Bankasýsla ríkisins, ekki meir Erna Bjarnadóttir skrifar 20. apríl 2022 07:30 Bein útsending heitir það, þegar send er út óklippt útgáfa af atburðum á vettvangi. Við þekkjum slíkar útsendingar t.d. frá eldstöðvum á Reykjanesskaga eða jafnvel afhendingu handritanna fyrir 51 ári. Ég man vel eftir þeirri útsendingu. Hún var hins vegar ekkert sérstaklega spennandi, allir þekktu endinn fyrirfram. En bein útsending frá yfirklóri á bankasölu síðasta sólarhringinn hefur verið heldur meira spennandi. Þar eru fleiri en einn möguleiki í boði þegar kemur að niðurstöðu. Útsparkið kom frá ríkisstjórninni að morgni 19. apríl í formi fréttatilkynningar. Bankasýslunni skyldi fórnað. Ekki stóð á viðbrögðum þaðan, ekki dugði ein fréttatilkynning, (sem hlaða þurfti sérstaklega niður af vefsíðu hennar) heldur þurfti tvær. Bankasýslan segist munu skoða lagalega stöðu sína áður en hún greiðir söluþóknanir. Jahá, þar fór nú skíturinn í viftuna sagði fjósamaðurinn. Ætli þeir sem tóku verkefnið að sér kyngi því bara si sona, menn hafa nú sent mál í gegnum dómskerfið af minni tilefni. Eða kannske voru bara engin lög brotin, eða hvað? Er nema von að venjulegt fólk upplifi sig statt í einhverju moldviðri eins og maðurinn sagði. Af hverju ætti þá Bankasýslan að hóta því að borga ekki umsamdar söluþóknanir. Ég bara spyr því ég veit ekki svarið. Á hvaða ríkisstjórnafundi var ákvörðun um framtíð Bankasýslunnar tekin? Í fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar segir m.a.. „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er“ Ég hef lesið lögin um sölu ríkisins á eignarhluta í fjármálafyrirtækjum þannig að þau geri í reynd a.m.k. flest allar þessar kröfur. Fréttatilkynninguna hlýtur því að mega skilja svo að þetta hafi ekki verið tryggt í ferlinu. En fréttatilkynning i nafni ríkisstjórnarinnar vekur aðra áleitna spurningu. Enginn ríkisstjórnarfundur hefur verið haldinn síðan 8. apríl. Var þetta ákveðið þá? Ef ekki, hvers konar form var þá á þessari ákvörðun? Var þetta fjarfundur? Komu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar að þessari ákvörðun? Hvaða bókun í fundargerð stendur þarna að baki? Nú er þessu máli mögulega ekki saman að jafna við margt sem áður hefur borið áður við í sögu okkar en ber ekki að kalla ríkisstjórnina saman til að ræða og bóka afgreiðslu eins og þessa? Öðru vísi geta ráðherrar alla vega ekki bókað andstöðu við málið (þið munið það þarf að bóka allt í fundargerðum). Nei hér hér er engin venjuleg smjörklípa í gangi heldur minnir þetta meira á smjörfjöll enda eigum við ekki slík hér á vestari hluta landsins. Það eina sem er þó öruggt er að símareikningurinn fyrir öllu þessu ráðabruggi verður sendur á skattgreiðendur. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Sjá meira
Bein útsending heitir það, þegar send er út óklippt útgáfa af atburðum á vettvangi. Við þekkjum slíkar útsendingar t.d. frá eldstöðvum á Reykjanesskaga eða jafnvel afhendingu handritanna fyrir 51 ári. Ég man vel eftir þeirri útsendingu. Hún var hins vegar ekkert sérstaklega spennandi, allir þekktu endinn fyrirfram. En bein útsending frá yfirklóri á bankasölu síðasta sólarhringinn hefur verið heldur meira spennandi. Þar eru fleiri en einn möguleiki í boði þegar kemur að niðurstöðu. Útsparkið kom frá ríkisstjórninni að morgni 19. apríl í formi fréttatilkynningar. Bankasýslunni skyldi fórnað. Ekki stóð á viðbrögðum þaðan, ekki dugði ein fréttatilkynning, (sem hlaða þurfti sérstaklega niður af vefsíðu hennar) heldur þurfti tvær. Bankasýslan segist munu skoða lagalega stöðu sína áður en hún greiðir söluþóknanir. Jahá, þar fór nú skíturinn í viftuna sagði fjósamaðurinn. Ætli þeir sem tóku verkefnið að sér kyngi því bara si sona, menn hafa nú sent mál í gegnum dómskerfið af minni tilefni. Eða kannske voru bara engin lög brotin, eða hvað? Er nema von að venjulegt fólk upplifi sig statt í einhverju moldviðri eins og maðurinn sagði. Af hverju ætti þá Bankasýslan að hóta því að borga ekki umsamdar söluþóknanir. Ég bara spyr því ég veit ekki svarið. Á hvaða ríkisstjórnafundi var ákvörðun um framtíð Bankasýslunnar tekin? Í fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar segir m.a.. „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er“ Ég hef lesið lögin um sölu ríkisins á eignarhluta í fjármálafyrirtækjum þannig að þau geri í reynd a.m.k. flest allar þessar kröfur. Fréttatilkynninguna hlýtur því að mega skilja svo að þetta hafi ekki verið tryggt í ferlinu. En fréttatilkynning i nafni ríkisstjórnarinnar vekur aðra áleitna spurningu. Enginn ríkisstjórnarfundur hefur verið haldinn síðan 8. apríl. Var þetta ákveðið þá? Ef ekki, hvers konar form var þá á þessari ákvörðun? Var þetta fjarfundur? Komu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar að þessari ákvörðun? Hvaða bókun í fundargerð stendur þarna að baki? Nú er þessu máli mögulega ekki saman að jafna við margt sem áður hefur borið áður við í sögu okkar en ber ekki að kalla ríkisstjórnina saman til að ræða og bóka afgreiðslu eins og þessa? Öðru vísi geta ráðherrar alla vega ekki bókað andstöðu við málið (þið munið það þarf að bóka allt í fundargerðum). Nei hér hér er engin venjuleg smjörklípa í gangi heldur minnir þetta meira á smjörfjöll enda eigum við ekki slík hér á vestari hluta landsins. Það eina sem er þó öruggt er að símareikningurinn fyrir öllu þessu ráðabruggi verður sendur á skattgreiðendur. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun