Bregðumst ekki hinsegin börnum í Garðabæ Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 27. apríl 2022 12:50 Árið 2015 lagði Samfylkingin fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ um að gera samning við Samtökin ‘78 til þess að tryggja hinsegin fræðslu í grunnskólum Garðabæjar. Tillagan var samþykkt og vísað í skólanefnd, þar sem hún var látin sofna. Árið 2018 var aftur lögð fram af Garðabæjarlistanum sambærileg tillaga, enn aftur árið 2020 og hún svo endurtekin nú í vor af bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans, sem nú er oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Í hvert sinn hefur tillögunni verið vel tekið, en í hvert sinn hefur pólitísk hugmyndafræði um valfrelsi skólastjórnenda um tilhögun fræðslu verið látin koma í veg fyrir að Garðabær leggi línurnar í málaflokknum. Nú er tillagan komin úr skólanefnd og á borð fræðslusviðs til umræðu. Ekki er enn ljóst hvort hún nær fram að ganga í þetta sinn. Á fundi Garðabæjarlistans um málefni hinsegin barna og ungmenna með fulltrúum Samtakanna ‘78 í Sveinatungu þann 25. apríl kom fram að margir skólar í Garðabæ nýta sér fræðsluþjónustu samtakanna, en í mismiklum mæli. Hins vegar er ljóst að skýr stefna frá sveitarfélaginu og fastur rammi utan um fræðsluna mun nýtast öllu starfsfólki og börnum bæjarins, ekki síst þeim u.þ.b. 10% grunnskólabarna sem ætla má að séu hinsegin í bænum, sem og börnum hinsegin foreldra. Að mínu mati skiptir miklu máli að sú fræðsla komi frá Samtökunum ‘78 - félagi hinsegin fólks á Íslandi, þar sem sérfræðiþekkingin og tengslin við allt hinsegin samfélagið er til staðar. Hinsegin börn og ungmenni í Garðabæ hafa sagt frá því að þau hafi ekki öruggt rými innan sveitarfélagsins til að leita í og mörg sækja hinsegin félagsstarf bæði í Hafnarfirði og í Reykjavík. Starfsfólk skólanna í bænum stendur á sama tíma uppi verkfæralaust vegna þess að ekki hefur verið sett stefna í því hvernig taka skuli á móti hinsegin börnum í skólakerfinu og hvernig bæta megi umhverfi þeirra til þess að þau geti fengið að vera þau sjálf. Þessu þurfum við að bæta úr, því samfélagið okkar er fjölbreytt og við þurfum að koma til móts við þann veruleika. Með því að gera ekkert í málunum bregðumst við hinsegin börnum. Á heimsvísu er nú markvisst vegið að réttindum hinsegin fólks sem aldrei fyrr og bakslagið er sérstaklega þungt fyrir trans börn og foreldra þeirra. Meira að segja á Íslandi fer fram opinber umræða um réttindi trans fólks sem minnir á þá afmennskandi umræðu sem fór fram um réttindi samkynhneigðra á sínum tíma. Því er rétti tíminn núna fyrir Garðabæ að taka afgerandi afstöðu með mannréttindum hinsegin fólks. Ég tala af reynslu bæði sem kennari á unglingastigi og sem fyrrverandi formaður Samtakanna ‘78: Við þurfum hinsegin fræðslu fyrir yngsta stig, miðstig og unglingastig. Við þurfum hinsegin fræðslu fyrir allt starfsfólk bæjarins. Við þurfum fræðslu fyrir íþróttafélögin í bænum. Garðabær þarf að setja sér sértæka stefnu í málefnum hinsegin fólks. Garðabær þarf að búa til vísi að hinsegin félagsmiðstöð fyrir grunnskólanemendur og koma á fót ungmennahúsi þar sem hægt er að halda hinsegin kvöld fyrir eldri ungmenni. Allt mun þetta skila sér í samfélagi þar sem hinsegin börn og ungmenni fá loksins að upplifa að þau tilheyri. Með því að framkvæma þessa hluti mun Garðabær sýna með skýrum hætti að hann stendur með öllum íbúum sínum. Í sjö ár hefur verið uppi krafa frá minnihlutanum í bæjarstjórn um að bæta markvisst þjónustu við hinsegin börn og ungmenni í Garðabæ. Ekkert hefur gerst, þótt tillögur séu ítrekað samþykktar og alltaf tekið vel í málefnið á fundum bæjarstjórnar. Með fögrum orðum um mikilvægi málaflokksins hafa ekki ennþá fylgt efndir. Þetta þarf að breytast. Ég þekki málefni hinsegin barna og ungmenna og mikilvægi þeirra afar vel og mun berjast fyrir þeim í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili. Ég óska eftir umboði Garðbæinga til þess. Kjósum XG í vor, fyrir barnvænt samfélag - fyrir öll börn. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Málefni trans fólks Garðabær Börn og uppeldi Grunnskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Árið 2015 lagði Samfylkingin fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ um að gera samning við Samtökin ‘78 til þess að tryggja hinsegin fræðslu í grunnskólum Garðabæjar. Tillagan var samþykkt og vísað í skólanefnd, þar sem hún var látin sofna. Árið 2018 var aftur lögð fram af Garðabæjarlistanum sambærileg tillaga, enn aftur árið 2020 og hún svo endurtekin nú í vor af bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans, sem nú er oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Í hvert sinn hefur tillögunni verið vel tekið, en í hvert sinn hefur pólitísk hugmyndafræði um valfrelsi skólastjórnenda um tilhögun fræðslu verið látin koma í veg fyrir að Garðabær leggi línurnar í málaflokknum. Nú er tillagan komin úr skólanefnd og á borð fræðslusviðs til umræðu. Ekki er enn ljóst hvort hún nær fram að ganga í þetta sinn. Á fundi Garðabæjarlistans um málefni hinsegin barna og ungmenna með fulltrúum Samtakanna ‘78 í Sveinatungu þann 25. apríl kom fram að margir skólar í Garðabæ nýta sér fræðsluþjónustu samtakanna, en í mismiklum mæli. Hins vegar er ljóst að skýr stefna frá sveitarfélaginu og fastur rammi utan um fræðsluna mun nýtast öllu starfsfólki og börnum bæjarins, ekki síst þeim u.þ.b. 10% grunnskólabarna sem ætla má að séu hinsegin í bænum, sem og börnum hinsegin foreldra. Að mínu mati skiptir miklu máli að sú fræðsla komi frá Samtökunum ‘78 - félagi hinsegin fólks á Íslandi, þar sem sérfræðiþekkingin og tengslin við allt hinsegin samfélagið er til staðar. Hinsegin börn og ungmenni í Garðabæ hafa sagt frá því að þau hafi ekki öruggt rými innan sveitarfélagsins til að leita í og mörg sækja hinsegin félagsstarf bæði í Hafnarfirði og í Reykjavík. Starfsfólk skólanna í bænum stendur á sama tíma uppi verkfæralaust vegna þess að ekki hefur verið sett stefna í því hvernig taka skuli á móti hinsegin börnum í skólakerfinu og hvernig bæta megi umhverfi þeirra til þess að þau geti fengið að vera þau sjálf. Þessu þurfum við að bæta úr, því samfélagið okkar er fjölbreytt og við þurfum að koma til móts við þann veruleika. Með því að gera ekkert í málunum bregðumst við hinsegin börnum. Á heimsvísu er nú markvisst vegið að réttindum hinsegin fólks sem aldrei fyrr og bakslagið er sérstaklega þungt fyrir trans börn og foreldra þeirra. Meira að segja á Íslandi fer fram opinber umræða um réttindi trans fólks sem minnir á þá afmennskandi umræðu sem fór fram um réttindi samkynhneigðra á sínum tíma. Því er rétti tíminn núna fyrir Garðabæ að taka afgerandi afstöðu með mannréttindum hinsegin fólks. Ég tala af reynslu bæði sem kennari á unglingastigi og sem fyrrverandi formaður Samtakanna ‘78: Við þurfum hinsegin fræðslu fyrir yngsta stig, miðstig og unglingastig. Við þurfum hinsegin fræðslu fyrir allt starfsfólk bæjarins. Við þurfum fræðslu fyrir íþróttafélögin í bænum. Garðabær þarf að setja sér sértæka stefnu í málefnum hinsegin fólks. Garðabær þarf að búa til vísi að hinsegin félagsmiðstöð fyrir grunnskólanemendur og koma á fót ungmennahúsi þar sem hægt er að halda hinsegin kvöld fyrir eldri ungmenni. Allt mun þetta skila sér í samfélagi þar sem hinsegin börn og ungmenni fá loksins að upplifa að þau tilheyri. Með því að framkvæma þessa hluti mun Garðabær sýna með skýrum hætti að hann stendur með öllum íbúum sínum. Í sjö ár hefur verið uppi krafa frá minnihlutanum í bæjarstjórn um að bæta markvisst þjónustu við hinsegin börn og ungmenni í Garðabæ. Ekkert hefur gerst, þótt tillögur séu ítrekað samþykktar og alltaf tekið vel í málefnið á fundum bæjarstjórnar. Með fögrum orðum um mikilvægi málaflokksins hafa ekki ennþá fylgt efndir. Þetta þarf að breytast. Ég þekki málefni hinsegin barna og ungmenna og mikilvægi þeirra afar vel og mun berjast fyrir þeim í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili. Ég óska eftir umboði Garðbæinga til þess. Kjósum XG í vor, fyrir barnvænt samfélag - fyrir öll börn. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun