Heilbrigð skynsemi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2022 21:30 Síðan í kringum árið 2009 hefur trans fólk á Íslandi getað fengið trans-tengda heilbrigðisþjónustu í gegnum Landspítala. Hingað til hefur sú þjónusta náð yfir hormónameðferðir, toppaðgerðir fyrir trans karla og kvár, og kynstaðfestandi aðgerðir. Eftir því sem við sem samfélag verðum opnara og frjálsara þá eru fleiri sem þora að stíga fram og leita sér þeirrar þjónustu sem þau þurfa á að halda, og er heilbrigðisþjónusta fyrir trans fólk er ein af grundvallar atriðum sem þurfa að vera til staðar til að tryggja til fulls velferð og öryggi þess. Það gefur auga leið að aðgengi að trans-tengdri heilbrigðisþjónustu hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd og geðheilsu trans fólks — eins og nútíma rannsóknir sýna á afgerandi hátt. Sama gildir um þann stuðning og þjónustu sem trans ungmenni fá. Ef þjónustan er veitt á réttum tíma getur hún komið í veg fyrir líkamlegar breytingar sem valda þeim djúpstæðri vanlíðan og angist og gert þeim kleift að taka upplýstar ákvarðanir um sinn eigin líkama þegar þau hafa þroska til. Ótvíðræður meirihluti þeirra sem nýta sér trans-tengda þjónustu njóta góðs af henni, og er svokölluð „eftirsjá“ eftir kynstaðfestandi aðgerðir ein sú lægsta sem tíðkast innan heilbrigðisþjónustu almennt, eða í kringum 1%. Í samanburði sjá hátt að 47% kvenna eftir brjóstauppbyggingu eftir brjóstnám, 20% eftir aðgerð á blöðruhálskirtli, 10% eftir skiptingu á hnélið og 3% eftir mjaðmaskiptum samkvæmt erlendum rannsóknum. Rannsóknir sýna að eftirsjá eftir aðgerðum að meðaltali er í kringum 14%. Það skýtur því skökku við að fjölmiðlar erlendis fjalli mikið um eftirsjá í tengslum við trans fólk þegar rannsóknir sýna skýrt að eftirsjá í tengslum við aðgerðir er mun lægri en annars staðar — og er enn eitt dæmið um hvernig hlutirnir eru teknir úr samhengi til þess að grafa undan réttindabaráttu og ala á tortryggni og fordómum. Eftirsjá í tengslum við trans ferli snýst líka sjaldnast um að fólk sé ekki trans, en stór hluti þeirra sem „sjá eftir“ því er fólk sem er ekki ánægt með niðurstöður aðgerða þó svo að það sé vissulega trans, fólk sem var kynsegin en hætti við ferli, fólk sem snéri til baka til að tengjast aftur fjölskyldu og vinum sem afneitaði þeim, eða fólk sem snýr til baka vegna þess að það gat ekki höndlað þá fordóma og áreiti sem það varð fyrir út í samfélaginu. Auðvitað á það fólk sem sér eftir sínu ferli að fá þann stuðning sem þau þurfa á að halda, en það er ekki hægt að neita þeim afgerandi góða árangri sem þessi þjónusta hefur skilað og hvernig hún hefur aukið velferð þúsunda um allan heim. Fólk verður að geta tekið ábyrgð á eigin lífi og ákvörðunum, án þess að láta annað fólk gjalda fyrir. Það eru nefnilega raunverulega áskoranir sem trans fólk stendur fyrir í heilbrigðiskerfinu. Enn er eingöngu lítill hluti trans-tengdrar heilbrigðisþjónustu greiddur af sjúkratryggingum, og þrátt fyrir ítarlega skýrslu starfshóps á vegum Forsætisráðuneytisins sem gefin var út 2020 hafa stjórnvöld ekkert gert til að koma til móts við þann gríðarlega kostnað sem trans fólk þarf sjálft að standa straum af. Þrátt fyrir að virkir í athugasemdum geri sér ekki endilega grein fyrir því, þá eru trans fólk líka skattgreiðendur sem eiga rétt á heilbrigðisþjónustu sem bætir þeirra lífskjör. Einna alvarlegast er að trans fólk nú þurft að bíða í hátt tvö ár eftir kynstaðfestandi aðgerðum hjá Landspítala, sem hefur vitaskuld neikvæðar afleiðingar á geðheilsu þeirra. Líf margra hefur því verið í algjörri biðstöðu til lengri tíma, sem kemur í veg fyrir að þau geti gert sömu hluti og flestir aðrir, eins og t.d. skella sér í sund með vinum sínum á sólríkum vordegi eða fara í ræktina. Því í grunninn snýst þetta auðvitað bara allt um það að trans fólk vill geta lifað sátt í eigin skinni og geta tekið virkan þátt í samfélaginu á borð við aðra. Við eigum öll skilið að getað blómstrað og notið lífsins til fulls — og að hafa greiðan aðgang þjónustu sem reynist okkur dýrmæt og lífsnauðsynleg. Höfundur er kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Málefni