Góður skóli – góður vinnustaður Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 12. apríl 2022 07:00 Framundan eru sveitarstjórnarkosningar þar sem skipað verður í þær sveitir sem munu stjórna málefnum borgar, bæja og sveitarfélaga um land allt næstu fjögur árin. Reynsluboltar munu halda áfram sínum störfum en jafnframt munu nýir aðilar bætast í hópinn, taka við keflinu og móta áherslur til framtíðar. Fjölmörg mál brenna á kjósendum og sitt sýnist hverjum um hvað ber hæst. En sama hvar ber niður þá er eitt mál sem á að bera höfuð og herðar yfir önnur mál. Málefni grunnskólanna. Rúmlega aldarfjórðungur er nú liðinn frá því að grunnskólarnir voru fluttir frá ríki til sveitarfélaganna. Á þeim tíma hefur ýmislegt gerst, sumt til batnaðar en annað ekki. Þeir aðilar sem nú bjóða fram krafta sína til að stýra nærþjónustunni hafa bæði mikil völd og bera mikla ábyrgð - og það er þeirra að styðja við umbætur í skólastarfi og hlúa að starfsfólki skólanna. Skólamál eru þverpólitísk og snerta okkur öll, hvort sem við erum foreldrar, forráðamenn, nemendur, starfsmenn eða lýðræðislega kjörnir fulltrúar almennings í landinu. Grunnskólamál eiga alltaf að vera til umræðu og líklega eiga þau aldrei meira erindi við okkur en einmitt í aðdraganda kosninga. Það verður aldrei of oft brýnt fyrir núverandi og verðandi sveitarstjórnarfólki hversu marga og mikilvæga snertifleti skólinn hefur við samfélagið á hverjum stað. Nýgerður kjarasamningur við grunnskólakennara markar ákveðin tímamót. Í honum er tekist á við eina stærstu breytingu á skipulagi vinnutíma sem gerð hefur verið í fimmtíu ár með samkomulagi um styttingu vinnutíma. Markmið þessara breytinga er að stuðla að umbótum í skólastarfi, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs, án þess þó að draga úr skilvirkni og gæðum í starfsemi skólanna. Við þurfum að tryggja gagnkvæman sveigjanleika og stuðla þannig að bættum lífskjörum og því að grunnskólar verði eftirsóttir vinnustaðir. Sveitarstjórnir sem taka við keflinu í vor þurfa að taka utan um þetta mikilvæga verkefni, fóstra það og gefa því þá vængi sem duga til að gera grunnskóla landsins enn betri og tryggja velferð kennara til lengri tíma. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Framundan eru sveitarstjórnarkosningar þar sem skipað verður í þær sveitir sem munu stjórna málefnum borgar, bæja og sveitarfélaga um land allt næstu fjögur árin. Reynsluboltar munu halda áfram sínum störfum en jafnframt munu nýir aðilar bætast í hópinn, taka við keflinu og móta áherslur til framtíðar. Fjölmörg mál brenna á kjósendum og sitt sýnist hverjum um hvað ber hæst. En sama hvar ber niður þá er eitt mál sem á að bera höfuð og herðar yfir önnur mál. Málefni grunnskólanna. Rúmlega aldarfjórðungur er nú liðinn frá því að grunnskólarnir voru fluttir frá ríki til sveitarfélaganna. Á þeim tíma hefur ýmislegt gerst, sumt til batnaðar en annað ekki. Þeir aðilar sem nú bjóða fram krafta sína til að stýra nærþjónustunni hafa bæði mikil völd og bera mikla ábyrgð - og það er þeirra að styðja við umbætur í skólastarfi og hlúa að starfsfólki skólanna. Skólamál eru þverpólitísk og snerta okkur öll, hvort sem við erum foreldrar, forráðamenn, nemendur, starfsmenn eða lýðræðislega kjörnir fulltrúar almennings í landinu. Grunnskólamál eiga alltaf að vera til umræðu og líklega eiga þau aldrei meira erindi við okkur en einmitt í aðdraganda kosninga. Það verður aldrei of oft brýnt fyrir núverandi og verðandi sveitarstjórnarfólki hversu marga og mikilvæga snertifleti skólinn hefur við samfélagið á hverjum stað. Nýgerður kjarasamningur við grunnskólakennara markar ákveðin tímamót. Í honum er tekist á við eina stærstu breytingu á skipulagi vinnutíma sem gerð hefur verið í fimmtíu ár með samkomulagi um styttingu vinnutíma. Markmið þessara breytinga er að stuðla að umbótum í skólastarfi, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs, án þess þó að draga úr skilvirkni og gæðum í starfsemi skólanna. Við þurfum að tryggja gagnkvæman sveigjanleika og stuðla þannig að bættum lífskjörum og því að grunnskólar verði eftirsóttir vinnustaðir. Sveitarstjórnir sem taka við keflinu í vor þurfa að taka utan um þetta mikilvæga verkefni, fóstra það og gefa því þá vængi sem duga til að gera grunnskóla landsins enn betri og tryggja velferð kennara til lengri tíma. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun