Er heita vatnið hjá Selfossveitum að klárast? Tómas Ellert Tómasson skrifar 25. apríl 2022 17:30 Stutta svarið við spurningunni er nei. Þó svo svarið við spurningunni sé nei, að þá er nú reynt að skapa hávaðaumræðu um stöðu orkuöflunar Selfossveitna og framboð á heitu vatni sem er í engum takti við raunveruleikann. Umræðan er keyrð áfram af skuggastjórnendum D-lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg með aðstoð Morgunblaðsins, sem flutti af því forsíðufrétt mánudaginn 21. apríl síðastliðinn með yfirskriftinni „Heita vatnið að klárast“[1]. Fyrirsögn sem var í engum takti við það sem svo kom fram í fréttinni. En þar var haft eftir veitustjóra Selfossveitna eftirfarandi orð: „Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri Selfossveitna, segir að verið sé að virkja tvær borholur sem ætlunin er að nota í þá uppbyggingu sem þegar hafi verið samþykkt. Telur hann að nægt vatn muni fást til þess. Hins vegar geti orðið orkuskortur ef ekki finnist heitt vatn á nýjum stöðum. Tekur hann fram að unnið sé að rannsóknum með borunum á þremur stöðum og telur öruggt að hægt verði að leysa málið en það taki tíma.“ Veitustjóri Selfossveitna segir sem sagt að öruggt sé að heitt vatn fáist til að mæta nú þegar samþykktum áformum byggingarverktaka. Samþykktu áformin fela í sér byggingu 550 íbúða sem í munu væntanlega flytjast tæplega 1.500 manns eða hátt í eitt stykki Þorlákshöfn - Halló Þorlákshöfn! Það á svo eftir að byggja allar þessar íbúðir sem samþykktu byggingarleyfin ná yfir og það tekur sinn tíma. Til upplýsingar að þá byggðist Þorlákshöfn ekki upp á einni nóttu. Veitustjóri Selfossveitna segir svo frá því að nú standi yfir rannsóknarboranir á þremur stöðum. Þau svæði og borholur eru ætlaðar til framtíðaruppbyggingar í sveitarfélaginu. Það er fyrir utan þessar 550 íbúðir sem búið er að samþykkja byggingarleyfi fyrir. Svo það sé aftur sagt hér til áréttingar, að þá er heita vatnið hjá Selfossveitum ekki að klárast! Hvað eru Selfossveitur að gera nú til að búa í haginn til framtíðar? Auk fyrrnefndra orkurannsókna hefur stjórn Selfossveitna samþykkt að bjóða út nýjan 4.800m3 miðlunargeymi til viðbótar við þann 2.400m3 miðlunargeymi sem nú er í notkun til að tryggja rekstraröryggi veitna yfir lengstu frostakafla. Selfossveitur eru einnig að fara í þá framkvæmd að auka við flutningsgetu orkuöflunarsvæðisins við Ósabotna með því að bæta þar við lögn. Það er gert vegna þess að orkuöflunin í Ósabotnum er meiri en núverandi lögn nær að afkasta. Auk þess hefur stjórn Selfossveitna samþykkt að tvöfalda hitaveitukerfin í tveimur nýjustu hverfunum með það að markmiði að auka sjálfbærni orkuöflunarsvæðisins við Þorleifskot. Það er gert með því að öllu bakrásarvatni er safnað saman úr íbúðunum í þeim hverfum og því svo dælt niður í varmageymi Þorleifskots. Við það eykst vinnslugeta og þrýstingur orkuöflunarsvæðisins. Að koma á lokuðu kerfi með niðurdælingu í varmageyma orkuöflunarsvæða okkar var orðin löngu tímabær sjálfbærniaðgerð. Auk þessa eru Selfossveitur langt komnar með að snjallmælavæða Árborg og lekaleit á kerfinu og viðgerðir eru daglegur þáttur í rekstri veitunnar. Gremja skugga D-listans er skiljanleg Það er hart sótt af skuggastjórnendum D-lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg að núverandi bæjarstjórnarmeirihluta Á, B, M og S-lista og er sannleikurinn þá ekki endilega fyrsta vopnið sem gripið er til í þeim sóknarleik, svipað og að grípa til borðtennisspaða í hraðaupphlaupi í handboltaleik. Ég skil reyndar þessa gremju skuggastjórnendanna vel. Það er náttúrulega ekkert voðalega skemmtilegt fyrir skuggana að horfa upp á það, að nærri öll kosningaloforð D-lista Sjálfstæðisflokksins í fortíð, nútíð og framtíð hafi raungerst í tíð þess farsæla bæjarstjórnarmeirihluta sem nú er að skila af sér nýrri og betri Árborg eftir aðeins fjögurra ára starf. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg. [1] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/04/21/heita_vatnid_ad_klarast/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Orkumál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Stutta svarið við spurningunni er nei. Þó svo svarið við spurningunni sé nei, að þá er nú reynt að skapa hávaðaumræðu um stöðu orkuöflunar Selfossveitna og framboð á heitu vatni sem er í engum takti við raunveruleikann. Umræðan er keyrð áfram af skuggastjórnendum D-lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg með aðstoð Morgunblaðsins, sem flutti af því forsíðufrétt mánudaginn 21. apríl síðastliðinn með yfirskriftinni „Heita vatnið að klárast“[1]. Fyrirsögn sem var í engum takti við það sem svo kom fram í fréttinni. En þar var haft eftir veitustjóra Selfossveitna eftirfarandi orð: „Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri Selfossveitna, segir að verið sé að virkja tvær borholur sem ætlunin er að nota í þá uppbyggingu sem þegar hafi verið samþykkt. Telur hann að nægt vatn muni fást til þess. Hins vegar geti orðið orkuskortur ef ekki finnist heitt vatn á nýjum stöðum. Tekur hann fram að unnið sé að rannsóknum með borunum á þremur stöðum og telur öruggt að hægt verði að leysa málið en það taki tíma.“ Veitustjóri Selfossveitna segir sem sagt að öruggt sé að heitt vatn fáist til að mæta nú þegar samþykktum áformum byggingarverktaka. Samþykktu áformin fela í sér byggingu 550 íbúða sem í munu væntanlega flytjast tæplega 1.500 manns eða hátt í eitt stykki Þorlákshöfn - Halló Þorlákshöfn! Það á svo eftir að byggja allar þessar íbúðir sem samþykktu byggingarleyfin ná yfir og það tekur sinn tíma. Til upplýsingar að þá byggðist Þorlákshöfn ekki upp á einni nóttu. Veitustjóri Selfossveitna segir svo frá því að nú standi yfir rannsóknarboranir á þremur stöðum. Þau svæði og borholur eru ætlaðar til framtíðaruppbyggingar í sveitarfélaginu. Það er fyrir utan þessar 550 íbúðir sem búið er að samþykkja byggingarleyfi fyrir. Svo það sé aftur sagt hér til áréttingar, að þá er heita vatnið hjá Selfossveitum ekki að klárast! Hvað eru Selfossveitur að gera nú til að búa í haginn til framtíðar? Auk fyrrnefndra orkurannsókna hefur stjórn Selfossveitna samþykkt að bjóða út nýjan 4.800m3 miðlunargeymi til viðbótar við þann 2.400m3 miðlunargeymi sem nú er í notkun til að tryggja rekstraröryggi veitna yfir lengstu frostakafla. Selfossveitur eru einnig að fara í þá framkvæmd að auka við flutningsgetu orkuöflunarsvæðisins við Ósabotna með því að bæta þar við lögn. Það er gert vegna þess að orkuöflunin í Ósabotnum er meiri en núverandi lögn nær að afkasta. Auk þess hefur stjórn Selfossveitna samþykkt að tvöfalda hitaveitukerfin í tveimur nýjustu hverfunum með það að markmiði að auka sjálfbærni orkuöflunarsvæðisins við Þorleifskot. Það er gert með því að öllu bakrásarvatni er safnað saman úr íbúðunum í þeim hverfum og því svo dælt niður í varmageymi Þorleifskots. Við það eykst vinnslugeta og þrýstingur orkuöflunarsvæðisins. Að koma á lokuðu kerfi með niðurdælingu í varmageyma orkuöflunarsvæða okkar var orðin löngu tímabær sjálfbærniaðgerð. Auk þessa eru Selfossveitur langt komnar með að snjallmælavæða Árborg og lekaleit á kerfinu og viðgerðir eru daglegur þáttur í rekstri veitunnar. Gremja skugga D-listans er skiljanleg Það er hart sótt af skuggastjórnendum D-lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg að núverandi bæjarstjórnarmeirihluta Á, B, M og S-lista og er sannleikurinn þá ekki endilega fyrsta vopnið sem gripið er til í þeim sóknarleik, svipað og að grípa til borðtennisspaða í hraðaupphlaupi í handboltaleik. Ég skil reyndar þessa gremju skuggastjórnendanna vel. Það er náttúrulega ekkert voðalega skemmtilegt fyrir skuggana að horfa upp á það, að nærri öll kosningaloforð D-lista Sjálfstæðisflokksins í fortíð, nútíð og framtíð hafi raungerst í tíð þess farsæla bæjarstjórnarmeirihluta sem nú er að skila af sér nýrri og betri Árborg eftir aðeins fjögurra ára starf. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg. [1] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/04/21/heita_vatnid_ad_klarast/
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun