Moldviðri þyrlað upp Haraldur Benediktsson skrifar 11. apríl 2022 13:30 Það er mikilvægt að tapa ekki áttum þegar stormurinn blæs og þyrlar upp moldviðri. Íslandsbanki komst í eigu ríkissjóðs við uppgjör þrotabúa. Ríkissjóður tók yfir bankann og hann hefur orðið að verðmætri eign, um 270 milljarða króna virði þegar lögð eru saman verðmæti eignarhluta og arður til eigandans, Ríkissjóðs. Það var aldrei ætlunin að ríkið myndi eiga tvo af þremur stærstu viðskiptabönkum landsins. Það er einfaldlega ekki ásættanleg áhætta fyrir ríkið að taka og ekki heilbrigt umhverfi á fjármálamarkaði. Alþingi setur lög um bankastarfsemi. Framkvæmdavaldið hefur eftirlitsstofnanir og stýrir regluverki. Er það góður kostur að setja bæði reglurnar og eiga banka? Ekki er bæði sleppt og haldið Á skömmum tíma fór ríkissjóður hallalausum rekstri og lágri skuldsetningu, í sögulegu ljósi, í að vera rekin með miklum halla. Hallarekstur sem var til að grípa inn í skyndilegan efnahagssamdrátt. Í upphafi COVID kreppunnar átti ríkissjóður lausafé og gat tekið lán á hagstæðum kjörum. Ekki síst vegna sterkrar stöðu hans sem í samanburði við önnur ríki er mjög góð. Ríkissjóður hefur fjármagnað hallarekstur með sölu eigna – fyrst og fremst með sölu Íslandsbanka. Eftir tvo söluáfanga á ríkissjóður 42% af hlutabréfum Íslandsbanka. Hefur nú verið selt fyrir 108 milljarða. Ef ríkissjóður hefðir þurft að taka þessa fjármuni að láni hefðu meðal annars eftirfarandi áhrif: Hærri árlegar vaxtagreiðslur ríkissjóðs, hærri vextir á lánasafnið allt, til langs tíma, aukin fyrirferð ríkissjóðs á lánamarkaði sem hefur aftur áhrif á vexti heimila og fyrirtækja. Varlega áætlað eru vaxtagjöld ríkissjóðs um 10 milljarða lægri á ári en ella hefði orðið. Rétt er að taka fram að á þessa hlið málsins lagði Fjárlaganefnd fyrst og fremst áherslu að meta – áhrif sölu á afkomu ríkissjóðs – það er hennar hlutverk. Spöruð vaxtaútgjöld má vel setja í samhengi árlegan vænta arðtöku af bankanum. Í umræðu um arð af bankarekstri má bæði heyra fordæmingu á háum arði og að ríkið eigi að eiga banka til að taka háar arðgreiðslur. Það er ekki vafi í mínum huga að spöruð vaxtaútgjöld eru fastari í hendi en væntur arður. Gagnsæi og upplýsingar Fjármálaráðherra og Fjárlaganefnd hafa alla tíð lagt áherslu á að upplýsa og miðla framkvæmd og niðurstöðum söluferlisins. Meðal annars að upplýsingar um framkvæmd sölunnar og alla kaupendur væru opinber. Það kom skilmerkilega fram í kynningu Bankasýslunnar fyrir sölu að leitað væri til erlendra ráðgjafa um markaðsaðstæður og verðlagningu. Verkefnið var að koma út á markaðinn hlutabréfum í Íslandsbanka, sem samsvarar upphæð 300 daga viðskipta, á innan við sólarhring. Það án þess að slíkt framboð hlutabréfa ylli verðfalli og röskun á almennum hlutabréfamarkaði. Það er vel gert. Sannarlega lýsti Bankasýslan að leitað yrði til stærri fjárfesta og minni. Minni fjárfestar eru mikilvægir vegna virkni markaðar og verðlagningu á markaði í framhaldi af sölu. Aldrei var ætlunin að búa til stórar eignablokkir sem eigendur. En það er rétt að aldrei voru lágmarks upphæðir ræddar. Enda það hlutverk Bankasýslunnar að meta, til að hámarka verð bréfanna. Ráðgjafi Bankasýslunnar átti að leggja mat á afslátt eða frávik frá markaðsverði, niðurstaðan var 4,1%. Til samanburðar var slíkt frávik í útboðsfyrirkomulag við sölu hlutar í Arion banka 10%. Sem reyndar var mun minni sala. En gleymum ekki að gengið 122 á hlut náði hámarki á þessum tíma – hafði lengst af árinu verið nær genginu 117, sama gengi og salan var framkvæmd á. Fyrir söluna tók ríkið og aðrir eigendur arðgreiðslu úr bankanum sem eðlilega hafði áhrif á gengi bréfa bankans. Skýr hlutverkaskipting Bankasýslan ber ábyrgð á umgjörð sölunnar og samskiptum og skilyrðum við söluráðgjafana fimm sem framkvæmdu. Með Bankasýslunni störfuðu svonefndi söluráðgjafar. Þeir höfðu verið valdir við fyrra útboð og eftir útboð á þjónustu þeirra -sem Ríkiskaup framkvæmdu. Bankasýslan, með stjórn og framkvæmdastjóra svarar til um þessa framkvæmd. Ekki fjárlaganefnd og ekki fjármálaráðherra. Samskipti fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Bankasýslu ríkisins voru birt á vef ráðuneytisins. Þar kemur fram að upplýsingar um einstök tilboð eða tilboðsgjafa voru ekki bornar undir ráðuneytið meðan útboðið stóð yfir 22. mars sl. Ráðherra fékk hins vegar rökstutt mat frá Bankasýslunni að kvöldi þess dags, með upplýsingum um lokaverð, útboðsstærð og úthlutun. Ráðherra féllst á tillöguna með svarbréfi síðar sama kvöld. Þetta ferli er í samræmi við 4. grein laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Átti fjármálaráðherra að handvelja kaupendur? Fjármálaráðherra, fékk ekki nafnalista, eðlilega ekki. Eftir að listi yfir kaupendur var birtur skall á umræða að hafna hefði átt tilboðum frá „óæskilegum kaupendum“. Það er sjónarmið út af fyrir sig en stangast á við hugmyndina á bakvið stofnun Bankasýslunnar og löggjöfina, að tryggja armslengd frá framkvæmdarvaldinu og tryggja að jafnræðis sé gætt við sölu á hlutum í bönkunum. Ef slíkt hefði átt að vera, hefði átt að halda því til haga í löggjöfinni frá 2012. Það var ekki og getur varla talist málefnalegt í samhengi við tilgang laganna. Fjármálaráðherra er heldur ekkert eyland í undirbúningi að sölu, því hann hefur eðlilega í þriggja flokka ríkisstjórn samráð við samstarfsflokka sína. Á vettvangi ríkisfjármálanefndar ráðherra er þetta rætt. Önnur sjónarmið, sem fréttir í dag herma, að varaformaður Framsóknarflokksins hafi haldið á lofti öðrum sjónarmiðum, bárust aldrei til minna eyrna og eru alveg nýtt amk fyrir mér. Um það geta aðrir svarað betur en ég. Þegar rykið sest Meginmálið er þetta. Engum upplýsingum frá hendi Alþingis eða ráðherra hefur verið leynt. Ríkissjóður hefur minnkað lánsfjárþörf sína um 100 milljarða. Fyrir ríkissjóð þýðir það lægri vaxtagreiðslur og þeir fjármunir fara í fjárfestingar og rekstur ríkissjóðs. Íslandsbanki er í eigu 15 þúsund hluthafa. Þar er engin afgerandi stór eigandi, jú nema ríkissjóður sem á 42%. Hann er því stór og enn ráðandi eigandi ásamt öflugum meðeigendum, mest lífeyrissjóðum, og annara fjárfesta sem horfa til lengri tíma. Um 5% af bankanum er í erlendri eigu – sem einhvern tímann hefði þótt gott. Mestu skiptir fyrir þá sem eiga bankann að hann sé vel rekinn og virkni í hluthafahópnum sem endurspegla trú á framtíð bankans. Þegar storminn lægir og rykið sest, þá skulum ekki hika við að leita allra svara og spyrja gagnrýninna spurninga. Það engum greiði gerður að ala á tortryggni. Ef það eru misfellur, taka menn ábyrgð á því. Með því er ekki verið að gera lítið úr þeim sem gagnrýna. Bankasýslan getur og gat gert mikið betur að upplýsa og svara fyrir sitt hlutverk. Hingað til hefur ekki staðið á þeim svörum gagnvart þinginu. Uppnámið er ekki síst vegna tilfinninga fólks og vantrausts ma. um hverjir keyptu litla hluti og fara með óverulegan eignarhluta. Það segir meira um stöðu og viðhorf almennings til þeirra fjárfesta og framgöngu þeirra. Þeir eiga greinilega langt í land að skapa sér trúverðugleika. Höfundur er varaformaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Benediktsson Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að tapa ekki áttum þegar stormurinn blæs og þyrlar upp moldviðri. Íslandsbanki komst í eigu ríkissjóðs við uppgjör þrotabúa. Ríkissjóður tók yfir bankann og hann hefur orðið að verðmætri eign, um 270 milljarða króna virði þegar lögð eru saman verðmæti eignarhluta og arður til eigandans, Ríkissjóðs. Það var aldrei ætlunin að ríkið myndi eiga tvo af þremur stærstu viðskiptabönkum landsins. Það er einfaldlega ekki ásættanleg áhætta fyrir ríkið að taka og ekki heilbrigt umhverfi á fjármálamarkaði. Alþingi setur lög um bankastarfsemi. Framkvæmdavaldið hefur eftirlitsstofnanir og stýrir regluverki. Er það góður kostur að setja bæði reglurnar og eiga banka? Ekki er bæði sleppt og haldið Á skömmum tíma fór ríkissjóður hallalausum rekstri og lágri skuldsetningu, í sögulegu ljósi, í að vera rekin með miklum halla. Hallarekstur sem var til að grípa inn í skyndilegan efnahagssamdrátt. Í upphafi COVID kreppunnar átti ríkissjóður lausafé og gat tekið lán á hagstæðum kjörum. Ekki síst vegna sterkrar stöðu hans sem í samanburði við önnur ríki er mjög góð. Ríkissjóður hefur fjármagnað hallarekstur með sölu eigna – fyrst og fremst með sölu Íslandsbanka. Eftir tvo söluáfanga á ríkissjóður 42% af hlutabréfum Íslandsbanka. Hefur nú verið selt fyrir 108 milljarða. Ef ríkissjóður hefðir þurft að taka þessa fjármuni að láni hefðu meðal annars eftirfarandi áhrif: Hærri árlegar vaxtagreiðslur ríkissjóðs, hærri vextir á lánasafnið allt, til langs tíma, aukin fyrirferð ríkissjóðs á lánamarkaði sem hefur aftur áhrif á vexti heimila og fyrirtækja. Varlega áætlað eru vaxtagjöld ríkissjóðs um 10 milljarða lægri á ári en ella hefði orðið. Rétt er að taka fram að á þessa hlið málsins lagði Fjárlaganefnd fyrst og fremst áherslu að meta – áhrif sölu á afkomu ríkissjóðs – það er hennar hlutverk. Spöruð vaxtaútgjöld má vel setja í samhengi árlegan vænta arðtöku af bankanum. Í umræðu um arð af bankarekstri má bæði heyra fordæmingu á háum arði og að ríkið eigi að eiga banka til að taka háar arðgreiðslur. Það er ekki vafi í mínum huga að spöruð vaxtaútgjöld eru fastari í hendi en væntur arður. Gagnsæi og upplýsingar Fjármálaráðherra og Fjárlaganefnd hafa alla tíð lagt áherslu á að upplýsa og miðla framkvæmd og niðurstöðum söluferlisins. Meðal annars að upplýsingar um framkvæmd sölunnar og alla kaupendur væru opinber. Það kom skilmerkilega fram í kynningu Bankasýslunnar fyrir sölu að leitað væri til erlendra ráðgjafa um markaðsaðstæður og verðlagningu. Verkefnið var að koma út á markaðinn hlutabréfum í Íslandsbanka, sem samsvarar upphæð 300 daga viðskipta, á innan við sólarhring. Það án þess að slíkt framboð hlutabréfa ylli verðfalli og röskun á almennum hlutabréfamarkaði. Það er vel gert. Sannarlega lýsti Bankasýslan að leitað yrði til stærri fjárfesta og minni. Minni fjárfestar eru mikilvægir vegna virkni markaðar og verðlagningu á markaði í framhaldi af sölu. Aldrei var ætlunin að búa til stórar eignablokkir sem eigendur. En það er rétt að aldrei voru lágmarks upphæðir ræddar. Enda það hlutverk Bankasýslunnar að meta, til að hámarka verð bréfanna. Ráðgjafi Bankasýslunnar átti að leggja mat á afslátt eða frávik frá markaðsverði, niðurstaðan var 4,1%. Til samanburðar var slíkt frávik í útboðsfyrirkomulag við sölu hlutar í Arion banka 10%. Sem reyndar var mun minni sala. En gleymum ekki að gengið 122 á hlut náði hámarki á þessum tíma – hafði lengst af árinu verið nær genginu 117, sama gengi og salan var framkvæmd á. Fyrir söluna tók ríkið og aðrir eigendur arðgreiðslu úr bankanum sem eðlilega hafði áhrif á gengi bréfa bankans. Skýr hlutverkaskipting Bankasýslan ber ábyrgð á umgjörð sölunnar og samskiptum og skilyrðum við söluráðgjafana fimm sem framkvæmdu. Með Bankasýslunni störfuðu svonefndi söluráðgjafar. Þeir höfðu verið valdir við fyrra útboð og eftir útboð á þjónustu þeirra -sem Ríkiskaup framkvæmdu. Bankasýslan, með stjórn og framkvæmdastjóra svarar til um þessa framkvæmd. Ekki fjárlaganefnd og ekki fjármálaráðherra. Samskipti fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Bankasýslu ríkisins voru birt á vef ráðuneytisins. Þar kemur fram að upplýsingar um einstök tilboð eða tilboðsgjafa voru ekki bornar undir ráðuneytið meðan útboðið stóð yfir 22. mars sl. Ráðherra fékk hins vegar rökstutt mat frá Bankasýslunni að kvöldi þess dags, með upplýsingum um lokaverð, útboðsstærð og úthlutun. Ráðherra féllst á tillöguna með svarbréfi síðar sama kvöld. Þetta ferli er í samræmi við 4. grein laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Átti fjármálaráðherra að handvelja kaupendur? Fjármálaráðherra, fékk ekki nafnalista, eðlilega ekki. Eftir að listi yfir kaupendur var birtur skall á umræða að hafna hefði átt tilboðum frá „óæskilegum kaupendum“. Það er sjónarmið út af fyrir sig en stangast á við hugmyndina á bakvið stofnun Bankasýslunnar og löggjöfina, að tryggja armslengd frá framkvæmdarvaldinu og tryggja að jafnræðis sé gætt við sölu á hlutum í bönkunum. Ef slíkt hefði átt að vera, hefði átt að halda því til haga í löggjöfinni frá 2012. Það var ekki og getur varla talist málefnalegt í samhengi við tilgang laganna. Fjármálaráðherra er heldur ekkert eyland í undirbúningi að sölu, því hann hefur eðlilega í þriggja flokka ríkisstjórn samráð við samstarfsflokka sína. Á vettvangi ríkisfjármálanefndar ráðherra er þetta rætt. Önnur sjónarmið, sem fréttir í dag herma, að varaformaður Framsóknarflokksins hafi haldið á lofti öðrum sjónarmiðum, bárust aldrei til minna eyrna og eru alveg nýtt amk fyrir mér. Um það geta aðrir svarað betur en ég. Þegar rykið sest Meginmálið er þetta. Engum upplýsingum frá hendi Alþingis eða ráðherra hefur verið leynt. Ríkissjóður hefur minnkað lánsfjárþörf sína um 100 milljarða. Fyrir ríkissjóð þýðir það lægri vaxtagreiðslur og þeir fjármunir fara í fjárfestingar og rekstur ríkissjóðs. Íslandsbanki er í eigu 15 þúsund hluthafa. Þar er engin afgerandi stór eigandi, jú nema ríkissjóður sem á 42%. Hann er því stór og enn ráðandi eigandi ásamt öflugum meðeigendum, mest lífeyrissjóðum, og annara fjárfesta sem horfa til lengri tíma. Um 5% af bankanum er í erlendri eigu – sem einhvern tímann hefði þótt gott. Mestu skiptir fyrir þá sem eiga bankann að hann sé vel rekinn og virkni í hluthafahópnum sem endurspegla trú á framtíð bankans. Þegar storminn lægir og rykið sest, þá skulum ekki hika við að leita allra svara og spyrja gagnrýninna spurninga. Það engum greiði gerður að ala á tortryggni. Ef það eru misfellur, taka menn ábyrgð á því. Með því er ekki verið að gera lítið úr þeim sem gagnrýna. Bankasýslan getur og gat gert mikið betur að upplýsa og svara fyrir sitt hlutverk. Hingað til hefur ekki staðið á þeim svörum gagnvart þinginu. Uppnámið er ekki síst vegna tilfinninga fólks og vantrausts ma. um hverjir keyptu litla hluti og fara með óverulegan eignarhluta. Það segir meira um stöðu og viðhorf almennings til þeirra fjárfesta og framgöngu þeirra. Þeir eiga greinilega langt í land að skapa sér trúverðugleika. Höfundur er varaformaður fjárlaganefndar.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun