„Þessi endurkoma fór vonum framar“ Atli Arason skrifar 24. apríl 2022 14:00 Björn Róbert, til vinstri, var valinn besti leikmaður Íslands í 5-2 sigrinum á Georgíu. Björn skoraði 2 mörk í þeim leik IIHF Björn Róbert Sigurðarson, landsliðsmaður í íshokkí, var í vikunni að spila sína fyrstu landsleiki í u.þ.b. 5 ár en hann hefur verið í pásu frá íþróttinni. Björn tók skautana af hillunni fyrir heimsmeistaramótið og gerði sér lítið fyrir og varð stigahæsti leikmaður landsliðsins en hann kom að flestum mörkum Íslands á mótinu, skoraði þrjú mörk og lagði upp önnur sex. „Þetta var alveg geggjað, það er alltaf gaman þegar að það gengur vel. Þessi endurkoma fór vonum framar og alveg frábært að fá að spila með þessu liði,“ sagði Björn í viðtali við Vísi. Ísland vann alla fjóra leiki sína á nýafstöðnu móti með markatölunni 25:7 en mótið fór allt fram í Skautahöllinni í Laugardal. „Það er gaman að ná móti sem er haldið hérna heima og virkilega sætt að ná í gullið fyrir framan fulla stúku. Þetta var mikil barátta á köflum og hefði getað endað öðruvísi en við lögðum svo sannarlega allt í þetta og kláruðum dæmið.“ Björn er 28 ára gamall. Síðast þegar hann var í landsliðinu var hann einn af yngstu leikmönnunum en núna er hann meðal þeirra elstu. Hann telur að íslenska landsliðið eigi bjarta framtíð fyrir sér. „Já það hafa bæst við mikið af ungum og nýjum strákum síðan ég spilaði síðast. Það var ánægjulegt að sjá hvað þeir eru orðnir góðir og gott fyrir landsliðið að eiga þessa flottu fulltrúa til næstu ára,“ svaraði Björn aðspurður út í breytinguna á landsliðinu. Íslenska landsliðið fer úr B-riðli í 2. deild upp í A-riðil 2. deildar eða A2. A2 er fjórða efsta styrkleikastigið af alls átta styrkleikastigum. Í dag er Holland, Kína, Króatía, Spánn og Ísrael í þeim styrkleikaflokk en sá riðill hefst á morgunn og verður leikinn í Zagreb. Allt eru þetta sterkar þjóðir en markmiðið hjá Íslandi á næsta ári er að halda sér í þessum styrkleikaflokk. „Við þurfum auðvitað að halda áfram að bæta okkur. Síðast þegar ég var í landsliðinu vorum við í þessari deild og tel ég okkur betur eiga heima þar. Markmiðið mun sennilega breytast núna úr því að vinna gull og í að halda okkur uppi, en að það verður að meta hverju sinni. Löndin þarna eru mjög sterk en það gerir þetta bara skemmtilegra,“ sagði Björn Róbert Sigurðarson, landsliðsmaður í íshokkí. Íshokkí Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
„Þetta var alveg geggjað, það er alltaf gaman þegar að það gengur vel. Þessi endurkoma fór vonum framar og alveg frábært að fá að spila með þessu liði,“ sagði Björn í viðtali við Vísi. Ísland vann alla fjóra leiki sína á nýafstöðnu móti með markatölunni 25:7 en mótið fór allt fram í Skautahöllinni í Laugardal. „Það er gaman að ná móti sem er haldið hérna heima og virkilega sætt að ná í gullið fyrir framan fulla stúku. Þetta var mikil barátta á köflum og hefði getað endað öðruvísi en við lögðum svo sannarlega allt í þetta og kláruðum dæmið.“ Björn er 28 ára gamall. Síðast þegar hann var í landsliðinu var hann einn af yngstu leikmönnunum en núna er hann meðal þeirra elstu. Hann telur að íslenska landsliðið eigi bjarta framtíð fyrir sér. „Já það hafa bæst við mikið af ungum og nýjum strákum síðan ég spilaði síðast. Það var ánægjulegt að sjá hvað þeir eru orðnir góðir og gott fyrir landsliðið að eiga þessa flottu fulltrúa til næstu ára,“ svaraði Björn aðspurður út í breytinguna á landsliðinu. Íslenska landsliðið fer úr B-riðli í 2. deild upp í A-riðil 2. deildar eða A2. A2 er fjórða efsta styrkleikastigið af alls átta styrkleikastigum. Í dag er Holland, Kína, Króatía, Spánn og Ísrael í þeim styrkleikaflokk en sá riðill hefst á morgunn og verður leikinn í Zagreb. Allt eru þetta sterkar þjóðir en markmiðið hjá Íslandi á næsta ári er að halda sér í þessum styrkleikaflokk. „Við þurfum auðvitað að halda áfram að bæta okkur. Síðast þegar ég var í landsliðinu vorum við í þessari deild og tel ég okkur betur eiga heima þar. Markmiðið mun sennilega breytast núna úr því að vinna gull og í að halda okkur uppi, en að það verður að meta hverju sinni. Löndin þarna eru mjög sterk en það gerir þetta bara skemmtilegra,“ sagði Björn Róbert Sigurðarson, landsliðsmaður í íshokkí.
Íshokkí Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira