Dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu Landhelgisgæslunnar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2022 13:54 Jón Gunnarsson telur ekki athugavert að hafa fengið far með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Bíldudal yfir í Stykkishólm í gær. Hann kveðst hafa verið að heimækja embætti dómsmálaráðuneytis á Vestfjörðum og farið yfir á Snæfellsnes í sömu erindagjörðum. Stundin greinir frá því að Jón hafi staðfest skutlið en við miðilinn sagði dómsmálaráðherra: „Já, ég notaði tækifærið og tók þátt í æfingu sem þeir voru að fara í og þeir skutluðu okkur í leiðinni hér yfir í Breiðafjörð.“ Hann taldi ekkert óeðlilegt við skutlið og Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar tók í sama streng í samtali við Stundina. Ásgeir segir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða fyrir fram skipulagt löggæslu- og eftirlitsflug þar sem ráðherrann kynnti sér starfsemi þyrlusveitar. Þá hafi Jón tekið þátt í hífingaræfingu við Höskuldey þar sem honum var slakað niður og hífður aftur upp í þyrluna. „Það er bæði jákvætt og mikilvægt að ráðherra málaflokksins kynnist störfum Landhelgisgæslunnar með eigin augum,“ segir hann. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu gæslunnar fyrir um tveimur árum síðan og málið vakti mikla athygli. Hún baðst síðar afsökunar á þessum ferðum sínum og útskýrði að Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar hafi lagt þetta til. Ríkisendurskoðun gerði alvarlegar athugasemdir við tilhögunina fyrr á þessu ári en í úttekt stofnunarinnar sagði meðal annars: „Ferðir ráðherra eða annarra einstaklinga með flugvélum, þyrlum eða skipum sem Landhelgisgæslan hefur til umráða, í einkaerindum, eru alvarlega athugunarverðar.“ Ríkisendurskoðun óskaði einnig eftir því að dómsmálaráðuneytið gerði grein fyrir því hvort endurskoðun á verklagi við ferðir ráðherra í boði Landhelgisgæslunnar en Áslaug Arna hafði í tengslum við málið gefið til kynna að vert væri að ráðast í slíkt. Ráðuneytið afhenti Ríkisendurskoðun drög að reglum sem unnið sem eiga að koma í veg fyrir að vafi leiki á réttmætri nýtingu loft- og sjófara stofnunarinnar við æfingar og önnur verkefni sem ekki eru sérstaklega talin upp í lögum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landhelgisgæslan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Áslaug segir mistök að hafa þegið boð Gæslunnar Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um þyrluflug frá Suðurlandi til Reykjavíkur og til baka. 25. ágúst 2020 11:46 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Stundin greinir frá því að Jón hafi staðfest skutlið en við miðilinn sagði dómsmálaráðherra: „Já, ég notaði tækifærið og tók þátt í æfingu sem þeir voru að fara í og þeir skutluðu okkur í leiðinni hér yfir í Breiðafjörð.“ Hann taldi ekkert óeðlilegt við skutlið og Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar tók í sama streng í samtali við Stundina. Ásgeir segir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða fyrir fram skipulagt löggæslu- og eftirlitsflug þar sem ráðherrann kynnti sér starfsemi þyrlusveitar. Þá hafi Jón tekið þátt í hífingaræfingu við Höskuldey þar sem honum var slakað niður og hífður aftur upp í þyrluna. „Það er bæði jákvætt og mikilvægt að ráðherra málaflokksins kynnist störfum Landhelgisgæslunnar með eigin augum,“ segir hann. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu gæslunnar fyrir um tveimur árum síðan og málið vakti mikla athygli. Hún baðst síðar afsökunar á þessum ferðum sínum og útskýrði að Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar hafi lagt þetta til. Ríkisendurskoðun gerði alvarlegar athugasemdir við tilhögunina fyrr á þessu ári en í úttekt stofnunarinnar sagði meðal annars: „Ferðir ráðherra eða annarra einstaklinga með flugvélum, þyrlum eða skipum sem Landhelgisgæslan hefur til umráða, í einkaerindum, eru alvarlega athugunarverðar.“ Ríkisendurskoðun óskaði einnig eftir því að dómsmálaráðuneytið gerði grein fyrir því hvort endurskoðun á verklagi við ferðir ráðherra í boði Landhelgisgæslunnar en Áslaug Arna hafði í tengslum við málið gefið til kynna að vert væri að ráðast í slíkt. Ráðuneytið afhenti Ríkisendurskoðun drög að reglum sem unnið sem eiga að koma í veg fyrir að vafi leiki á réttmætri nýtingu loft- og sjófara stofnunarinnar við æfingar og önnur verkefni sem ekki eru sérstaklega talin upp í lögum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landhelgisgæslan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Áslaug segir mistök að hafa þegið boð Gæslunnar Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um þyrluflug frá Suðurlandi til Reykjavíkur og til baka. 25. ágúst 2020 11:46 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Áslaug segir mistök að hafa þegið boð Gæslunnar Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um þyrluflug frá Suðurlandi til Reykjavíkur og til baka. 25. ágúst 2020 11:46