trans fólks Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Síðan í kringum árið 2009 hefur trans fólk á Íslandi getað fengið trans-tengda heilbrigðisþjónustu í gegnum Landspítala. Hingað til hefur sú þjónusta náð yfir hormónameðferðir, toppaðgerðir fyrir trans karla og kvár, og kynstaðfestandi aðgerðir. Eftir því sem við sem samfélag verðum opnara og frjálsara þá eru fleiri sem þora að stíga fram og leita sér þeirrar þjónustu sem þau þurfa á að halda, og er heilbrigðisþjónusta fyrir trans fólk er ein af grundvallar atriðum sem þurfa að vera til staðar til að tryggja til fulls velferð og öryggi þess. Það gefur auga leið að aðgengi að trans-tengdri heilbrigðisþjónustu hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd og geðheilsu trans fólks — eins og nútíma rannsóknir sýna á afgerandi hátt. Sama gildir um þann stuðning og þjónustu sem trans ungmenni fá. Ef þjónustan er veitt á réttum tíma getur hún komið í veg fyrir líkamlegar breytingar sem valda þeim djúpstæðri vanlíðan og angist og gert þeim kleift að taka upplýstar ákvarðanir um sinn eigin líkama þegar þau hafa þroska til. Ótvíðræður meirihluti þeirra sem nýta sér trans-tengda þjónustu njóta góðs af henni, og er svokölluð „eftirsjá“ eftir kynstaðfestandi aðgerðir ein sú lægsta sem tíðkast innan heilbrigðisþjónustu almennt, eða í kringum 1%. Í samanburði sjá hátt að 47% kvenna eftir brjóstauppbyggingu eftir brjóstnám, 20% eftir aðgerð á blöðruhálskirtli, 10% eftir skiptingu á hnélið og 3% eftir mjaðmaskiptum samkvæmt erlendum rannsóknum. Rannsóknir sýna að eftirsjá eftir aðgerðum að meðaltali er í kringum 14%. Það skýtur því skökku við að fjölmiðlar erlendis fjalli mikið um eftirsjá í tengslum við trans fólk þegar rannsóknir sýna skýrt að eftirsjá í tengslum við aðgerðir er mun lægri en annars staðar — og er enn eitt dæmið um hvernig hlutirnir eru teknir úr samhengi til þess að grafa undan réttindabaráttu og ala á tortryggni og fordómum. Eftirsjá í tengslum við trans ferli snýst líka sjaldnast um að fólk sé ekki trans, en stór hluti þeirra sem „sjá eftir“ því er fólk sem er ekki ánægt með niðurstöður aðgerða þó svo að það sé vissulega trans, fólk sem var kynsegin en hætti við ferli, fólk sem snéri til baka til að tengjast aftur fjölskyldu og vinum sem afneitaði þeim, eða fólk sem snýr til baka vegna þess að það gat ekki höndlað þá fordóma og áreiti sem það varð fyrir út í samfélaginu. Auðvitað á það fólk sem sér eftir sínu ferli að fá þann stuðning sem þau þurfa á að halda, en það er ekki hægt að neita þeim afgerandi góða árangri sem þessi þjónusta hefur skilað og hvernig hún hefur aukið velferð þúsunda um allan heim. Fólk verður að geta tekið ábyrgð á eigin lífi og ákvörðunum, án þess að láta annað fólk gjalda fyrir. Það eru nefnilega raunverulega áskoranir sem trans fólk stendur fyrir í heilbrigðiskerfinu. Enn er eingöngu lítill hluti trans-tengdrar heilbrigðisþjónustu greiddur af sjúkratryggingum, og þrátt fyrir ítarlega skýrslu starfshóps á vegum Forsætisráðuneytisins sem gefin var út 2020 hafa stjórnvöld ekkert gert til að koma til móts við þann gríðarlega kostnað sem trans fólk þarf sjálft að standa straum af. Þrátt fyrir að virkir í athugasemdum geri sér ekki endilega grein fyrir því, þá eru trans fólk líka skattgreiðendur sem eiga rétt á heilbrigðisþjónustu sem bætir þeirra lífskjör. Einna alvarlegast er að trans fólk nú þurft að bíða í hátt tvö ár eftir kynstaðfestandi aðgerðum hjá Landspítala, sem hefur vitaskuld neikvæðar afleiðingar á geðheilsu þeirra. Líf margra hefur því verið í algjörri biðstöðu til lengri tíma, sem kemur í veg fyrir að þau geti gert sömu hluti og flestir aðrir, eins og t.d. skella sér í sund með vinum sínum á sólríkum vordegi eða fara í ræktina. Því í grunninn snýst þetta auðvitað bara allt um það að trans fólk vill geta lifað sátt í eigin skinni og geta tekið virkan þátt í samfélaginu á borð við aðra. Við eigum öll skilið að getað blómstrað og notið lífsins til fulls — og að hafa greiðan aðgang þjónustu sem reynist okkur dýrmæt og lífsnauðsynleg. Höfundur er kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun