Stones: þeir reyna stundum eitthvað svona | Þurftu aðstoð lögreglu í leikmannagöngum Atli Arason skrifar 13. apríl 2022 22:57 John Stones í baráttu við Joao Felix í leiknum í kvöld. Getty Images John Stones, leikmaður Manchester City, var umfram allt ánægður að City sé komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir erfitt kvöld í Madríd. „Við vitum að þetta er ekki auðveldur staður til að koma á, í svona andstyggilegum aðstæðum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila á þessum velli en eg var búinn að heyra fra nokkrum liðsfélögum mínum sem hafa komið hingað áður um hvernig það er að spila hérna. Heilt yfir var þetta mjög erfitt kvöld,“ sagði John Stones í viðtali hjá BT Sports eftir leik. Það sauð allt upp úr undir lok leiks eftir að Felipe sparkaði í Foden. Leikmenn beggja liða hópuðust saman og það virtist um stund allt stefna í hópslagsmál. „Phil var ógn í báðum leikjum. Hann hefur verið svo mikilvægur fyrir okkur og hann gerði vel í að koma boltanum upp völlinn og draga að sér andstæðinga. Hann fékk mörg spörk í leiknum og hann er að finna vel fyrir þeim núna inn í klefa,“ svaraði Stones og hló, aðspurður út í stöðuna á Foden eftir leik. Atletico lið Diego Simone er þekkt fyrir að reyna allt til að komast inn í haus andstæðingsins í leikjum sínum. Hart var barist í gegnum allan leikinn og meira að segja áfram inn í leikmannagöngin eftir leik þar sem að lögregluaðstoð þurfti til að stíga menn í sundur. „Við vitum að þeir reyna stundum eitthvað svona en við svöruðum því bara mjög vel. Það er ekki skemmtilegt að tala um þessi einstöku atvik því heilt yfir þá spiluðum við vel í gegnum þessa tvo leiki gegn svona reyndu liði í því sem þeir gera, að verjast aftarlega. Ég er mjög stoltur af liðinu því við héldum haus. Það er mjög auðvelt að dragast í einhverja svona vitleysu,“ sagði Stones. Police in the tunnel after the match 👮♂️🚔Atletico Madrid 0-0 Manchester City [agg 0-1] #ucl #Atleti #ATMMCI #ChampionsLeague #Football #Savic #ManCity pic.twitter.com/7GOgtmPfqy— ZStudios (@Zakstudios3) April 13, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
„Við vitum að þetta er ekki auðveldur staður til að koma á, í svona andstyggilegum aðstæðum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila á þessum velli en eg var búinn að heyra fra nokkrum liðsfélögum mínum sem hafa komið hingað áður um hvernig það er að spila hérna. Heilt yfir var þetta mjög erfitt kvöld,“ sagði John Stones í viðtali hjá BT Sports eftir leik. Það sauð allt upp úr undir lok leiks eftir að Felipe sparkaði í Foden. Leikmenn beggja liða hópuðust saman og það virtist um stund allt stefna í hópslagsmál. „Phil var ógn í báðum leikjum. Hann hefur verið svo mikilvægur fyrir okkur og hann gerði vel í að koma boltanum upp völlinn og draga að sér andstæðinga. Hann fékk mörg spörk í leiknum og hann er að finna vel fyrir þeim núna inn í klefa,“ svaraði Stones og hló, aðspurður út í stöðuna á Foden eftir leik. Atletico lið Diego Simone er þekkt fyrir að reyna allt til að komast inn í haus andstæðingsins í leikjum sínum. Hart var barist í gegnum allan leikinn og meira að segja áfram inn í leikmannagöngin eftir leik þar sem að lögregluaðstoð þurfti til að stíga menn í sundur. „Við vitum að þeir reyna stundum eitthvað svona en við svöruðum því bara mjög vel. Það er ekki skemmtilegt að tala um þessi einstöku atvik því heilt yfir þá spiluðum við vel í gegnum þessa tvo leiki gegn svona reyndu liði í því sem þeir gera, að verjast aftarlega. Ég er mjög stoltur af liðinu því við héldum haus. Það er mjög auðvelt að dragast í einhverja svona vitleysu,“ sagði Stones. Police in the tunnel after the match 👮♂️🚔Atletico Madrid 0-0 Manchester City [agg 0-1] #ucl #Atleti #ATMMCI #ChampionsLeague #Football #Savic #ManCity pic.twitter.com/7GOgtmPfqy— ZStudios (@Zakstudios3) April 13, 2022
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira