Þarf fullkominn leik gegn Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 26. apríl 2022 17:01 Unai Emery er með „fimm háskólagráður“ í að ná árangri í Evrópukeppnum í fótbolta. Getty/Sebastian Widmann Unai Emery segist aldrei hafa séð betra Liverpool-lið en það sem að Villarreal, sem Emery stýrir, mætir á morgun í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Emery segir að þrátt fyrir að lið Liverpool sem vann Meistaradeildina fyrir þremur árum hafi verið frábært þá sé liðið í dag enn fjölhæfara og betra. Villarreal þurfi „fullkominn“ leik. „Við höfum ekki lengur sama tækifæri til að koma á óvart,“ segir Emery sem stýrt hefur Villarreal til sigurs gegn Juventus og Bayern München á leiðinni í undanúrslitin. Ólíklegt er að Liverpool falli í sömu gildru. „Í fyrsta einvíginu gegn Juventus áttum við auðvelt með að koma á óvart og lentum líka 1-0 undir, sem skipti máli upp á að Juventus brygðist ekki við. Gegn Bayern var það líka mikilvægt að við gætum varist aftarlega [í seinni leiknum],“ sagði Emery. Sigurstranglegri en sýna virðingu „Þetta er ekki í boði lengur. Þegar maður er kominn í undanúrslit þá á maður það skilið. Og miðað við það sem maður heyrir frá Liverpool, þeir hafa sagt mjög gáfulega hluti, og virðinguna sem þeir hafa sýnt – þeir þekkja okkur, vita að þetta verður erfitt og hvað við getum. Þeir eru sigurstranglegri en sýna samt virðingu,“ sagði Emery sem fagnaði sigri gegn Liverpool sem stjóri Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2016, í lok fyrstu leiktíðar Liverpool undir stjórn Jürgens Klopp. „Við verðum að greina, undirbúa okkur, mæta sem besta útgáfan af okkur og láta ölduna bera okkur áfram. Við verðum að eiga fullkominn leik. Við vitum að þetta er undanúrslitaleikur og að við erum að mæta sigurstranglegasta liðinu en við höfum trú á okkur og ætlum að marka okkur pláss á vellinum,“ sagði Emery. Leikur Liverpool og Villarreal á morgun hefst klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Emery segir að þrátt fyrir að lið Liverpool sem vann Meistaradeildina fyrir þremur árum hafi verið frábært þá sé liðið í dag enn fjölhæfara og betra. Villarreal þurfi „fullkominn“ leik. „Við höfum ekki lengur sama tækifæri til að koma á óvart,“ segir Emery sem stýrt hefur Villarreal til sigurs gegn Juventus og Bayern München á leiðinni í undanúrslitin. Ólíklegt er að Liverpool falli í sömu gildru. „Í fyrsta einvíginu gegn Juventus áttum við auðvelt með að koma á óvart og lentum líka 1-0 undir, sem skipti máli upp á að Juventus brygðist ekki við. Gegn Bayern var það líka mikilvægt að við gætum varist aftarlega [í seinni leiknum],“ sagði Emery. Sigurstranglegri en sýna virðingu „Þetta er ekki í boði lengur. Þegar maður er kominn í undanúrslit þá á maður það skilið. Og miðað við það sem maður heyrir frá Liverpool, þeir hafa sagt mjög gáfulega hluti, og virðinguna sem þeir hafa sýnt – þeir þekkja okkur, vita að þetta verður erfitt og hvað við getum. Þeir eru sigurstranglegri en sýna samt virðingu,“ sagði Emery sem fagnaði sigri gegn Liverpool sem stjóri Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2016, í lok fyrstu leiktíðar Liverpool undir stjórn Jürgens Klopp. „Við verðum að greina, undirbúa okkur, mæta sem besta útgáfan af okkur og láta ölduna bera okkur áfram. Við verðum að eiga fullkominn leik. Við vitum að þetta er undanúrslitaleikur og að við erum að mæta sigurstranglegasta liðinu en við höfum trú á okkur og ætlum að marka okkur pláss á vellinum,“ sagði Emery. Leikur Liverpool og Villarreal á morgun hefst klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira