Rafmagnslausar og kaldar vegna sundurnagaðrar snúru Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2022 15:55 Þessi kanína hefur notið góðs af Kanínuverkefninu. Þó liggur ekki fyrir hvort hér sé um að ræða þá sem nagaði í sundur snúruna, með örlagaríkum afleiðingum. Instagram/Dýrahjálp Yfir 20 kanínur bjuggu við rafmagnsleysi í meira en hálfan sólarhring eftir að ein úr hópi þeirra komst í rafmagnssnúru sem hún nagaði með þeim afleiðingum að rafmagn sló út. Umsjónaraðilar dýranna réðust í umfangsmiklar aðgerðir til að hlýja kanínunum, sem eru ekki vel búnar fyrir kulda. Um er að ræða gælukanínur sem áður bjuggu villtar í Elliðaárdal, en Kanínuverkefnið hefur tekið undir sinn verndarvæng til þess að finna þeim gott heimili. Kanínuverkefnið er samstarfsverkefni Dýrahjálpar Íslands, Villikanína og dýraþjónustu Reykjavíkur. Verkefnið er með aðstöðu undir kanínurnar í Húsdýragarðinum. „Það nagaði ein kanína framlengingarsnúru sem hékk fram hjá búrinu hennar. Svo rákust berir vírarnir í búr einnar kanínunnar, sem slapp sem betur fer vel, en þá sló allt út,“ segir Gréta Sóley Sigurðardóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp. Hún segir örðugt að kenna kanínunum um stöðuna sem kom upp, enda sé það hlutverk sjálfboðaliðanna að koma í veg fyrir að eitthvað þessu líkt geti gerst. Einfaldlega hafi verið um mannleg mistök að ræða. „En það var þarna farið eitthvað öryggi sem við gátum ekki smellt í lag,“ segir Gréta Sóley. Rafvirki sem áður hefur aðstoðað við verkefnið hafi þá mætt á svæðið í gær, á frídegi, og kippt málunum í lag. Gréta Sóley segir sjálfboðaliðana afar þakkláta fyrir það. Mannfólkið er ekki eina tegundin sem hefur mátt sæta sóttkví.Instagram/Dýrahjálp Þola kuldann illa þrátt fyrir feldinn Margir kunna að spyrja sig hvort kanínur séu raunverulega svo kulsæknar að ráðast þurfi í sérstakar aðgerðir til þess að hlýja þeim þegar rafmagn slær út. Gréta Sóley útskýrir að gælukanínum verði einmitt mjög kalt. „Þessar kanínur sem eru úti hér á Íslandi eru af gæludýrakyni. Þær eru ekki eins og villtar kanínur úti í heimi sem bera eiginleika sem henta útiveru,“ segir hún og bendir á að villikanínur séu með mun betur einangrandi feld. Því hafi verið brugðið á það ráð að sjóða vatn og setja í flöskur sem voru settar inn í búr dýranna, auk þess sem þær fengu teppi. Kanínurnar sem koma til kasta Kanínuverkefnisins eru geymdar í búrum í viku eftir að hafa verið teknar inn úr Elliðaárdalnum, þar sem þær þurfa að vera í sóttkví hvor frá annarri vegna smithættu. Þær eru sömuleiðis ormahreinsaðar og fleira. Þær gátu því ekki hlaupið sér til hita, eins og kanínur gera gjarnan. Gréta Sóley segir þó að allt hafi farið vel að lokum, þrátt fyrir langvarandi rafmagnsleysi kanínanna. Nú halda 23 kanínur til í aðstöðunni en alls hafa 46 kanínur komið til kasta sjálfboðaliðanna. „Þær voru furðugóðar og skildu ekkert hvað ég var að brasa þarna með flöskur og teppi,“ segir Gréta Sóley. Dýr Gæludýr Reykjavík Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Elskar að bera klúta Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Um er að ræða gælukanínur sem áður bjuggu villtar í Elliðaárdal, en Kanínuverkefnið hefur tekið undir sinn verndarvæng til þess að finna þeim gott heimili. Kanínuverkefnið er samstarfsverkefni Dýrahjálpar Íslands, Villikanína og dýraþjónustu Reykjavíkur. Verkefnið er með aðstöðu undir kanínurnar í Húsdýragarðinum. „Það nagaði ein kanína framlengingarsnúru sem hékk fram hjá búrinu hennar. Svo rákust berir vírarnir í búr einnar kanínunnar, sem slapp sem betur fer vel, en þá sló allt út,“ segir Gréta Sóley Sigurðardóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp. Hún segir örðugt að kenna kanínunum um stöðuna sem kom upp, enda sé það hlutverk sjálfboðaliðanna að koma í veg fyrir að eitthvað þessu líkt geti gerst. Einfaldlega hafi verið um mannleg mistök að ræða. „En það var þarna farið eitthvað öryggi sem við gátum ekki smellt í lag,“ segir Gréta Sóley. Rafvirki sem áður hefur aðstoðað við verkefnið hafi þá mætt á svæðið í gær, á frídegi, og kippt málunum í lag. Gréta Sóley segir sjálfboðaliðana afar þakkláta fyrir það. Mannfólkið er ekki eina tegundin sem hefur mátt sæta sóttkví.Instagram/Dýrahjálp Þola kuldann illa þrátt fyrir feldinn Margir kunna að spyrja sig hvort kanínur séu raunverulega svo kulsæknar að ráðast þurfi í sérstakar aðgerðir til þess að hlýja þeim þegar rafmagn slær út. Gréta Sóley útskýrir að gælukanínum verði einmitt mjög kalt. „Þessar kanínur sem eru úti hér á Íslandi eru af gæludýrakyni. Þær eru ekki eins og villtar kanínur úti í heimi sem bera eiginleika sem henta útiveru,“ segir hún og bendir á að villikanínur séu með mun betur einangrandi feld. Því hafi verið brugðið á það ráð að sjóða vatn og setja í flöskur sem voru settar inn í búr dýranna, auk þess sem þær fengu teppi. Kanínurnar sem koma til kasta Kanínuverkefnisins eru geymdar í búrum í viku eftir að hafa verið teknar inn úr Elliðaárdalnum, þar sem þær þurfa að vera í sóttkví hvor frá annarri vegna smithættu. Þær eru sömuleiðis ormahreinsaðar og fleira. Þær gátu því ekki hlaupið sér til hita, eins og kanínur gera gjarnan. Gréta Sóley segir þó að allt hafi farið vel að lokum, þrátt fyrir langvarandi rafmagnsleysi kanínanna. Nú halda 23 kanínur til í aðstöðunni en alls hafa 46 kanínur komið til kasta sjálfboðaliðanna. „Þær voru furðugóðar og skildu ekkert hvað ég var að brasa þarna með flöskur og teppi,“ segir Gréta Sóley.
Dýr Gæludýr Reykjavík Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Elskar að bera klúta Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira