Jonathan Glenn: Klárlega spennandi áskorun fyrir mig persónulega Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. apríl 2022 13:00 Jonathan Glenn stýrir ÍBV í Bestu-deild kvenna í sumar. Stöð 2 Jonathan Glenn stýrir ÍBV í Bestu-deild kvenna á komandi tímabili, en þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Jonathan Glenn kom til landsins árið 2014 og lék þá með ÍBV þar sem hann skoraði 12 mörk í Pepsi-deildinni sem þá hét. Síðan þá hefur hann einnig leikið með Breiðablik og Fylki, en hann snéri svo aftur til Vestmannaeyja og kláraði ferilinn með ÍBV. Glenn lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2020 en stýrir nú liði ÍBV í Bestu-deild kvenna. „Ég held að þetta sé góð áskorun og ég held að við séum nokkuð tilbúin í hana,“ sagði Glenn í samtali við Stöð 2. „Við erum búin að eiga fínt undirbúningstímabil og þetta er klárlega spennandi áskorun fyrir mig persónulega.“ Glenn segir að merkmið liðsins í sumar sé aðallega að byggja ofan á starfið sem unnið var seinasta sumar. „Okkar aðalmarkmið verður að byggja ofan á seinasta sumar. Það er nokkuð um ný andlit í liðinu og einnig í kringum liðið. Þannig að ég held að á undirbúningstímabilinu hafi aðalmarkmiðið bara verið að finna leikstíl sem hentar þessum leikmannahópi.“ „Þannig að ef við horfum á tímabilið sem framundar er þá þurfum við bara að byggja ofan á seinasta tímabil og halda áfram að bæta okkur.“ ÍBV hefur sótt sér nýja leikmenn fyrir komandi tímabil, en þar ber hæst að nefna Kristínu Ernu Sigurlásdóttur sem snéri aftur heim til Eyja og kemur með mikla reynslu inn í liðið. „Að hafa svona leikmann sem er héðan frá eyjunni og ólst upp hér og hefur spilað fullt af leikjum með aðalliðinu muni bara bæta liðið og hjálpa yngri leikönnunum. “ Þá er Glenn giftur Eyjakonunni Þórhildi Ólafsdóttur sem hefur leikið 96 leiki í eftu deild og bikarkeppni hér á landi. Þórhildur hefur þó ekki spilað síðan 2018, en eiginmanninum tókst að koma henni á völlinn á nýjan leik. „Hún hefur komið skemmtilega á óvart. Hún var að hjálpa okur í vetur en núna hefur hún verið að leggja hart að sér og staðið sig vel á undirbúningstímabilinu. Það er engin pressa á henni en við erum hæfilega bjartsýn og sjáum til hvernig gengur,“ sagði Glenn léttur að lokum. Viðtalið vi Jonathan Glenn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jonathan Glenn innslag Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Jonathan Glenn kom til landsins árið 2014 og lék þá með ÍBV þar sem hann skoraði 12 mörk í Pepsi-deildinni sem þá hét. Síðan þá hefur hann einnig leikið með Breiðablik og Fylki, en hann snéri svo aftur til Vestmannaeyja og kláraði ferilinn með ÍBV. Glenn lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2020 en stýrir nú liði ÍBV í Bestu-deild kvenna. „Ég held að þetta sé góð áskorun og ég held að við séum nokkuð tilbúin í hana,“ sagði Glenn í samtali við Stöð 2. „Við erum búin að eiga fínt undirbúningstímabil og þetta er klárlega spennandi áskorun fyrir mig persónulega.“ Glenn segir að merkmið liðsins í sumar sé aðallega að byggja ofan á starfið sem unnið var seinasta sumar. „Okkar aðalmarkmið verður að byggja ofan á seinasta sumar. Það er nokkuð um ný andlit í liðinu og einnig í kringum liðið. Þannig að ég held að á undirbúningstímabilinu hafi aðalmarkmiðið bara verið að finna leikstíl sem hentar þessum leikmannahópi.“ „Þannig að ef við horfum á tímabilið sem framundar er þá þurfum við bara að byggja ofan á seinasta tímabil og halda áfram að bæta okkur.“ ÍBV hefur sótt sér nýja leikmenn fyrir komandi tímabil, en þar ber hæst að nefna Kristínu Ernu Sigurlásdóttur sem snéri aftur heim til Eyja og kemur með mikla reynslu inn í liðið. „Að hafa svona leikmann sem er héðan frá eyjunni og ólst upp hér og hefur spilað fullt af leikjum með aðalliðinu muni bara bæta liðið og hjálpa yngri leikönnunum. “ Þá er Glenn giftur Eyjakonunni Þórhildi Ólafsdóttur sem hefur leikið 96 leiki í eftu deild og bikarkeppni hér á landi. Þórhildur hefur þó ekki spilað síðan 2018, en eiginmanninum tókst að koma henni á völlinn á nýjan leik. „Hún hefur komið skemmtilega á óvart. Hún var að hjálpa okur í vetur en núna hefur hún verið að leggja hart að sér og staðið sig vel á undirbúningstímabilinu. Það er engin pressa á henni en við erum hæfilega bjartsýn og sjáum til hvernig gengur,“ sagði Glenn léttur að lokum. Viðtalið vi Jonathan Glenn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jonathan Glenn innslag
Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira