Fyrir hvað stendur Sjálfstæðisflokkurinn? Helgi Áss Grétarsson skrifar 29. apríl 2022 12:31 Amma mín, gallhörð sjálfstæðiskona, var kaupmaður á horninu þar sem hún rak hannyrðaverslun í meira en 30 ár. Hún kenndi mörgum með verkum sínum að hafa skyldi trú á einstaklingnum, treysta á mátt hans og meginn. Á þessum grunni sem og undir kjörorðinu „stétt með stétt“ skyldi byggja upp öflugt samfélag. Það hefur á margan hátt tekist. Það eru rétt svo liðnir tveir mánuðir síðan ég hóf með virkum hætti að starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn með það að markmiði að gerast stjórnmálamaður. Á þeim stutta tíma hef ég lært margt um flokkinn. Um framtíðarhorfur flokksins kunna að vera skiptar skoðanir. Hins vegar er ég sannfærður um að helsti styrkleiki Sjálfstæðisflokksins felist í þeim mannauði sem fyrir flokkinn starfar. Þegar ég tala um mannauð er ég fyrst og fremst að vísa til grasrótar flokksins, hins hefðbundna sjálfstæðismanns. Breiðfylking borgaralegra afla Síðustu vikur hafa veður verið válynd í kringum sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka sem fellur undir verkahring fjármálaráðherra, núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Áhyggjur fólks af framkvæmd þess máls eru réttmætar, og mikilvægt að öllum steinum verði velt við að upplýsa hvað betur megi fara. Í jafn mikilvægu máli og sölu á ríkiseignum, skiptir verulegu máli að framkvæmdin sé hafin yfir allan vafa. Eitt vil ég þó segja. Hér eftir sem og hingað til er Sjálfstæðisflokkurinn breiðfylking borgaralegra afla sem með verkum sínum veitir venjulegu fólki tækifæri til að bæta líf sitt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið flokkur sem einskorðar sig við hagsmuni hinna efnameiri. Tryggja þarf með öllum ráðum að það sé líka ára hans og ásýnd út á við. Af þeim ástæðum er brýnt að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins standi fyrir verkum sem skila ekki bara efnislegum og hlutlægum árangri, heldur einnig að framkvæmdin sé hafin yfir allan vafa. Og að það líti þannig út gagnvart almenningi, hinum venjulega borgara, eins og amma mín var. Borgarstjórnarkosningarnar í vor Ég er svo heppinn að tilheyra öflugum hópi frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Meginstef þess hóps er að sýna með verkum sínum að hægt sé að leysa flókin viðfangsefni á borð við skipulags- og samgöngumál, fjármálastjórn borgarinnar, leikskólavandann og svo mætti áfram telja. Nauðsynlegt er að þessi mál og fleiri hljóti góða umfjöllun í aðdraganda borgarstjórnarkosninga hinn 14. maí næstkomandi. Við Sjálfstæðismenn erum samstilltir og fullir eftirvæntingar að ræða málefni borgarinnar við fólk og fyrirtæki. Enda af nógu að taka. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Sjá meira
Amma mín, gallhörð sjálfstæðiskona, var kaupmaður á horninu þar sem hún rak hannyrðaverslun í meira en 30 ár. Hún kenndi mörgum með verkum sínum að hafa skyldi trú á einstaklingnum, treysta á mátt hans og meginn. Á þessum grunni sem og undir kjörorðinu „stétt með stétt“ skyldi byggja upp öflugt samfélag. Það hefur á margan hátt tekist. Það eru rétt svo liðnir tveir mánuðir síðan ég hóf með virkum hætti að starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn með það að markmiði að gerast stjórnmálamaður. Á þeim stutta tíma hef ég lært margt um flokkinn. Um framtíðarhorfur flokksins kunna að vera skiptar skoðanir. Hins vegar er ég sannfærður um að helsti styrkleiki Sjálfstæðisflokksins felist í þeim mannauði sem fyrir flokkinn starfar. Þegar ég tala um mannauð er ég fyrst og fremst að vísa til grasrótar flokksins, hins hefðbundna sjálfstæðismanns. Breiðfylking borgaralegra afla Síðustu vikur hafa veður verið válynd í kringum sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka sem fellur undir verkahring fjármálaráðherra, núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Áhyggjur fólks af framkvæmd þess máls eru réttmætar, og mikilvægt að öllum steinum verði velt við að upplýsa hvað betur megi fara. Í jafn mikilvægu máli og sölu á ríkiseignum, skiptir verulegu máli að framkvæmdin sé hafin yfir allan vafa. Eitt vil ég þó segja. Hér eftir sem og hingað til er Sjálfstæðisflokkurinn breiðfylking borgaralegra afla sem með verkum sínum veitir venjulegu fólki tækifæri til að bæta líf sitt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið flokkur sem einskorðar sig við hagsmuni hinna efnameiri. Tryggja þarf með öllum ráðum að það sé líka ára hans og ásýnd út á við. Af þeim ástæðum er brýnt að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins standi fyrir verkum sem skila ekki bara efnislegum og hlutlægum árangri, heldur einnig að framkvæmdin sé hafin yfir allan vafa. Og að það líti þannig út gagnvart almenningi, hinum venjulega borgara, eins og amma mín var. Borgarstjórnarkosningarnar í vor Ég er svo heppinn að tilheyra öflugum hópi frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Meginstef þess hóps er að sýna með verkum sínum að hægt sé að leysa flókin viðfangsefni á borð við skipulags- og samgöngumál, fjármálastjórn borgarinnar, leikskólavandann og svo mætti áfram telja. Nauðsynlegt er að þessi mál og fleiri hljóti góða umfjöllun í aðdraganda borgarstjórnarkosninga hinn 14. maí næstkomandi. Við Sjálfstæðismenn erum samstilltir og fullir eftirvæntingar að ræða málefni borgarinnar við fólk og fyrirtæki. Enda af nógu að taka. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar