Hrun Njarðvíkinga í fjórða farið að minna á sára sópið frá 2004 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2022 13:31 Fotios Lampropoulos er með 52 stig og 20 fráköst í fyrstu tveimur leikjunum en nú reynir á lappirnar á þessum 38 ára gamla leikmanni. Vísir/Hulda Margrét Deildarmeistarar Njarðvíkingur eru lentir 2-0 undir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Tindastóli og verða því að vinna þriðja leikinn í Ljónagryfjunni í kvöld ef þeir ætla ekki snemma í sumarfrí. Það er einkum fjórði leikhlutinn sem hefur farið illa með Njarðvíkinga í þessu undanúrslitaeinvígi. Mikið hefur verið rætt um aldur sumra lykilmanna liðsins og það er eins og ákefðin og álagið sé of mikið fyrir marga þeirra þegar líður að lok leikja. Njarðvíkingar hafa þannig unnið fyrstu þrjá leikhlutana í einvíginu með samtals tuttugu stiga mun og það ætti nú að vera nægt veganesti í lokaleikhlutann. Stólarnir hafa hins vegar sýnt mikinn styrk með því að snúa báðum leikjum í lokaleikhlutann. Þeir unnu upp átján stiga forskot í fjórða leikhlutanum í síðasta leik og leikinn loks í framlengingu. Þetta þýðir það að Njarðvíkingar eru úr leik tapi þeir í kvöld en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.40 en leikurinn klukkan 20.15. Þróun þessa einvígis er farin að minna á annað sárgrætilegt einvígi fyrir Njarðvíkinga frá árinu 2004. Þeir töpuðu þá 3-0 í undanúrslitaeinvígi á móti Snæfelli. Njarðvík vann fyrstu þrjá leikhlutana í því einvígi með 35 stigum en missti mikið forskot niður í lokaleikhlutanum í öllum einvígunum. Njarðvík var reyndar bara einu stigi yfir fyrir fjórða leikhlutann í fyrsta leiknum en klúðrið var í leik tvö og þrjú. Í leik tvö misstu Njarðvíkingar niður fjórtán stiga forskot í fjórða leikhluta og var síðan sópað í sumarfrí eftir að hafa tapað niður tuttugu stiga forystu í fjórða leikhlutanum í þriðja leiknum. Nú verður fróðlegt að sjá hvort Njarðvíkingar geti snúið við blaðinu, haldið út heilan leik og tryggt sér annan leik á Króknum. Nettóstig eftir leikhlutum í einvígi Njarðvíkur og Tindastóls í undanúrslitum 2022: Fyrstu þrír leikhlutarnir: Njarðvík +20 Fjórði leikhluti og framlenging: Tindastóll +34 Tindastóll er 2-0 yfir í einvíginu - Nettóstig eftir leikhlutum í einvígi Njarðvíkur og Snæfells í undanúrslitum 2003: Fyrstu þrír leikhlutarnir: Njarðvík +35 Fjórði leikhluti og framlenging: Snæfell +51 Snæfell vann einvígið 3-0 Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Það er einkum fjórði leikhlutinn sem hefur farið illa með Njarðvíkinga í þessu undanúrslitaeinvígi. Mikið hefur verið rætt um aldur sumra lykilmanna liðsins og það er eins og ákefðin og álagið sé of mikið fyrir marga þeirra þegar líður að lok leikja. Njarðvíkingar hafa þannig unnið fyrstu þrjá leikhlutana í einvíginu með samtals tuttugu stiga mun og það ætti nú að vera nægt veganesti í lokaleikhlutann. Stólarnir hafa hins vegar sýnt mikinn styrk með því að snúa báðum leikjum í lokaleikhlutann. Þeir unnu upp átján stiga forskot í fjórða leikhlutanum í síðasta leik og leikinn loks í framlengingu. Þetta þýðir það að Njarðvíkingar eru úr leik tapi þeir í kvöld en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.40 en leikurinn klukkan 20.15. Þróun þessa einvígis er farin að minna á annað sárgrætilegt einvígi fyrir Njarðvíkinga frá árinu 2004. Þeir töpuðu þá 3-0 í undanúrslitaeinvígi á móti Snæfelli. Njarðvík vann fyrstu þrjá leikhlutana í því einvígi með 35 stigum en missti mikið forskot niður í lokaleikhlutanum í öllum einvígunum. Njarðvík var reyndar bara einu stigi yfir fyrir fjórða leikhlutann í fyrsta leiknum en klúðrið var í leik tvö og þrjú. Í leik tvö misstu Njarðvíkingar niður fjórtán stiga forskot í fjórða leikhluta og var síðan sópað í sumarfrí eftir að hafa tapað niður tuttugu stiga forystu í fjórða leikhlutanum í þriðja leiknum. Nú verður fróðlegt að sjá hvort Njarðvíkingar geti snúið við blaðinu, haldið út heilan leik og tryggt sér annan leik á Króknum. Nettóstig eftir leikhlutum í einvígi Njarðvíkur og Tindastóls í undanúrslitum 2022: Fyrstu þrír leikhlutarnir: Njarðvík +20 Fjórði leikhluti og framlenging: Tindastóll +34 Tindastóll er 2-0 yfir í einvíginu - Nettóstig eftir leikhlutum í einvígi Njarðvíkur og Snæfells í undanúrslitum 2003: Fyrstu þrír leikhlutarnir: Njarðvík +35 Fjórði leikhluti og framlenging: Snæfell +51 Snæfell vann einvígið 3-0
Nettóstig eftir leikhlutum í einvígi Njarðvíkur og Tindastóls í undanúrslitum 2022: Fyrstu þrír leikhlutarnir: Njarðvík +20 Fjórði leikhluti og framlenging: Tindastóll +34 Tindastóll er 2-0 yfir í einvíginu - Nettóstig eftir leikhlutum í einvígi Njarðvíkur og Snæfells í undanúrslitum 2003: Fyrstu þrír leikhlutarnir: Njarðvík +35 Fjórði leikhluti og framlenging: Snæfell +51 Snæfell vann einvígið 3-0
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira