Starfsmenn megi fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2022 09:55 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Meirihluti stjórnar Eflingar, B-listinn, segir að samráði við trúnaðarmenn starfsmanna sé lokið og þau komist að samkomulagi um að starfsmenn megi til dæmis fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma. Vísir/Vilhelm Meirihluti stjórnar Eflingar, B-listinn, segir að samkomulag hafi náðst við trúnaðarmenn starfsfólks skrifstofu Eflingar um framkvæmd á skipulagsbreytingum á vinnustaðnum. Þetta segir í tilkynningu frá listanum sem barst fjölmiðlum laust fyrir níu. Greint var frá því á mánudagskvöld að meirihluti stjórnar stéttarfélagsins hafi samþykkt á fundi á mánudag að segja upp öllu starfsfólki skrifstofu Eflingar. Ástæðan segja stjórnendur skipulagsbreytingar á vinnustaðnum. Fram kemur í tilkynningunni frá B-listanum að breytingarnar feli í sér uppsögn ráðningarsamninga allra starfsmanna og auglýsingu allra starfa. „Innleidd verða ný ráðningarkjör, með gagnsæi og jafnrétti á leiðarljósi, og starfað verður undir nýju skipulagi með breyttum hæfniskröfum og verkaskiptingu. Breytingar miða að bættri þjónustu við félagsmenn og aukinni skilvirkni í rekstri,“ segir í tilkynningunni. Segir leitt að minnihluti stjórnar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla Þar segir að samráð við trúnaðarmennina hafi hafist að loknum stjórnarfundi á mánudag þar sem tillaga um skipulagsbreytingar hafi verið samþykkt. Í gærkvöldi, þegar samráði við trúnaðarmenn hafi verið fylgt eftir, hafi verið send tilkynning á Vinnumálastofnun og öllum starfsmönnum Eflingar sent uppsagnarbréf. „Samkomulagið við trúnaðarmenn felur í sér að starfsmenn sem þess óska verða leystir undan vinnuskyldu síðasta mánuð uppsagnarfrests. Öllum starfsmönnum er tryggður að lágmarki þriggja mánaða uppsagnarfrestur, einnig þeim sem ekki hafa áunnið sér hann,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að Efling muni falla frá réttindum og skyldum í tilvikum þar sem starfsmaður óski eftir að ganga í annað starf áður en uppsagnarfrestur sé liðinn. Þá verði starfsfólki þar að auki veitt aukið svigrúm til að sækjast eftir öðrum störfum á uppsagnarfresti óski það þess, til dæmis að fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma. „Ég lýsi ánægju með að samráð við trúnaðarmenn hafi skilað sér í samkomulagi. Staðið hefur verið rétt og faglega að ferlinu. Það er hins vegar mjög leitt að minnihluti stjórnar hafi ekki virt trúnað og kosið að leka upplýsingum í fjölmiðla meðan á samráði stóð. Vanstillt umræða hefur svo farið úr böndunum síðustu sólarhringa þar sem ýmsir hafa sett sig á háan hest án þess að vita nokkuð um málið. Er það engum til sóma,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar í tilkynningunni. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00 Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12. apríl 2022 15:18 Sólveig Anna sakar Drífu um að ráðast á láglaunafólk Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem orðum Drífu Snædal forseta ASÍ er mótmælt hástöfum. Svo virðist sem brotist hafi út stríð innan verkalýðshreyfingarinnar. 12. apríl 2022 13:11 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá listanum sem barst fjölmiðlum laust fyrir níu. Greint var frá því á mánudagskvöld að meirihluti stjórnar stéttarfélagsins hafi samþykkt á fundi á mánudag að segja upp öllu starfsfólki skrifstofu Eflingar. Ástæðan segja stjórnendur skipulagsbreytingar á vinnustaðnum. Fram kemur í tilkynningunni frá B-listanum að breytingarnar feli í sér uppsögn ráðningarsamninga allra starfsmanna og auglýsingu allra starfa. „Innleidd verða ný ráðningarkjör, með gagnsæi og jafnrétti á leiðarljósi, og starfað verður undir nýju skipulagi með breyttum hæfniskröfum og verkaskiptingu. Breytingar miða að bættri þjónustu við félagsmenn og aukinni skilvirkni í rekstri,“ segir í tilkynningunni. Segir leitt að minnihluti stjórnar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla Þar segir að samráð við trúnaðarmennina hafi hafist að loknum stjórnarfundi á mánudag þar sem tillaga um skipulagsbreytingar hafi verið samþykkt. Í gærkvöldi, þegar samráði við trúnaðarmenn hafi verið fylgt eftir, hafi verið send tilkynning á Vinnumálastofnun og öllum starfsmönnum Eflingar sent uppsagnarbréf. „Samkomulagið við trúnaðarmenn felur í sér að starfsmenn sem þess óska verða leystir undan vinnuskyldu síðasta mánuð uppsagnarfrests. Öllum starfsmönnum er tryggður að lágmarki þriggja mánaða uppsagnarfrestur, einnig þeim sem ekki hafa áunnið sér hann,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að Efling muni falla frá réttindum og skyldum í tilvikum þar sem starfsmaður óski eftir að ganga í annað starf áður en uppsagnarfrestur sé liðinn. Þá verði starfsfólki þar að auki veitt aukið svigrúm til að sækjast eftir öðrum störfum á uppsagnarfresti óski það þess, til dæmis að fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma. „Ég lýsi ánægju með að samráð við trúnaðarmenn hafi skilað sér í samkomulagi. Staðið hefur verið rétt og faglega að ferlinu. Það er hins vegar mjög leitt að minnihluti stjórnar hafi ekki virt trúnað og kosið að leka upplýsingum í fjölmiðla meðan á samráði stóð. Vanstillt umræða hefur svo farið úr böndunum síðustu sólarhringa þar sem ýmsir hafa sett sig á háan hest án þess að vita nokkuð um málið. Er það engum til sóma,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar í tilkynningunni.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00 Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12. apríl 2022 15:18 Sólveig Anna sakar Drífu um að ráðast á láglaunafólk Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem orðum Drífu Snædal forseta ASÍ er mótmælt hástöfum. Svo virðist sem brotist hafi út stríð innan verkalýðshreyfingarinnar. 12. apríl 2022 13:11 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00
Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12. apríl 2022 15:18
Sólveig Anna sakar Drífu um að ráðast á láglaunafólk Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem orðum Drífu Snædal forseta ASÍ er mótmælt hástöfum. Svo virðist sem brotist hafi út stríð innan verkalýðshreyfingarinnar. 12. apríl 2022 13:11