Ýmsum þætti upphafning að vera á svörtum lista Rússa Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2022 12:07 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir svartan lista Rússa vera útspil sem hefur minnstu áhrif á utanríkisstefnu Íslendinga. Þá segir hún að henni þyki ekki ósennilegt að af níu Íslendingum á listanum séu einhverjir sem myndu telja það upphefð. Rússneska utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að þar sem Íslendingar hafi tekið þátt í þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins gegn Rússum þá hafi verið gripið til þeirra aðgerða að setja níu einstaklinga á bannlista. Auk Íslendinganna voru 16 Norðmenn, þrír Grænlendingar og þrír Færeyingar settir á listann. Að því er kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu eru til að mynda þingmenn, viðskiptamenn, fjölmiðlamenn og aðrir sem hafa talað gegn Rússum á umræddum svörtum lista. „Það segir sína sögu að Rússar vilja ekki gefa upp hvaða nöfn eru á þessum lista heldur muni það koma í ljós ef einhver á listanum sækir um vegabréfsáritun. Mér þykir nefnilega ekki ósennilegt að ýmsum á listanum þætti það vera upphafning að vera þar tilgreindir,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á Facebook-síðu sinni. Þá segir hún að hún muni ekki kippa sér upp við það ef nafn hennar er að finna á listanum. Ekki vitað hverjir eru á listanum Utanríkisráðuneytið hér á landi hefur engar frekari upplýsingar um málið, umfram það sem hefur komið fram í fjölmiðlum, og því liggur ekki fyrir hvaða Íslendingar hafa verið settir á listann. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í viðtali í morgun að lykillinn að friðaviðræðum væri að Vesturlöndin afléttu þeim refsiaðgerðum sem Rússar hafa verið beittir. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur þó þvertekið fyrir að það verði gert og að í raun þyrfti að herða aðgerðir enn frekar. Rúmir tveir mánuðir eru liðnir síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst en sókn Rússa hefur undanfarnar vikur verið bundin við austurhluta landsins. Úkraínski herinn greinir frá því í dag að rússneskum hersveitum hafa mistekist að ná þremur lykilsvæðum í Donetsk og Luhansk. Rússar og Úkraínumenn hafa ekki sest niður og átt friðaviðræður augliti til auglitis frá því í lok mars en Lavrov segir sendinefndir landanna funda daglega í gegnum fjarfundarbúnað. Hann segir viðræðurnar erfiðar en að Rússar séu tilbúnir til að halda áfram. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Rússneska utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að þar sem Íslendingar hafi tekið þátt í þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins gegn Rússum þá hafi verið gripið til þeirra aðgerða að setja níu einstaklinga á bannlista. Auk Íslendinganna voru 16 Norðmenn, þrír Grænlendingar og þrír Færeyingar settir á listann. Að því er kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu eru til að mynda þingmenn, viðskiptamenn, fjölmiðlamenn og aðrir sem hafa talað gegn Rússum á umræddum svörtum lista. „Það segir sína sögu að Rússar vilja ekki gefa upp hvaða nöfn eru á þessum lista heldur muni það koma í ljós ef einhver á listanum sækir um vegabréfsáritun. Mér þykir nefnilega ekki ósennilegt að ýmsum á listanum þætti það vera upphafning að vera þar tilgreindir,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á Facebook-síðu sinni. Þá segir hún að hún muni ekki kippa sér upp við það ef nafn hennar er að finna á listanum. Ekki vitað hverjir eru á listanum Utanríkisráðuneytið hér á landi hefur engar frekari upplýsingar um málið, umfram það sem hefur komið fram í fjölmiðlum, og því liggur ekki fyrir hvaða Íslendingar hafa verið settir á listann. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í viðtali í morgun að lykillinn að friðaviðræðum væri að Vesturlöndin afléttu þeim refsiaðgerðum sem Rússar hafa verið beittir. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur þó þvertekið fyrir að það verði gert og að í raun þyrfti að herða aðgerðir enn frekar. Rúmir tveir mánuðir eru liðnir síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst en sókn Rússa hefur undanfarnar vikur verið bundin við austurhluta landsins. Úkraínski herinn greinir frá því í dag að rússneskum hersveitum hafa mistekist að ná þremur lykilsvæðum í Donetsk og Luhansk. Rússar og Úkraínumenn hafa ekki sest niður og átt friðaviðræður augliti til auglitis frá því í lok mars en Lavrov segir sendinefndir landanna funda daglega í gegnum fjarfundarbúnað. Hann segir viðræðurnar erfiðar en að Rússar séu tilbúnir til að halda áfram.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent