Á útleið eftir aldarfjórðung í JL-húsinu: Vilja selja rýmið undir fallegar íbúðir með svölum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. apríl 2022 07:00 Nokkur fyrirtæki hafa reynt fyrir sér í JL-húsinu síðustu árin án mikils árangurs. vísir/vilhelm Húsnæði Myndlistaskólans í Reykjavík, sem er eina starfsemin sem eftir er í JL-húsinu í Vesturbænum, hefur verið sett á sölu. Skólastjórinn hefur fengið staðfestingu frá borginni um að byggja megi íbúðir í húsinu sem hefur hingað til verið notað undir ýmiskonar rekstur. Margir hafa sýnt þessum möguleika áhuga. Þetta risastóra og sögufræga húsnæði í Vesturbænum hefur að mestu leyti staðið autt síðustu mánuði. Þar hefur verið alls konar starfsemi síðustu ár sem hefur eiginlega öll farið á hausinn. Ein stofnun hefur þó staðið keik; Myndlistaskólinn í Reykjavík hefur verið með starfsemi í húsinu í tæpan aldarfjórðung. En hann hefur núna sett allan sinn húsakost á annarri og þriðju hæð á sölu og er að leita sér að nýjum stað til frambúðar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: „Þetta er eitt af því sem er auglýst til sölu á netinu. Það er húsnæði skólans hérna. Þetta er bara eiginlega orðið of lítið fyrir okkur og við þurfum bara að reyna að finna okkur annað hentugra húsnæði,“ segir Áslaug Thorlacius, skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík. Áslaug hefur fengið margar fyrirspurnir um hvort breyta megi húsinu í íbúðarhúsnæði.vísir/ívar Allt á hausinn Hæðir hússins eru fimm. Myndlistaskólinn á annarri og þriðju hæð en hinar standa tómar. Verslun Nóatúns var lengi starfrækt á jarðhæðinni en síðan hafa þar nokkrir veitingastaðir og barir reynt að festa rætur án mikils árangurs. Bæði hótel og farfuglaheimili hafa þá reynt fyrir sér að efstu hæðunum en bæði farið á hausinn. Nei, það hefur ekki gengið sérlega vel að halda úti rekstri í JL-húsinu. „Við erum svona fasti punkturinn. Við höfum verið hérna síðan 1998. En svona síðustu sex, sjö árin það hefur verið frekar erfitt fyrir marga hérna,“ segir Áslaug. Og einmitt þess vegna eru nú uppi hugmyndir um að breyta þessu sögufræga húsi í íbúðarhús. Svalir á allan norðausturhlutann Áslaug segist hafa fengið margar fyrirspurnir um hvort hægt sé að nýta rýmið undir íbúðir og sendi þvífyrirspurn á skipulagsfulltrúa borgarinnar um málið. Hann tók vel í það. „Ég held það væri bara frábært. Ég hugsa að þetta gætu bara orðið mjög góðar og fallegar íbúðir,“ segir Áslaug. Útsýnið er enda prýðilegt úr húsinu, sem Áslaug telur að verði innan nokkurra ára komið með svalir utan á alla norðausturhliðina. „Ég held að það skipti náttúrulega höfuðmáli ef þú ætlar að breyta þessu í íbúð þá sé það - að það megi setja svalir,“ segir Áslaug. Þetta er í lagi samkvæmt borginni og hver veit því nema hægt verði að kaupa sér nýuppgerða íbúð á annarri eða þriðju hæð JL-hússins á næstunni. Bankinn á hinar hæðirnar Fjárfestingafélagið JL Holding átti alla fyrstu hæðina og þá fjórðu og fimmtu en í nýlegu uppgjöri félagsins við Íslandsbanka féll húsnæðið í hendur bankans. Afsalið er enn ekki komið í hendur bankans en hann bíður eftir því og segist í samtali við fréttastofu enn ekki búinn að taka ákvörðun um hvað gera eigi við húsið. Bankinn útilokar þó alls ekki að þar verði byggðar íbúðir. Reykjavík Húsnæðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óska eftir að opna hostel í JL-húsinu Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa sent inn umsókn um að opna gististað á tveimur efstu hæðum JL-hússins við Hringbraut. 24. október 2014 08:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þetta risastóra og sögufræga húsnæði í Vesturbænum hefur að mestu leyti staðið autt síðustu mánuði. Þar hefur verið alls konar starfsemi síðustu ár sem hefur eiginlega öll farið á hausinn. Ein stofnun hefur þó staðið keik; Myndlistaskólinn í Reykjavík hefur verið með starfsemi í húsinu í tæpan aldarfjórðung. En hann hefur núna sett allan sinn húsakost á annarri og þriðju hæð á sölu og er að leita sér að nýjum stað til frambúðar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: „Þetta er eitt af því sem er auglýst til sölu á netinu. Það er húsnæði skólans hérna. Þetta er bara eiginlega orðið of lítið fyrir okkur og við þurfum bara að reyna að finna okkur annað hentugra húsnæði,“ segir Áslaug Thorlacius, skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík. Áslaug hefur fengið margar fyrirspurnir um hvort breyta megi húsinu í íbúðarhúsnæði.vísir/ívar Allt á hausinn Hæðir hússins eru fimm. Myndlistaskólinn á annarri og þriðju hæð en hinar standa tómar. Verslun Nóatúns var lengi starfrækt á jarðhæðinni en síðan hafa þar nokkrir veitingastaðir og barir reynt að festa rætur án mikils árangurs. Bæði hótel og farfuglaheimili hafa þá reynt fyrir sér að efstu hæðunum en bæði farið á hausinn. Nei, það hefur ekki gengið sérlega vel að halda úti rekstri í JL-húsinu. „Við erum svona fasti punkturinn. Við höfum verið hérna síðan 1998. En svona síðustu sex, sjö árin það hefur verið frekar erfitt fyrir marga hérna,“ segir Áslaug. Og einmitt þess vegna eru nú uppi hugmyndir um að breyta þessu sögufræga húsi í íbúðarhús. Svalir á allan norðausturhlutann Áslaug segist hafa fengið margar fyrirspurnir um hvort hægt sé að nýta rýmið undir íbúðir og sendi þvífyrirspurn á skipulagsfulltrúa borgarinnar um málið. Hann tók vel í það. „Ég held það væri bara frábært. Ég hugsa að þetta gætu bara orðið mjög góðar og fallegar íbúðir,“ segir Áslaug. Útsýnið er enda prýðilegt úr húsinu, sem Áslaug telur að verði innan nokkurra ára komið með svalir utan á alla norðausturhliðina. „Ég held að það skipti náttúrulega höfuðmáli ef þú ætlar að breyta þessu í íbúð þá sé það - að það megi setja svalir,“ segir Áslaug. Þetta er í lagi samkvæmt borginni og hver veit því nema hægt verði að kaupa sér nýuppgerða íbúð á annarri eða þriðju hæð JL-hússins á næstunni. Bankinn á hinar hæðirnar Fjárfestingafélagið JL Holding átti alla fyrstu hæðina og þá fjórðu og fimmtu en í nýlegu uppgjöri félagsins við Íslandsbanka féll húsnæðið í hendur bankans. Afsalið er enn ekki komið í hendur bankans en hann bíður eftir því og segist í samtali við fréttastofu enn ekki búinn að taka ákvörðun um hvað gera eigi við húsið. Bankinn útilokar þó alls ekki að þar verði byggðar íbúðir.
Reykjavík Húsnæðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óska eftir að opna hostel í JL-húsinu Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa sent inn umsókn um að opna gististað á tveimur efstu hæðum JL-hússins við Hringbraut. 24. október 2014 08:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Óska eftir að opna hostel í JL-húsinu Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa sent inn umsókn um að opna gististað á tveimur efstu hæðum JL-hússins við Hringbraut. 24. október 2014 08:00