Jonathan Glenn: Klárlega spennandi áskorun fyrir mig persónulega Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. apríl 2022 13:00 Jonathan Glenn stýrir ÍBV í Bestu-deild kvenna í sumar. Stöð 2 Jonathan Glenn stýrir ÍBV í Bestu-deild kvenna á komandi tímabili, en þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Jonathan Glenn kom til landsins árið 2014 og lék þá með ÍBV þar sem hann skoraði 12 mörk í Pepsi-deildinni sem þá hét. Síðan þá hefur hann einnig leikið með Breiðablik og Fylki, en hann snéri svo aftur til Vestmannaeyja og kláraði ferilinn með ÍBV. Glenn lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2020 en stýrir nú liði ÍBV í Bestu-deild kvenna. „Ég held að þetta sé góð áskorun og ég held að við séum nokkuð tilbúin í hana,“ sagði Glenn í samtali við Stöð 2. „Við erum búin að eiga fínt undirbúningstímabil og þetta er klárlega spennandi áskorun fyrir mig persónulega.“ Glenn segir að merkmið liðsins í sumar sé aðallega að byggja ofan á starfið sem unnið var seinasta sumar. „Okkar aðalmarkmið verður að byggja ofan á seinasta sumar. Það er nokkuð um ný andlit í liðinu og einnig í kringum liðið. Þannig að ég held að á undirbúningstímabilinu hafi aðalmarkmiðið bara verið að finna leikstíl sem hentar þessum leikmannahópi.“ „Þannig að ef við horfum á tímabilið sem framundar er þá þurfum við bara að byggja ofan á seinasta tímabil og halda áfram að bæta okkur.“ ÍBV hefur sótt sér nýja leikmenn fyrir komandi tímabil, en þar ber hæst að nefna Kristínu Ernu Sigurlásdóttur sem snéri aftur heim til Eyja og kemur með mikla reynslu inn í liðið. „Að hafa svona leikmann sem er héðan frá eyjunni og ólst upp hér og hefur spilað fullt af leikjum með aðalliðinu muni bara bæta liðið og hjálpa yngri leikönnunum. “ Þá er Glenn giftur Eyjakonunni Þórhildi Ólafsdóttur sem hefur leikið 96 leiki í eftu deild og bikarkeppni hér á landi. Þórhildur hefur þó ekki spilað síðan 2018, en eiginmanninum tókst að koma henni á völlinn á nýjan leik. „Hún hefur komið skemmtilega á óvart. Hún var að hjálpa okur í vetur en núna hefur hún verið að leggja hart að sér og staðið sig vel á undirbúningstímabilinu. Það er engin pressa á henni en við erum hæfilega bjartsýn og sjáum til hvernig gengur,“ sagði Glenn léttur að lokum. Viðtalið vi Jonathan Glenn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jonathan Glenn innslag Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira
Jonathan Glenn kom til landsins árið 2014 og lék þá með ÍBV þar sem hann skoraði 12 mörk í Pepsi-deildinni sem þá hét. Síðan þá hefur hann einnig leikið með Breiðablik og Fylki, en hann snéri svo aftur til Vestmannaeyja og kláraði ferilinn með ÍBV. Glenn lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2020 en stýrir nú liði ÍBV í Bestu-deild kvenna. „Ég held að þetta sé góð áskorun og ég held að við séum nokkuð tilbúin í hana,“ sagði Glenn í samtali við Stöð 2. „Við erum búin að eiga fínt undirbúningstímabil og þetta er klárlega spennandi áskorun fyrir mig persónulega.“ Glenn segir að merkmið liðsins í sumar sé aðallega að byggja ofan á starfið sem unnið var seinasta sumar. „Okkar aðalmarkmið verður að byggja ofan á seinasta sumar. Það er nokkuð um ný andlit í liðinu og einnig í kringum liðið. Þannig að ég held að á undirbúningstímabilinu hafi aðalmarkmiðið bara verið að finna leikstíl sem hentar þessum leikmannahópi.“ „Þannig að ef við horfum á tímabilið sem framundar er þá þurfum við bara að byggja ofan á seinasta tímabil og halda áfram að bæta okkur.“ ÍBV hefur sótt sér nýja leikmenn fyrir komandi tímabil, en þar ber hæst að nefna Kristínu Ernu Sigurlásdóttur sem snéri aftur heim til Eyja og kemur með mikla reynslu inn í liðið. „Að hafa svona leikmann sem er héðan frá eyjunni og ólst upp hér og hefur spilað fullt af leikjum með aðalliðinu muni bara bæta liðið og hjálpa yngri leikönnunum. “ Þá er Glenn giftur Eyjakonunni Þórhildi Ólafsdóttur sem hefur leikið 96 leiki í eftu deild og bikarkeppni hér á landi. Þórhildur hefur þó ekki spilað síðan 2018, en eiginmanninum tókst að koma henni á völlinn á nýjan leik. „Hún hefur komið skemmtilega á óvart. Hún var að hjálpa okur í vetur en núna hefur hún verið að leggja hart að sér og staðið sig vel á undirbúningstímabilinu. Það er engin pressa á henni en við erum hæfilega bjartsýn og sjáum til hvernig gengur,“ sagði Glenn léttur að lokum. Viðtalið vi Jonathan Glenn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jonathan Glenn innslag
Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira