Hannes þarf að gefa FIBA svör um þjóðarhöll fyrir mánaðarmót Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. apríl 2022 23:16 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, þarf að gefa FIBA svar um þjóðarhöll á Íslandi innan tíu daga. Vísir/Vilhelm Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir að hann þurfi að gefa Alþjóðakörfuknattleikssambandinu FIBA svar um gang mála um þjóðarhöll hér á landi innan tíu daga. Hannes sagði frá þessu í viðtali við morgunútvarpið á Rás 2 í morgun, en þar minnir hann á það að hér á landi sé ekkert íþróttahús sem uppfyllir alþjóðlega staðla og ekki fáist undanþágur endalaust. Hannes vitnaði meðal annars í orð Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara Íslands í handbolta, þar sem Guðmundur fór ófögrum orðum um aðgerðarleysi stjórnvalda í þessum málmu seinustu ár og áratugi. „Þetta er skammarlegt, Gummi fór svo sem vel yfir þetta, hann notaði svona harðari orð en ég hef gert undan farið en maður tekur undir allt sem hann sagði,“ sagði Hannes í Morgunútvarpinu. Tími framkvæmda sé kominn Eins og svo margir aðrir er Hannes orðinn þreyttur á endalausum nefndarstörfum og skýrslum. Hann segir að nú sé tími framkvæmda og að eftir tíu daga verði hann að svara FIBA hvort þjóðarhöll sé í bígerð fyrir vorið eða ekki. Hann minnir einnig á að í lok nóvembar á síðasta ári hafi átt að fara fram landsleikur í körfubolta hér á landi, en sá hafi verið færður til Rússlands vegna aðstöðuleysis. Í kjölfarið hafi svo fengist enn ein undanþágan fyrir leik í febrúar, með þeim skilyrðum um að málin varðandi þjóðarhöll færu að skýrast. „Ég fékk það frá ráðherra áður en við skiluðum skýrslu í janúar til FIBA að við gætum sagt að það verði farið í þessa vinnu, í síðasta lagi verði búið að því í vor, þannig að þú getir verið nokkuð öruggur um það. Þannig að við svöruðum FIBA því að ef við fáum undanþágu í febrúar þá getum við verið með svör fyrir ykkur í lok apríl hver staðan er á vinnunni og þá hugsanlega fengið aftur undanþágu í júní,“ sagði Hannes. Hannes segir þó að ekki sé hægt að treysta á undanþágur endalaust og að hann myndi frekar kjósa að stjórnvöld myndu koma hreint fram og segja frá því að ekki verði farið í þessar framkvæmdir á næstunni frekar en að vera í feluleik. „En við fáum þetta ekkert endalaust og það er það sem skiptir svo miklu máli. Við erum að fara í mjög mikilvæga leiki. Þetta er bara orðið þannig að ríkisstjórnin þarf að fara að ákveða þetta. Það er miklu betra þá bara að koma og segja: Heyrðu veistu, við ætlum bara ekki að gera þetta. Það er bara hreinlegra. Við erum orðin pínu þreytt.“ Körfubolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Fleiri fréttir Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð Sjá meira
Hannes sagði frá þessu í viðtali við morgunútvarpið á Rás 2 í morgun, en þar minnir hann á það að hér á landi sé ekkert íþróttahús sem uppfyllir alþjóðlega staðla og ekki fáist undanþágur endalaust. Hannes vitnaði meðal annars í orð Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara Íslands í handbolta, þar sem Guðmundur fór ófögrum orðum um aðgerðarleysi stjórnvalda í þessum málmu seinustu ár og áratugi. „Þetta er skammarlegt, Gummi fór svo sem vel yfir þetta, hann notaði svona harðari orð en ég hef gert undan farið en maður tekur undir allt sem hann sagði,“ sagði Hannes í Morgunútvarpinu. Tími framkvæmda sé kominn Eins og svo margir aðrir er Hannes orðinn þreyttur á endalausum nefndarstörfum og skýrslum. Hann segir að nú sé tími framkvæmda og að eftir tíu daga verði hann að svara FIBA hvort þjóðarhöll sé í bígerð fyrir vorið eða ekki. Hann minnir einnig á að í lok nóvembar á síðasta ári hafi átt að fara fram landsleikur í körfubolta hér á landi, en sá hafi verið færður til Rússlands vegna aðstöðuleysis. Í kjölfarið hafi svo fengist enn ein undanþágan fyrir leik í febrúar, með þeim skilyrðum um að málin varðandi þjóðarhöll færu að skýrast. „Ég fékk það frá ráðherra áður en við skiluðum skýrslu í janúar til FIBA að við gætum sagt að það verði farið í þessa vinnu, í síðasta lagi verði búið að því í vor, þannig að þú getir verið nokkuð öruggur um það. Þannig að við svöruðum FIBA því að ef við fáum undanþágu í febrúar þá getum við verið með svör fyrir ykkur í lok apríl hver staðan er á vinnunni og þá hugsanlega fengið aftur undanþágu í júní,“ sagði Hannes. Hannes segir þó að ekki sé hægt að treysta á undanþágur endalaust og að hann myndi frekar kjósa að stjórnvöld myndu koma hreint fram og segja frá því að ekki verði farið í þessar framkvæmdir á næstunni frekar en að vera í feluleik. „En við fáum þetta ekkert endalaust og það er það sem skiptir svo miklu máli. Við erum að fara í mjög mikilvæga leiki. Þetta er bara orðið þannig að ríkisstjórnin þarf að fara að ákveða þetta. Það er miklu betra þá bara að koma og segja: Heyrðu veistu, við ætlum bara ekki að gera þetta. Það er bara hreinlegra. Við erum orðin pínu þreytt.“
Körfubolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Fleiri fréttir Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti