Kallar forsætisráðherra Póllands „öfga-hægri gyðingahatara“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. apríl 2022 23:30 Macron fór ekki mjúkum höndum um Morawiecki í viðtali á dögunum. Jean Catuffe/Getty Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sé „öfga-hægri gyðingahatari sem bannar hinsegin fólk.“ Þessar ásakanir setti forsetinn fram eftir að Morawiecki gagnrýndi ítrekuð samtöl Macrons við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Macron er sá leiðtogi í Evrópu sem hefur verið í mestum samskiptum við Pútín eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Hann segir það mikilvægan lið í því að binda enda á átökin. „Hversu oft hefurðu rætt við Pútín og hverju hefur það skilað,“ spurði Morawiecki á mánudaginn síðastliðinn og bar viðræðurnar saman við tilraunir til þess að semja við Adolf Hitler. Ætlar ekki að hætta að ræða við Pútín Macron hefur nú svarað fyrir sig í blaðaviðtali í Frakklandi og segir það skyldu sína að ræða við Pútín. Hann muni ekki hætta því, þar sem samtal við Pútín sé leið inn í friðarviðræður milli Rússa og Úkraínu. „Með því að tala við hann og við Selenskí Úkraínuforseta getum við hjálpað við viðræðurnar. Á einhverjum tímapunkti verður vopnahlé. Það verður þó ekki án ábyrgðarmanna og Frakkland vill gangast í þá ábyrgð,“ sagði Macron. Hvað varðar ummæli Macron um Morawiecki sjálfan liggur ekki fyrir hvers vegna hann kallaði hann gyðingahatara. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hafa pólsk stjórnvöld sætt gagnrýni fyrir lagasetningu sem torveldar Gyðingum að endurheimta eigur sem glötuðust í Helförinni, auk þess sem ólöglegt er í Póllandi að tengja pólsku þjóðina við glæpi Nasista. Um það að Morawiecki „banni hinsegin fólk“ vísar Macron væntanlega meðal annars til þess að þar er ólöglegt að bera út „áróður fyrir samkynhneigð,“ þess að einstökum borgum og héröðum er heimilt að lýsa sig svæði án samkynhneigðar og þess að samkynja hjónabönd eru ólögleg í Póllandi. Piotr Müller, talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar, segir að Macron hafi gengið of lang með orðavali sínu um forsætisráðherrann. Morawiecki hefur líkt viðræðum Macrons og Pútíns við tilraunir til að semja við Adolf Hitler.Mateusz Wlodarczyk/NurPhoto via Getty Styttist í kosningar Macron sakaði Morawiecki einnig um að ganga erinda Marine Le Pen, sem er helsti keppinautur hans í komandi forsetakosningum í Frakklandi. Samkvæmt könnunum saxar Le Pen nú á forskot Macron í skoðanakönnunum, sem hingað til hefur mælst efstur. Árangur hans í könnunum má meðal annars rekja til viðleitni hans til að stilla til friðar milli Rússa og Úkraínu með samtölum sínum við leiðtoga beggja þjóða, en áhrif þeirrar viðleitni virðast nú fara dvínandi. Fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi fara fram næstkomandi sunnudag, 10. apríl. Seinni umferðin, þar sem val kjósenda stendur á milli tveggja efstu frambjóðendanna úr fyrri umferðinni, fer fram 24. apríl. Talið er næsta víst að þá verði nöfnin Macron og Le Pen á kjörseðlinum. Frakkland Pólland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Macron er sá leiðtogi í Evrópu sem hefur verið í mestum samskiptum við Pútín eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Hann segir það mikilvægan lið í því að binda enda á átökin. „Hversu oft hefurðu rætt við Pútín og hverju hefur það skilað,“ spurði Morawiecki á mánudaginn síðastliðinn og bar viðræðurnar saman við tilraunir til þess að semja við Adolf Hitler. Ætlar ekki að hætta að ræða við Pútín Macron hefur nú svarað fyrir sig í blaðaviðtali í Frakklandi og segir það skyldu sína að ræða við Pútín. Hann muni ekki hætta því, þar sem samtal við Pútín sé leið inn í friðarviðræður milli Rússa og Úkraínu. „Með því að tala við hann og við Selenskí Úkraínuforseta getum við hjálpað við viðræðurnar. Á einhverjum tímapunkti verður vopnahlé. Það verður þó ekki án ábyrgðarmanna og Frakkland vill gangast í þá ábyrgð,“ sagði Macron. Hvað varðar ummæli Macron um Morawiecki sjálfan liggur ekki fyrir hvers vegna hann kallaði hann gyðingahatara. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hafa pólsk stjórnvöld sætt gagnrýni fyrir lagasetningu sem torveldar Gyðingum að endurheimta eigur sem glötuðust í Helförinni, auk þess sem ólöglegt er í Póllandi að tengja pólsku þjóðina við glæpi Nasista. Um það að Morawiecki „banni hinsegin fólk“ vísar Macron væntanlega meðal annars til þess að þar er ólöglegt að bera út „áróður fyrir samkynhneigð,“ þess að einstökum borgum og héröðum er heimilt að lýsa sig svæði án samkynhneigðar og þess að samkynja hjónabönd eru ólögleg í Póllandi. Piotr Müller, talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar, segir að Macron hafi gengið of lang með orðavali sínu um forsætisráðherrann. Morawiecki hefur líkt viðræðum Macrons og Pútíns við tilraunir til að semja við Adolf Hitler.Mateusz Wlodarczyk/NurPhoto via Getty Styttist í kosningar Macron sakaði Morawiecki einnig um að ganga erinda Marine Le Pen, sem er helsti keppinautur hans í komandi forsetakosningum í Frakklandi. Samkvæmt könnunum saxar Le Pen nú á forskot Macron í skoðanakönnunum, sem hingað til hefur mælst efstur. Árangur hans í könnunum má meðal annars rekja til viðleitni hans til að stilla til friðar milli Rússa og Úkraínu með samtölum sínum við leiðtoga beggja þjóða, en áhrif þeirrar viðleitni virðast nú fara dvínandi. Fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi fara fram næstkomandi sunnudag, 10. apríl. Seinni umferðin, þar sem val kjósenda stendur á milli tveggja efstu frambjóðendanna úr fyrri umferðinni, fer fram 24. apríl. Talið er næsta víst að þá verði nöfnin Macron og Le Pen á kjörseðlinum.
Frakkland Pólland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira