Er fatlað fólk velkomið í Garðabæ? Ósk Sigurðardóttir skrifar 16. apríl 2022 08:00 Um 15% mannkyns telst til fatlaðs fólks. Til fatlaðs fólks teljast m.a þeir sem eru með langvarandi andlega, líkamlega eða vitsmunalega skerðingu og sem verða fyrir ýmiss konar umhverfishindrunum sem geta komið í veg fyrir fulla og árangursríka samfélagsþátttöku. Fötlun fer ekki í manngreinarálit, hvert og eitt okkar getur þurft á viðeigandi þjónustu að halda: Við sjálf, börnin okkar, foreldrar og vinir. Í Garðabæ búa um 18.000 manns, bærinn býður upp á frábært skóla- og frístundastarf og margt er til fyrirmyndar. Meðaltekjur íbúa eru háar og útsvar tiltölulega lágt. Lífið er gott. Víða er þó pottur brotinn. Í Garðabæ eru einungis 28 almennar félagslegar leiguíbúðir, sex íbúðir í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir og þrjú heimili fyrir fullorðið fatlað fólk. Einungis 10 manns fá Notendastýrða þjónustu (NPA eða notendasamninga). Þessar tölur eru í engu samræmi við nágrannasveitarfélög okkar né í samræmi við hlutfallslegan fjölda fatlaðs fólks í Garðabæ. Biðlistar eftir aðgengilegu húsnæði lengjast sífellt og aðgengi að upplýsingum og þjónustu fyrir fatlað fólk og fjölskyldur fatlaðra barna eru ekki fullnægjandi. Fordómar á borð við þá afmennskandi umræðu sem oft á sér stað um kostnað í tengslum við málaflokkinn eru alltof algengir. Frásagnir fatlaðs fólks og foreldra fatlaðra barna á fundi um málefni fatlaðs fólks í Garðabæ 4. apríl síðastliðinn, staðfestu þessar miklu hindranir og takmörkuðu þjónustu bæjarins.Við Garðbæingar hljótum að vera sammála um að hér þurfi að taka til hendinni. Við verðum að stórbæta þjónustuna og standa vörð um hagsmuni fólks í samráði við notendur og hagsmunasamtök fatlaðra. Samkvæmt könnun Öryrkjabandalags Íslands eru 94,6% landsmanna á þeirri skoðun að fatlað fólk eigi fá sömu þjónustuna óháð sveitarfélagi og 68,7% telja að sveitarfélög leggi of litla áherslu á fatlað fólk. Ég trúi því að við Garðbæingar séum sömu skoðunar. Ég trúi því að Garðbæingar vilji jafna lífsskilyrði allra íbúa sinna og að við berum virðingu fyrir fötluðu fólki og fjölskyldum þeirra. Garðabæjarlistinn vill að sveitarfélagið standi vörð um grundvallarréttindi fatlaðs fólks, þ.e. réttinn til sjálfstæðs lífs án aðgreiningar og þátttöku í samfélaginu með réttu þjónustustigi. Fatlaðir Garðbæingar eiga að hafa val um búsetuform og staðsetningu innan bæjarins og vinna þarf að afstofnanavæðingu. Efla þarf fræðslu um fötlunarmál og vinna verður markvisst gegn fötlunarfordómum. Garðabær á að ganga á undan með góðu fordæmi og bjóða upp á hlutastörf fyrir fatlað fólk með sveigjanlegan vinnutíma og stuðla að aukinni þátttöku og virkni fatlaðra barna með fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi. Með lítilli fyrirhöfn getum við gert Garðabæ að aðgengilegasta sveitarfélagi á Íslandi og orðið fyrirmynd fyrir öll önnur á landinu. Allar opinberar byggingar, almenningssamgöngur, stígar, útivistarsvæði og almenningsgarðar ættu auðvitað að vera aðgengilegir öllum og við þannig fengið tækifæri til þess að njóta fallega bæjarins okkar saman. Garðabæjarlistinn mun halda opinn fund um málefni fatlaðs fólks í Garðabæ þriðjudaginn 19. apríl kl. 19:30 í Sveinatungu. Öll hjartanlega velkomin! Höfundur er framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra og í 5. sæti á lista X-G, Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Um 15% mannkyns telst til fatlaðs fólks. Til fatlaðs fólks teljast m.a þeir sem eru með langvarandi andlega, líkamlega eða vitsmunalega skerðingu og sem verða fyrir ýmiss konar umhverfishindrunum sem geta komið í veg fyrir fulla og árangursríka samfélagsþátttöku. Fötlun fer ekki í manngreinarálit, hvert og eitt okkar getur þurft á viðeigandi þjónustu að halda: Við sjálf, börnin okkar, foreldrar og vinir. Í Garðabæ búa um 18.000 manns, bærinn býður upp á frábært skóla- og frístundastarf og margt er til fyrirmyndar. Meðaltekjur íbúa eru háar og útsvar tiltölulega lágt. Lífið er gott. Víða er þó pottur brotinn. Í Garðabæ eru einungis 28 almennar félagslegar leiguíbúðir, sex íbúðir í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir og þrjú heimili fyrir fullorðið fatlað fólk. Einungis 10 manns fá Notendastýrða þjónustu (NPA eða notendasamninga). Þessar tölur eru í engu samræmi við nágrannasveitarfélög okkar né í samræmi við hlutfallslegan fjölda fatlaðs fólks í Garðabæ. Biðlistar eftir aðgengilegu húsnæði lengjast sífellt og aðgengi að upplýsingum og þjónustu fyrir fatlað fólk og fjölskyldur fatlaðra barna eru ekki fullnægjandi. Fordómar á borð við þá afmennskandi umræðu sem oft á sér stað um kostnað í tengslum við málaflokkinn eru alltof algengir. Frásagnir fatlaðs fólks og foreldra fatlaðra barna á fundi um málefni fatlaðs fólks í Garðabæ 4. apríl síðastliðinn, staðfestu þessar miklu hindranir og takmörkuðu þjónustu bæjarins.Við Garðbæingar hljótum að vera sammála um að hér þurfi að taka til hendinni. Við verðum að stórbæta þjónustuna og standa vörð um hagsmuni fólks í samráði við notendur og hagsmunasamtök fatlaðra. Samkvæmt könnun Öryrkjabandalags Íslands eru 94,6% landsmanna á þeirri skoðun að fatlað fólk eigi fá sömu þjónustuna óháð sveitarfélagi og 68,7% telja að sveitarfélög leggi of litla áherslu á fatlað fólk. Ég trúi því að við Garðbæingar séum sömu skoðunar. Ég trúi því að Garðbæingar vilji jafna lífsskilyrði allra íbúa sinna og að við berum virðingu fyrir fötluðu fólki og fjölskyldum þeirra. Garðabæjarlistinn vill að sveitarfélagið standi vörð um grundvallarréttindi fatlaðs fólks, þ.e. réttinn til sjálfstæðs lífs án aðgreiningar og þátttöku í samfélaginu með réttu þjónustustigi. Fatlaðir Garðbæingar eiga að hafa val um búsetuform og staðsetningu innan bæjarins og vinna þarf að afstofnanavæðingu. Efla þarf fræðslu um fötlunarmál og vinna verður markvisst gegn fötlunarfordómum. Garðabær á að ganga á undan með góðu fordæmi og bjóða upp á hlutastörf fyrir fatlað fólk með sveigjanlegan vinnutíma og stuðla að aukinni þátttöku og virkni fatlaðra barna með fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi. Með lítilli fyrirhöfn getum við gert Garðabæ að aðgengilegasta sveitarfélagi á Íslandi og orðið fyrirmynd fyrir öll önnur á landinu. Allar opinberar byggingar, almenningssamgöngur, stígar, útivistarsvæði og almenningsgarðar ættu auðvitað að vera aðgengilegir öllum og við þannig fengið tækifæri til þess að njóta fallega bæjarins okkar saman. Garðabæjarlistinn mun halda opinn fund um málefni fatlaðs fólks í Garðabæ þriðjudaginn 19. apríl kl. 19:30 í Sveinatungu. Öll hjartanlega velkomin! Höfundur er framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra og í 5. sæti á lista X-G, Garðabæjarlistans.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun