Fundað hjá Flokki fólksins vegna skilaboða Tómasar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2022 16:11 Guðmundur Ingi Kristinsson í pontu Alþingis á dögunum. vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins, segist hafa rætt við Tómas A. Tómasson, þingmann flokksins, um skilaboð sem hann sendi árið 2014 þar sem Tómas lýsti kynlífi sínu með yngri konum í Taílandi. Vísir greindi frá skilaboðunum fyrir hádegi í dag. Þau eru frá 2014 og segir Tómas, þá nýlentur í höfuðborginni Bangkok, meðal annars: „Ein dásamleg 26 ára ca. 45 kg var að yfirgefa herbergið smokklaust. En byrjaði á nuddkonunni fyrr í dag, kvöldið er ungt, 20.21.“ Í framhaldinu segist hann ætla að láta kunningja sinn vita þegar hann „tek eina fyrir thig“. Tómas sagði í samtali við fréttastofu ekki líta svo á að hann hefði greitt fyrir kynlíf í Taílandi. „Hann er fullorðinn einstaklingur“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokksins, segir málið til skoðunar hjá flokknum. „Þetta gerðist áður en hann kom í flokkinn. Hann er fullorðinn einstaklingur, ber auðvitað ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Guðmundur Ingi. „Við skoðum þetta og veltum fyrir okkur öllu í þessu máli, og tökum síðan ákvörðun,“ bætir hann við. Spurður hvernig málið slær hann segir Guðmundur Ingi: „Þetta er ekki gott en þetta er verst fyrir hann.“ „Að mörgu leyti sorgarmál“ Guðmundur Ingi segir skoðun málsins ekki langt komna. „Við ætlum að gefa okkur góðan tíma til að skoða þetta mál,“ segir Guðmundur Ingi. Tómas A. Tómasson hefur verið kjörinn fulltrúi frá síðasta hausti. Hann átti samkvæmt smáskilaboðum kynferðisleg samskipti við taílenska konu árið 2014 og segist ekki hafa greitt fyrir þau.Vísir „Við skoðum þetta og veltum fyrir okkur öllu í þessu máli, og tökum síðan ákvörðun.“ Ekkert liggi fyrir um hvort Tómasi verði vikið úr flokknum. „Við ætlum að fara í gegnum þetta og skoða þetta. Þetta er að mörgu leyti sorgarmál, við verðum að skoða það, ræða það og svo kemur niðurstaða,“ segir Guðmundur Ingi. Ekkert heyrst í Ingu Sæland Hann viti ekkert hvenær niðurstaða liggi fyrir. Málið verði að fá sinn tíma. Hann hafi þegar hitt Tómas og muni gera það áfram. Guðmundur Ingi segir Ingu Sæland formann flokksins í veikindaleyfi sem sé að líkindum ástæða þess að ekkert hafi heyrst frá henni varðandi málið. Inga hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu í dag. Inga var þó í viðtali á Bylgjunni í gær um blóðmerahald. Guðmundur segir þau Ingu hafa rætt saman en það hafi verið tveggja manna tal. Aðspurður um hvað formanninum finnist um málið segir Guðmundur Ingi: „Þið verðið að spyrja hana um það.“ Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Vísir greindi frá skilaboðunum fyrir hádegi í dag. Þau eru frá 2014 og segir Tómas, þá nýlentur í höfuðborginni Bangkok, meðal annars: „Ein dásamleg 26 ára ca. 45 kg var að yfirgefa herbergið smokklaust. En byrjaði á nuddkonunni fyrr í dag, kvöldið er ungt, 20.21.“ Í framhaldinu segist hann ætla að láta kunningja sinn vita þegar hann „tek eina fyrir thig“. Tómas sagði í samtali við fréttastofu ekki líta svo á að hann hefði greitt fyrir kynlíf í Taílandi. „Hann er fullorðinn einstaklingur“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokksins, segir málið til skoðunar hjá flokknum. „Þetta gerðist áður en hann kom í flokkinn. Hann er fullorðinn einstaklingur, ber auðvitað ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Guðmundur Ingi. „Við skoðum þetta og veltum fyrir okkur öllu í þessu máli, og tökum síðan ákvörðun,“ bætir hann við. Spurður hvernig málið slær hann segir Guðmundur Ingi: „Þetta er ekki gott en þetta er verst fyrir hann.“ „Að mörgu leyti sorgarmál“ Guðmundur Ingi segir skoðun málsins ekki langt komna. „Við ætlum að gefa okkur góðan tíma til að skoða þetta mál,“ segir Guðmundur Ingi. Tómas A. Tómasson hefur verið kjörinn fulltrúi frá síðasta hausti. Hann átti samkvæmt smáskilaboðum kynferðisleg samskipti við taílenska konu árið 2014 og segist ekki hafa greitt fyrir þau.Vísir „Við skoðum þetta og veltum fyrir okkur öllu í þessu máli, og tökum síðan ákvörðun.“ Ekkert liggi fyrir um hvort Tómasi verði vikið úr flokknum. „Við ætlum að fara í gegnum þetta og skoða þetta. Þetta er að mörgu leyti sorgarmál, við verðum að skoða það, ræða það og svo kemur niðurstaða,“ segir Guðmundur Ingi. Ekkert heyrst í Ingu Sæland Hann viti ekkert hvenær niðurstaða liggi fyrir. Málið verði að fá sinn tíma. Hann hafi þegar hitt Tómas og muni gera það áfram. Guðmundur Ingi segir Ingu Sæland formann flokksins í veikindaleyfi sem sé að líkindum ástæða þess að ekkert hafi heyrst frá henni varðandi málið. Inga hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu í dag. Inga var þó í viðtali á Bylgjunni í gær um blóðmerahald. Guðmundur segir þau Ingu hafa rætt saman en það hafi verið tveggja manna tal. Aðspurður um hvað formanninum finnist um málið segir Guðmundur Ingi: „Þið verðið að spyrja hana um það.“
Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24