Vaktin: Tíu slasaðir eftir eldflaugaárás í Kænugarði Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Tryggvi Páll Tryggvason og Bjarki Sigurðsson skrifa 28. apríl 2022 06:35 Úkraínskur öryggisvörður hleypur af stað eftir að hafa heyrt sprengingar í Kænugarði. AP/Emilio Morenatti Ráðamenn í borginni Kherson, sem Rússar segjast nú hafa á valdi sínu, segja að frá og með 1. maí muni yfirvöld hefja ferlið við að taka upp rússnesku rúbluna. Aðlögunartímabilið verður fjórir mánuðir en eftir það verður rúblan eini gildi gjaldmiðillinn á svæðinu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Tvær sprengingar urðu í Kænugarði nú síðdegis. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á við þing Bandaríkjanna að samþykkt verði beiðni um 33 milljarða dala aðstoð til Úkraínu. Það samsvarar rúmlega 4.300 milljörðum króna. Vólódímír Selenskí, óttast að heimurinn missi áhuga á stríðinu í Úkraínu og draga muni úr hernaðaraðstoð til Úkraínu. Hans helsta verkefni er að reyna að koma í veg fyrir það. Ráðamenn í Úkraínu segja að aukinn kraftur hafi færst í sókn Rússa í Donbas. Nokkrir bæir sé undir miklu álagi er Rússar reyna að umkringja stóran hluta úkraínska hersins í héraðinu. Á vefsíðu löggjafasamkundunnar í Krasnoyarsk-héraði í Rússlandi segir nú að yfirrvöld þar hyggist taka alla „umfram-uppskeru“ bænda í Kherson í Úkraínu eignarnámi en aðgerðin sé réttlætanleg þar sem margir seljendur fræja og áburðar hafi hætt viðskiptum við Rússland. Unnið er að því að koma neyðargetnaðarvörn á sjúkrahús í Úkraínu, eftir að fregnum fjölgaði af nauðgunum í kjölfar innrásar Rússa. Um 25 þúsund pakkar af hinni svokölluðu „daginn eftir“ pillu hafa verið sendir til landsins af International Planned Parenthood Federation. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Sky News í morgun að bresk stjórnvöld styddu að hrekja Rússa alfarið frá Úkraínu og útilokaði ekki að styðja Úkraínumenn í því að ná aftur Krímskaga, þótt það væri langur vegur þar til það gæti gerst. Breska varnarmálaráðuneytið segir að þrátt fyrir að Rússar hafi mátt sæta „vandræðalegum“ áföllum á Svartahafi, hafi floti þeirra þar ennþá getu til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun hitta Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í dag, eftir árangurslitla fundi með ráðamönnum í Rússlandi í gær. Guterres segir átökin ekki munu taka enda með fundum, heldur þegar Rússar ákveða að binda enda á þau. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Tvær sprengingar urðu í Kænugarði nú síðdegis. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á við þing Bandaríkjanna að samþykkt verði beiðni um 33 milljarða dala aðstoð til Úkraínu. Það samsvarar rúmlega 4.300 milljörðum króna. Vólódímír Selenskí, óttast að heimurinn missi áhuga á stríðinu í Úkraínu og draga muni úr hernaðaraðstoð til Úkraínu. Hans helsta verkefni er að reyna að koma í veg fyrir það. Ráðamenn í Úkraínu segja að aukinn kraftur hafi færst í sókn Rússa í Donbas. Nokkrir bæir sé undir miklu álagi er Rússar reyna að umkringja stóran hluta úkraínska hersins í héraðinu. Á vefsíðu löggjafasamkundunnar í Krasnoyarsk-héraði í Rússlandi segir nú að yfirrvöld þar hyggist taka alla „umfram-uppskeru“ bænda í Kherson í Úkraínu eignarnámi en aðgerðin sé réttlætanleg þar sem margir seljendur fræja og áburðar hafi hætt viðskiptum við Rússland. Unnið er að því að koma neyðargetnaðarvörn á sjúkrahús í Úkraínu, eftir að fregnum fjölgaði af nauðgunum í kjölfar innrásar Rússa. Um 25 þúsund pakkar af hinni svokölluðu „daginn eftir“ pillu hafa verið sendir til landsins af International Planned Parenthood Federation. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Sky News í morgun að bresk stjórnvöld styddu að hrekja Rússa alfarið frá Úkraínu og útilokaði ekki að styðja Úkraínumenn í því að ná aftur Krímskaga, þótt það væri langur vegur þar til það gæti gerst. Breska varnarmálaráðuneytið segir að þrátt fyrir að Rússar hafi mátt sæta „vandræðalegum“ áföllum á Svartahafi, hafi floti þeirra þar ennþá getu til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun hitta Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í dag, eftir árangurslitla fundi með ráðamönnum í Rússlandi í gær. Guterres segir átökin ekki munu taka enda með fundum, heldur þegar Rússar ákveða að binda enda á þau. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira