlega ekki minnast á það þegar að þáverandi forseti bæjarstjórnar, sem nú skipar 3. sæti listans, lýsti sig andsnúinn nýrri Selfossbrú yfir Ölfusá í upphafi árs 2015. Brúin var á þeim tíma, árið 2015, á samgönguáætlun og átti samkvæmt henni að verða tekin í notkun árið 2019 þ.e. fyrir þremur árum síðan. Í stað þess er nú útlit fyrr að ekki verði ný brú vígð fyrr en árið 2026 - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má væntanlega ekki heldur í framangreindu samhengi minnast á það að D-listi Sjálfstæðisflokksins í Svf. Árborg lofaði því árið 2006 að reist yrði nýtt fjölnota íþróttahús á íþróttasvæðinu við Engjaveg. Það mál endaði síðan á kosningaloforðaborði M-lista Miðflokksins í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningar árið 2018 að keyra það verkefni áfram. Vígsluathöfn Selfosshallarinnar verður 9. maí næstkomandi - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má þá heldur ekki að mati formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra minnast á það, að hann sjálfur og meðhjálpari hans ráku rýting á dögunum í bak oddvita Framsóknarflokksins og forseta bæjarstjórnar hér í bæ, á meðan þeir þuldu við ódæðisverkið, að sögn kunnugra, að þeir væru „vinir hans“ - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má þá svo væntanlega alls ekki minnast á það, að í kjölfar rýtingsstungunnar að þá hafi nær samstundis Ungmennafélag Selfoss óskað eftir starfskröftum hins farsæla forseta bæjarstjórnar. Sá sem fyrir rýtingsstungunni varð, hefur nú tekið við því virðingarhlutverki að starfa sem formaður Ungmennafélags Selfoss, elstu og virtustu félagasamtökum á Selfossi. Því fagna allir sem unna ungmennafélaginu og því mikilvæga samfélagslega hlutverki sem að það gegnir - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Höfundur er byggingarverkfræðingur, formaður bæjarráðs og oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Tómas Ellert Tómasson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Spyr hvort hörð umræða tengist ummælum á Búnaðarþingi eða sveitarstjórnarkosningum Innviðaráðherra velti því upp á Alþingi í morgun hvort þungar ásakanir í kjölfar ummæla á Búnaðarþingi tengist ummælunum sem slíkum eða komandi sveitarstjórnarkosningum þar sem Framsóknarflokkurinn mælist á mikilli siglingu. 29. apríl 2022 12:07 Er sanngjarnt að þingmenn og ráðherrar slái sig til riddara á kostnað sveitarfélaga? Þann 11. júní 2021 samþykkti Alþingi lagasetningu á grunni fjögurra frumvarpa þáverandi félags- og barnamálaráðherra sem tengjast málefnum barna og að auki þingsályktun um Barnvænt Ísland. 28. mars 2022 12:00 Þjóðarhöllin rísi Laugardalurinn hefur um áratugaskeið verið vettvangur margra stærstu sigra í íslenskri íþróttasögu, hvort sem þeir hafa unnist í Laugardalshöllinni eða á -vellinum. Aðstaðan í Laugardalnum er hins vegar löngu úr sér gengin og landsleikir í handbolta eða körfubolta þurfa sérstakar undanþágur alþjóðasambanda, því Laugardalshöllin uppfyllir ekki alþjóðlegar kröfur. 22. september 2021 11:31 Mótmælir staðsetningu nýrrar brúar yfir Ölfusá Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar er á móti því að ný brú yfir Ölfusá fara fram hjá íbúðabyggðinni á Selfossi. 31. janúar 2015 20:37 Mest lesið Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Sjá meira
Vegna ummæla formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra frá því í gær er rétt að benda lesendum á það strax, að efni þessarar greinar er tengt kosningum í fortíð, nútíð og framtíð. Í ljósi framangreindra ummæla má ekki að mati formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra minnast á það nú að barnamálaráðherra hafi slegið sig pólitískt til riddara með vanfjármögnuðum farsældarlögum á kostnað sveitarfélaganna í landinu. Lagasetningu sem mun valda sveitarfélögunum töluverðum kostnaðarauka sem allt stefnir í að þau muni ekki fá bætt nema að litlu leyti - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má þá væntanlega ekki heldur minnast á að Þjóðarhöllin sem að ráðherrar Framsóknarflokksins lofuðu að myndi koma til framkvæmda „núna“ fyrir síðustu alþingiskosningar er hvergi að sjá í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Heiðarleiki og raunsæ fyrirheit í pólitík Undirritaður rakst á þessa fyrirsögn á grein eins framboðs í Svf. Árborg í vikunni sem birt var á héraðsfréttamiðli. Í greininni útlistaði framboðið heiðarleikaprógrammið sitt. Má trúa því að sá framboðslisti hafi og muni í framhaldinu iðka prógrammið sem það setti upp? - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Í tilviki þess framboðs má væntanlega ekki minnast á það þegar að þáverandi forseti bæjarstjórnar, sem nú skipar 3. sæti listans, lýsti sig andsnúinn nýrri Selfossbrú yfir Ölfusá í upphafi árs 2015. Brúin var á þeim tíma, árið 2015, á samgönguáætlun og átti samkvæmt henni að verða tekin í notkun árið 2019 þ.e. fyrir þremur árum síðan. Í stað þess er nú útlit fyrr að ekki verði ný brú vígð fyrr en árið 2026 - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má væntanlega ekki heldur í framangreindu samhengi minnast á það að D-listi Sjálfstæðisflokksins í Svf. Árborg lofaði því árið 2006 að reist yrði nýtt fjölnota íþróttahús á íþróttasvæðinu við Engjaveg. Það mál endaði síðan á kosningaloforðaborði M-lista Miðflokksins í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningar árið 2018 að keyra það verkefni áfram. Vígsluathöfn Selfosshallarinnar verður 9. maí næstkomandi - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má þá heldur ekki að mati formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra minnast á það, að hann sjálfur og meðhjálpari hans ráku rýting á dögunum í bak oddvita Framsóknarflokksins og forseta bæjarstjórnar hér í bæ, á meðan þeir þuldu við ódæðisverkið, að sögn kunnugra, að þeir væru „vinir hans“ - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má þá svo væntanlega alls ekki minnast á það, að í kjölfar rýtingsstungunnar að þá hafi nær samstundis Ungmennafélag Selfoss óskað eftir starfskröftum hins farsæla forseta bæjarstjórnar. Sá sem fyrir rýtingsstungunni varð, hefur nú tekið við því virðingarhlutverki að starfa sem formaður Ungmennafélags Selfoss, elstu og virtustu félagasamtökum á Selfossi. Því fagna allir sem unna ungmennafélaginu og því mikilvæga samfélagslega hlutverki sem að það gegnir - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Höfundur er byggingarverkfræðingur, formaður bæjarráðs og oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg.
Spyr hvort hörð umræða tengist ummælum á Búnaðarþingi eða sveitarstjórnarkosningum Innviðaráðherra velti því upp á Alþingi í morgun hvort þungar ásakanir í kjölfar ummæla á Búnaðarþingi tengist ummælunum sem slíkum eða komandi sveitarstjórnarkosningum þar sem Framsóknarflokkurinn mælist á mikilli siglingu. 29. apríl 2022 12:07
Er sanngjarnt að þingmenn og ráðherrar slái sig til riddara á kostnað sveitarfélaga? Þann 11. júní 2021 samþykkti Alþingi lagasetningu á grunni fjögurra frumvarpa þáverandi félags- og barnamálaráðherra sem tengjast málefnum barna og að auki þingsályktun um Barnvænt Ísland. 28. mars 2022 12:00
Þjóðarhöllin rísi Laugardalurinn hefur um áratugaskeið verið vettvangur margra stærstu sigra í íslenskri íþróttasögu, hvort sem þeir hafa unnist í Laugardalshöllinni eða á -vellinum. Aðstaðan í Laugardalnum er hins vegar löngu úr sér gengin og landsleikir í handbolta eða körfubolta þurfa sérstakar undanþágur alþjóðasambanda, því Laugardalshöllin uppfyllir ekki alþjóðlegar kröfur. 22. september 2021 11:31
Mótmælir staðsetningu nýrrar brúar yfir Ölfusá Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar er á móti því að ný brú yfir Ölfusá fara fram hjá íbúðabyggðinni á Selfossi. 31. janúar 2015 20:37
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun