„Þessi endurkoma fór vonum framar“ Atli Arason skrifar 24. apríl 2022 14:00 Björn Róbert, til vinstri, var valinn besti leikmaður Íslands í 5-2 sigrinum á Georgíu. Björn skoraði 2 mörk í þeim leik IIHF Björn Róbert Sigurðarson, landsliðsmaður í íshokkí, var í vikunni að spila sína fyrstu landsleiki í u.þ.b. 5 ár en hann hefur verið í pásu frá íþróttinni. Björn tók skautana af hillunni fyrir heimsmeistaramótið og gerði sér lítið fyrir og varð stigahæsti leikmaður landsliðsins en hann kom að flestum mörkum Íslands á mótinu, skoraði þrjú mörk og lagði upp önnur sex. „Þetta var alveg geggjað, það er alltaf gaman þegar að það gengur vel. Þessi endurkoma fór vonum framar og alveg frábært að fá að spila með þessu liði,“ sagði Björn í viðtali við Vísi. Ísland vann alla fjóra leiki sína á nýafstöðnu móti með markatölunni 25:7 en mótið fór allt fram í Skautahöllinni í Laugardal. „Það er gaman að ná móti sem er haldið hérna heima og virkilega sætt að ná í gullið fyrir framan fulla stúku. Þetta var mikil barátta á köflum og hefði getað endað öðruvísi en við lögðum svo sannarlega allt í þetta og kláruðum dæmið.“ Björn er 28 ára gamall. Síðast þegar hann var í landsliðinu var hann einn af yngstu leikmönnunum en núna er hann meðal þeirra elstu. Hann telur að íslenska landsliðið eigi bjarta framtíð fyrir sér. „Já það hafa bæst við mikið af ungum og nýjum strákum síðan ég spilaði síðast. Það var ánægjulegt að sjá hvað þeir eru orðnir góðir og gott fyrir landsliðið að eiga þessa flottu fulltrúa til næstu ára,“ svaraði Björn aðspurður út í breytinguna á landsliðinu. Íslenska landsliðið fer úr B-riðli í 2. deild upp í A-riðil 2. deildar eða A2. A2 er fjórða efsta styrkleikastigið af alls átta styrkleikastigum. Í dag er Holland, Kína, Króatía, Spánn og Ísrael í þeim styrkleikaflokk en sá riðill hefst á morgunn og verður leikinn í Zagreb. Allt eru þetta sterkar þjóðir en markmiðið hjá Íslandi á næsta ári er að halda sér í þessum styrkleikaflokk. „Við þurfum auðvitað að halda áfram að bæta okkur. Síðast þegar ég var í landsliðinu vorum við í þessari deild og tel ég okkur betur eiga heima þar. Markmiðið mun sennilega breytast núna úr því að vinna gull og í að halda okkur uppi, en að það verður að meta hverju sinni. Löndin þarna eru mjög sterk en það gerir þetta bara skemmtilegra,“ sagði Björn Róbert Sigurðarson, landsliðsmaður í íshokkí. Íshokkí Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Skíra greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira
„Þetta var alveg geggjað, það er alltaf gaman þegar að það gengur vel. Þessi endurkoma fór vonum framar og alveg frábært að fá að spila með þessu liði,“ sagði Björn í viðtali við Vísi. Ísland vann alla fjóra leiki sína á nýafstöðnu móti með markatölunni 25:7 en mótið fór allt fram í Skautahöllinni í Laugardal. „Það er gaman að ná móti sem er haldið hérna heima og virkilega sætt að ná í gullið fyrir framan fulla stúku. Þetta var mikil barátta á köflum og hefði getað endað öðruvísi en við lögðum svo sannarlega allt í þetta og kláruðum dæmið.“ Björn er 28 ára gamall. Síðast þegar hann var í landsliðinu var hann einn af yngstu leikmönnunum en núna er hann meðal þeirra elstu. Hann telur að íslenska landsliðið eigi bjarta framtíð fyrir sér. „Já það hafa bæst við mikið af ungum og nýjum strákum síðan ég spilaði síðast. Það var ánægjulegt að sjá hvað þeir eru orðnir góðir og gott fyrir landsliðið að eiga þessa flottu fulltrúa til næstu ára,“ svaraði Björn aðspurður út í breytinguna á landsliðinu. Íslenska landsliðið fer úr B-riðli í 2. deild upp í A-riðil 2. deildar eða A2. A2 er fjórða efsta styrkleikastigið af alls átta styrkleikastigum. Í dag er Holland, Kína, Króatía, Spánn og Ísrael í þeim styrkleikaflokk en sá riðill hefst á morgunn og verður leikinn í Zagreb. Allt eru þetta sterkar þjóðir en markmiðið hjá Íslandi á næsta ári er að halda sér í þessum styrkleikaflokk. „Við þurfum auðvitað að halda áfram að bæta okkur. Síðast þegar ég var í landsliðinu vorum við í þessari deild og tel ég okkur betur eiga heima þar. Markmiðið mun sennilega breytast núna úr því að vinna gull og í að halda okkur uppi, en að það verður að meta hverju sinni. Löndin þarna eru mjög sterk en það gerir þetta bara skemmtilegra,“ sagði Björn Róbert Sigurðarson, landsliðsmaður í íshokkí.
Íshokkí Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Skíra greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira