Ýmsum þætti upphafning að vera á svörtum lista Rússa Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2022 12:07 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir svartan lista Rússa vera útspil sem hefur minnstu áhrif á utanríkisstefnu Íslendinga. Þá segir hún að henni þyki ekki ósennilegt að af níu Íslendingum á listanum séu einhverjir sem myndu telja það upphefð. Rússneska utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að þar sem Íslendingar hafi tekið þátt í þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins gegn Rússum þá hafi verið gripið til þeirra aðgerða að setja níu einstaklinga á bannlista. Auk Íslendinganna voru 16 Norðmenn, þrír Grænlendingar og þrír Færeyingar settir á listann. Að því er kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu eru til að mynda þingmenn, viðskiptamenn, fjölmiðlamenn og aðrir sem hafa talað gegn Rússum á umræddum svörtum lista. „Það segir sína sögu að Rússar vilja ekki gefa upp hvaða nöfn eru á þessum lista heldur muni það koma í ljós ef einhver á listanum sækir um vegabréfsáritun. Mér þykir nefnilega ekki ósennilegt að ýmsum á listanum þætti það vera upphafning að vera þar tilgreindir,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á Facebook-síðu sinni. Þá segir hún að hún muni ekki kippa sér upp við það ef nafn hennar er að finna á listanum. Ekki vitað hverjir eru á listanum Utanríkisráðuneytið hér á landi hefur engar frekari upplýsingar um málið, umfram það sem hefur komið fram í fjölmiðlum, og því liggur ekki fyrir hvaða Íslendingar hafa verið settir á listann. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í viðtali í morgun að lykillinn að friðaviðræðum væri að Vesturlöndin afléttu þeim refsiaðgerðum sem Rússar hafa verið beittir. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur þó þvertekið fyrir að það verði gert og að í raun þyrfti að herða aðgerðir enn frekar. Rúmir tveir mánuðir eru liðnir síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst en sókn Rússa hefur undanfarnar vikur verið bundin við austurhluta landsins. Úkraínski herinn greinir frá því í dag að rússneskum hersveitum hafa mistekist að ná þremur lykilsvæðum í Donetsk og Luhansk. Rússar og Úkraínumenn hafa ekki sest niður og átt friðaviðræður augliti til auglitis frá því í lok mars en Lavrov segir sendinefndir landanna funda daglega í gegnum fjarfundarbúnað. Hann segir viðræðurnar erfiðar en að Rússar séu tilbúnir til að halda áfram. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Rússneska utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að þar sem Íslendingar hafi tekið þátt í þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins gegn Rússum þá hafi verið gripið til þeirra aðgerða að setja níu einstaklinga á bannlista. Auk Íslendinganna voru 16 Norðmenn, þrír Grænlendingar og þrír Færeyingar settir á listann. Að því er kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu eru til að mynda þingmenn, viðskiptamenn, fjölmiðlamenn og aðrir sem hafa talað gegn Rússum á umræddum svörtum lista. „Það segir sína sögu að Rússar vilja ekki gefa upp hvaða nöfn eru á þessum lista heldur muni það koma í ljós ef einhver á listanum sækir um vegabréfsáritun. Mér þykir nefnilega ekki ósennilegt að ýmsum á listanum þætti það vera upphafning að vera þar tilgreindir,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á Facebook-síðu sinni. Þá segir hún að hún muni ekki kippa sér upp við það ef nafn hennar er að finna á listanum. Ekki vitað hverjir eru á listanum Utanríkisráðuneytið hér á landi hefur engar frekari upplýsingar um málið, umfram það sem hefur komið fram í fjölmiðlum, og því liggur ekki fyrir hvaða Íslendingar hafa verið settir á listann. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í viðtali í morgun að lykillinn að friðaviðræðum væri að Vesturlöndin afléttu þeim refsiaðgerðum sem Rússar hafa verið beittir. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur þó þvertekið fyrir að það verði gert og að í raun þyrfti að herða aðgerðir enn frekar. Rúmir tveir mánuðir eru liðnir síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst en sókn Rússa hefur undanfarnar vikur verið bundin við austurhluta landsins. Úkraínski herinn greinir frá því í dag að rússneskum hersveitum hafa mistekist að ná þremur lykilsvæðum í Donetsk og Luhansk. Rússar og Úkraínumenn hafa ekki sest niður og átt friðaviðræður augliti til auglitis frá því í lok mars en Lavrov segir sendinefndir landanna funda daglega í gegnum fjarfundarbúnað. Hann segir viðræðurnar erfiðar en að Rússar séu tilbúnir til að halda áfram.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira