Bæta upp fyrir lokaða Vínbúð með heimsendingu áfengis Snorri Másson skrifar 14. apríl 2022 14:20 Lokað er í Vínbúðum yfir páskana nema á laugardag - en ekki í erlend-íslenskum vefverslunum, sem bjóða upp á heimsendingu áfengis á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Þeir sem sýndu ekki nauðsynlega fyrirhyggju í aðdraganda páska og keyptu vín geta reitt sig á þjónustu danskrar vefverslunar með áfengi , sem þó er alfarið með starfsemi á Íslandi. Á vef Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins segir: „Vínbúðirnar verða lokaðar á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum skv. venju.“ Þetta þýðir að ekki er hægt að kaupa vín eftir hefðbundnum leiðum á næstu dögum, nema á laugardag. Á frídögunum er það hægt eftir óhefðbundnum leiðum. Danska vefverslunin Desma hefur ákveðið að vera með opið alla páskana og heimsendingartími á höfuðborgarsvæðinu eru nítíu mínútur. Bjór, vín, gin, vodka, allt sem hugurinn girnist. Ísak Óli Helgason er eigandi fyrirtækisins. „Vínbúðin má náttúrulega bara gera það sem hún vill, af því að það er enginn annar sem fólk myndi fara til í staðinn, eins og þetta er venjulega. Það náttúrulega er ekki alveg ásættanlegt að það yrði ekki möguleiki,“ segir Ísak Óli í samtali við fréttastofu. En má þetta bara, gæti einhver spurt. Já, það má panta vín af erlendum vefverslunum og þar gildir einu hvort þær séu með lager á Íslandi. „Ég ber þetta oft saman við það ef þú ferð inn á Amazon.com og pantar þér rauðvín og lætur senda það til Íslands, þá er þetta ekki ósvipað,“ segir Ísak Óli. Það eru þó ekki allir á eitt sáttir um þetta sem verður að kalla ákveðna glufu í lögunum og ÁTVR hefur raunar staðið í dómsmálum gegn fyrirtækjum í sambærilegri starfsemi. Þar hafa dómar þó fallið fyrirtækjunum í vil; og ÁTVR hefur hætt við að áfrýja þeim. Á meðan eru þessir dönsku kaupmenn með vefverslanir í blússandi viðskiptum óáreittir af íslenskum yfirvöldum, viðskiptavinum til heilla, segir Ísak. Uppfært: Nýja Vínbúðin er einnig með sambærilega þjónustu í boði og með opið alla páskana, samanber myndina hér efst. Áfengi og tóbak Páskar Verslun Neytendur Tengdar fréttir ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49 „Sigríður, þetta er dálítið ljótt“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að stríðinu gegn fíkniefnum hafi verið tapað um allan heim - og að fara þurfi nýjar leiðir - en að fyrirliggjandi hugmyndir um afglæpavæðingu neysluskammta séu ekki leiðin út úr núverandi vanda. 29. mars 2022 09:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Á vef Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins segir: „Vínbúðirnar verða lokaðar á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum skv. venju.“ Þetta þýðir að ekki er hægt að kaupa vín eftir hefðbundnum leiðum á næstu dögum, nema á laugardag. Á frídögunum er það hægt eftir óhefðbundnum leiðum. Danska vefverslunin Desma hefur ákveðið að vera með opið alla páskana og heimsendingartími á höfuðborgarsvæðinu eru nítíu mínútur. Bjór, vín, gin, vodka, allt sem hugurinn girnist. Ísak Óli Helgason er eigandi fyrirtækisins. „Vínbúðin má náttúrulega bara gera það sem hún vill, af því að það er enginn annar sem fólk myndi fara til í staðinn, eins og þetta er venjulega. Það náttúrulega er ekki alveg ásættanlegt að það yrði ekki möguleiki,“ segir Ísak Óli í samtali við fréttastofu. En má þetta bara, gæti einhver spurt. Já, það má panta vín af erlendum vefverslunum og þar gildir einu hvort þær séu með lager á Íslandi. „Ég ber þetta oft saman við það ef þú ferð inn á Amazon.com og pantar þér rauðvín og lætur senda það til Íslands, þá er þetta ekki ósvipað,“ segir Ísak Óli. Það eru þó ekki allir á eitt sáttir um þetta sem verður að kalla ákveðna glufu í lögunum og ÁTVR hefur raunar staðið í dómsmálum gegn fyrirtækjum í sambærilegri starfsemi. Þar hafa dómar þó fallið fyrirtækjunum í vil; og ÁTVR hefur hætt við að áfrýja þeim. Á meðan eru þessir dönsku kaupmenn með vefverslanir í blússandi viðskiptum óáreittir af íslenskum yfirvöldum, viðskiptavinum til heilla, segir Ísak. Uppfært: Nýja Vínbúðin er einnig með sambærilega þjónustu í boði og með opið alla páskana, samanber myndina hér efst.
Áfengi og tóbak Páskar Verslun Neytendur Tengdar fréttir ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49 „Sigríður, þetta er dálítið ljótt“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að stríðinu gegn fíkniefnum hafi verið tapað um allan heim - og að fara þurfi nýjar leiðir - en að fyrirliggjandi hugmyndir um afglæpavæðingu neysluskammta séu ekki leiðin út úr núverandi vanda. 29. mars 2022 09:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49
„Sigríður, þetta er dálítið ljótt“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að stríðinu gegn fíkniefnum hafi verið tapað um allan heim - og að fara þurfi nýjar leiðir - en að fyrirliggjandi hugmyndir um afglæpavæðingu neysluskammta séu ekki leiðin út úr núverandi vanda. 29. mars 2022 09:00