Hvers virði er velferð barna? Hrafnhildur Lilja Harðardóttir og Berglind Friðriksdóttir skrifa 29. apríl 2022 13:00 Það fór vart fram hjá íbúum Ölfus að árið 2020 var leikskólinn okkar, Bergheimar, einkavæddur. Áður hafði Ölfus rekið leikskólann en örfáum dögum fyrir sumarfrí sumarið 2020 fengu foreldrar fyrirvaralausan tölvupóst þess efnis að nú tæki Hjallastefnan við rekstri leikskólans. Starfsfólk hafði heldur ekki fengið fréttirnar fyrr en þann dag, hvorki kennarar né stjórnendur. Hið sama má segja um fjölskyldu- og fræðslunefnd og alla aðra sem málið varðar. Hvar liggur sérfræðiþekking sveitarfélagsins? Skemmst er frá því að segja að aðilum máls var illa brugðið. Starfsfólk leikskólans upplifði, og gerir margt hvert enn, mikla óvissu um hvað yrði og foreldrar upplifðu sig sniðgengna og vanvirta. Hvernig getur bæjarstjórn tekið slíka ákvörðun án nokkurs samráðs eða samtals? Rúmlega helmingur foreldra skrifaði undir undirskriftalista með áskorun um að falla frá þessum samningi við Hjalla sem skilað var til bæjarstjóra, bæjarstjórnar og Hjallastefnunnar. Þess má geta að listinn gekk rafrænt milli foreldra yfir nokkra daga í sumarfríinu og því má gera ráð fyrir að hann hafi alls ekki náð til allra foreldra. Listanum var ekki svarað af neinum ofantaldra. Vegna mikillar óánægju meðal foreldra og starfsfólks fengum við fund með bæjarstjóra og bæjarstjórn. Fundurinn var afar vel sóttur og þeir sem tóku til máls kölluðu eftir svörum um ástæður meðal annars. Því var svarað til, af bæjarstjóra og fulltrúum úr bæjarstjórn að búið væri að gera þennan samning, þannig væri þetta óafturkræft en einnig að ákvörðun hafi verið tekin útfrá rekstrarlegu sjónarhorni, að sveitarfélagið byggi ekki yfir sérfræðiþekkingu á rekstri leikskóla. Við spyrjum, býr sveitarfélagið yfir sérfræðiþekkingu á rekstri þjónustu við aldraða, grunnskóla eða bókasafns? Ákvörðunin var sem sagt tekin út frá rekstri, algjörlega óháð því hvað foreldrar telja börnum sínum fyrir bestu og hvað fjölskyldur barnanna vilja. Þekking starfsfólks á leikskólanum Bergheimum var algjörlega sniðgengin, en þar er hafsjór sérfræðiþekkingar á málefnum leikskóla, ekki var leitast eftir skoðunum eða vilja starfsfólks og hvergi var það til umræðu í kringum þessa ákvarðanatöku hvað væri best fyrir börnin. Sem dæmi er ólíklegt að það sé börnunum fyrir bestu að foreldrar þeirra hafi engan annan kost en að vista börn sín á leikskóla sem er með stefnu sem gengur þvert gegn þeirra sannfæringu og gildum. Slæmar afleiðingar gjörningsins Það hefur verið þyngra en tárum taki að fylgjast með afleiðingum þessa gjörnings bæjarstjórnar. Stjórnendaskipti hafa verið svipleg og tíð, starfsmannavelta leikskólans á þessu tímabili hefur verið fordæmalaus og nýleg könnun sem gerð var á meðal foreldra hefur ekki komið jafn illa út síðan mælingar hófust. Það er skemmst frá því að segja að ákvörðun bæjarstjórnar, um að einkavæða leikskólann og færa í hendur Hjalla, hefur reynst afdrifarík. Meðfylgjandi má, fyrir áhugasama, sjá brot af niðurstöðum úr könnuninni sem um ræðir. Könnunin er á vegum Skólapúlsins og er samræmd könnun sem gerð er reglulega meðal foreldra leikskólabarna. Foreldrar eru spurðir um ýmislegt er varðar leikskólann og niðurstöður bornar saman við fyrri ár og meðaltöl annarra leikskóla. Niðurstöður sýna svo ekki verður um villst aukna óánægju foreldra á nær öllum metnum þáttum síðan Hjalli tók við rekstri og það sem verra er, foreldrar meta ánægju barna sinna minni en áður. Niðurstöður sýna einnig að dregið hefur verulega úr hlutfalli stuðnings, sérkennslu og sérfræðiþjónustu auk þess sem hlutfall stoð -og sérfræðiþjónustu er talsvert minna hér en annarsstaðar. Þegar niðurstöður Bergheima eru bornar saman við meðaltöl annarra leikskóla er ánægja foreldra á Bergheimum langt undir meðallagi á flestum sviðum. Svarhlutfall var rúmlega 82%. Þessi tími síðan Hjalli tók við rekstri hefur einkennst af miklum óstöðugleika og óöryggi, bæði fyrir foreldra og starfsfólk leikskólans. Yfir allan þann tíma hefur starfsfólk á leikskólanum Bergheimum, þrátt fyrir óstöðugt starfsumhverfi og starfshætti sem það valdi sér ekki sjálft, tekið á móti börnunum okkar með bros á vör á hverjum morgni, veitt þeim og okkur foreldrunum öryggi og gert okkur það kleift að halda áhyggjulaus til vinnu, vitandi af börnum okkar í góðum höndum. Starfsfólk Bergheima hefur staðið vaktina af sama kærleika, metnaði og fagmennsku og þau eru vön þrátt fyrir allt sem á undan er gengið og þrátt fyrir að hafa verið sniðgengin og vanvirt af vinnuveitendum sínum og stjórnendum síns heimabæjar. Stefna Íbúalistans í Ölfusi Þessi vinnubrögð núverandi bæjarstjórnar bera vott um algjöra vanvirðingu gagnvart málaflokknum, foreldrum leikskólabarna og starfsfólki leikskólans. Við á Íbúalistanum erum með metnaðarfulla stefnu í málefnum leikskóla. Við viljum, meðal annars: Efla sérfræðiþjónustu við leik – og grunnskóla (s.s. þjónustu sálfræðinga og talmeinafræðinga) Styðja við framþróun og faglegt starf Flýta byggingu nýs leikskóla eins og kostur er og tileinka eina deild börnum frá 12 mánaða aldri Að leikskóli sé gjaldfrjáls og munum beita okkur fyrir því eftir viðeigandi leiðum Okkur á Íbúalistanum þykir ekki nóg að byggja nýjan leikskóla, enda ekki fyrirséð hvenær nýr leikskóli rís og viljum skapa stöðugleika um leikskólann okkar, Bergheima. Það viljum við gera eftir gagnsæjum leiðum og í góðu samtali við alla málsaðila, starfsfólk og foreldra. Hrafnhildur Lilja Harðardóttir 5. sæti Íbúalistans í Ölfusi Berglind Friðriksdóttir 3. sæti Íbúalistans í Ölfusi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Ölfus Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það fór vart fram hjá íbúum Ölfus að árið 2020 var leikskólinn okkar, Bergheimar, einkavæddur. Áður hafði Ölfus rekið leikskólann en örfáum dögum fyrir sumarfrí sumarið 2020 fengu foreldrar fyrirvaralausan tölvupóst þess efnis að nú tæki Hjallastefnan við rekstri leikskólans. Starfsfólk hafði heldur ekki fengið fréttirnar fyrr en þann dag, hvorki kennarar né stjórnendur. Hið sama má segja um fjölskyldu- og fræðslunefnd og alla aðra sem málið varðar. Hvar liggur sérfræðiþekking sveitarfélagsins? Skemmst er frá því að segja að aðilum máls var illa brugðið. Starfsfólk leikskólans upplifði, og gerir margt hvert enn, mikla óvissu um hvað yrði og foreldrar upplifðu sig sniðgengna og vanvirta. Hvernig getur bæjarstjórn tekið slíka ákvörðun án nokkurs samráðs eða samtals? Rúmlega helmingur foreldra skrifaði undir undirskriftalista með áskorun um að falla frá þessum samningi við Hjalla sem skilað var til bæjarstjóra, bæjarstjórnar og Hjallastefnunnar. Þess má geta að listinn gekk rafrænt milli foreldra yfir nokkra daga í sumarfríinu og því má gera ráð fyrir að hann hafi alls ekki náð til allra foreldra. Listanum var ekki svarað af neinum ofantaldra. Vegna mikillar óánægju meðal foreldra og starfsfólks fengum við fund með bæjarstjóra og bæjarstjórn. Fundurinn var afar vel sóttur og þeir sem tóku til máls kölluðu eftir svörum um ástæður meðal annars. Því var svarað til, af bæjarstjóra og fulltrúum úr bæjarstjórn að búið væri að gera þennan samning, þannig væri þetta óafturkræft en einnig að ákvörðun hafi verið tekin útfrá rekstrarlegu sjónarhorni, að sveitarfélagið byggi ekki yfir sérfræðiþekkingu á rekstri leikskóla. Við spyrjum, býr sveitarfélagið yfir sérfræðiþekkingu á rekstri þjónustu við aldraða, grunnskóla eða bókasafns? Ákvörðunin var sem sagt tekin út frá rekstri, algjörlega óháð því hvað foreldrar telja börnum sínum fyrir bestu og hvað fjölskyldur barnanna vilja. Þekking starfsfólks á leikskólanum Bergheimum var algjörlega sniðgengin, en þar er hafsjór sérfræðiþekkingar á málefnum leikskóla, ekki var leitast eftir skoðunum eða vilja starfsfólks og hvergi var það til umræðu í kringum þessa ákvarðanatöku hvað væri best fyrir börnin. Sem dæmi er ólíklegt að það sé börnunum fyrir bestu að foreldrar þeirra hafi engan annan kost en að vista börn sín á leikskóla sem er með stefnu sem gengur þvert gegn þeirra sannfæringu og gildum. Slæmar afleiðingar gjörningsins Það hefur verið þyngra en tárum taki að fylgjast með afleiðingum þessa gjörnings bæjarstjórnar. Stjórnendaskipti hafa verið svipleg og tíð, starfsmannavelta leikskólans á þessu tímabili hefur verið fordæmalaus og nýleg könnun sem gerð var á meðal foreldra hefur ekki komið jafn illa út síðan mælingar hófust. Það er skemmst frá því að segja að ákvörðun bæjarstjórnar, um að einkavæða leikskólann og færa í hendur Hjalla, hefur reynst afdrifarík. Meðfylgjandi má, fyrir áhugasama, sjá brot af niðurstöðum úr könnuninni sem um ræðir. Könnunin er á vegum Skólapúlsins og er samræmd könnun sem gerð er reglulega meðal foreldra leikskólabarna. Foreldrar eru spurðir um ýmislegt er varðar leikskólann og niðurstöður bornar saman við fyrri ár og meðaltöl annarra leikskóla. Niðurstöður sýna svo ekki verður um villst aukna óánægju foreldra á nær öllum metnum þáttum síðan Hjalli tók við rekstri og það sem verra er, foreldrar meta ánægju barna sinna minni en áður. Niðurstöður sýna einnig að dregið hefur verulega úr hlutfalli stuðnings, sérkennslu og sérfræðiþjónustu auk þess sem hlutfall stoð -og sérfræðiþjónustu er talsvert minna hér en annarsstaðar. Þegar niðurstöður Bergheima eru bornar saman við meðaltöl annarra leikskóla er ánægja foreldra á Bergheimum langt undir meðallagi á flestum sviðum. Svarhlutfall var rúmlega 82%. Þessi tími síðan Hjalli tók við rekstri hefur einkennst af miklum óstöðugleika og óöryggi, bæði fyrir foreldra og starfsfólk leikskólans. Yfir allan þann tíma hefur starfsfólk á leikskólanum Bergheimum, þrátt fyrir óstöðugt starfsumhverfi og starfshætti sem það valdi sér ekki sjálft, tekið á móti börnunum okkar með bros á vör á hverjum morgni, veitt þeim og okkur foreldrunum öryggi og gert okkur það kleift að halda áhyggjulaus til vinnu, vitandi af börnum okkar í góðum höndum. Starfsfólk Bergheima hefur staðið vaktina af sama kærleika, metnaði og fagmennsku og þau eru vön þrátt fyrir allt sem á undan er gengið og þrátt fyrir að hafa verið sniðgengin og vanvirt af vinnuveitendum sínum og stjórnendum síns heimabæjar. Stefna Íbúalistans í Ölfusi Þessi vinnubrögð núverandi bæjarstjórnar bera vott um algjöra vanvirðingu gagnvart málaflokknum, foreldrum leikskólabarna og starfsfólki leikskólans. Við á Íbúalistanum erum með metnaðarfulla stefnu í málefnum leikskóla. Við viljum, meðal annars: Efla sérfræðiþjónustu við leik – og grunnskóla (s.s. þjónustu sálfræðinga og talmeinafræðinga) Styðja við framþróun og faglegt starf Flýta byggingu nýs leikskóla eins og kostur er og tileinka eina deild börnum frá 12 mánaða aldri Að leikskóli sé gjaldfrjáls og munum beita okkur fyrir því eftir viðeigandi leiðum Okkur á Íbúalistanum þykir ekki nóg að byggja nýjan leikskóla, enda ekki fyrirséð hvenær nýr leikskóli rís og viljum skapa stöðugleika um leikskólann okkar, Bergheima. Það viljum við gera eftir gagnsæjum leiðum og í góðu samtali við alla málsaðila, starfsfólk og foreldra. Hrafnhildur Lilja Harðardóttir 5. sæti Íbúalistans í Ölfusi Berglind Friðriksdóttir 3. sæti Íbúalistans í Ölfusi
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun