Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2022 08:53 Bjarni upplýsti nú í morgun að hann hafi fyrst séð lista yfir þá sem keyptu í lokuðu útboði á stórum hluta Íslandsbanka. Salan er umdeild og það vakti athygli að meðal kaupenda er faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson en valið var sérstaklega í hóp þeirra sem fengu að kaupa. Bjarni segir það ekki hafa verið á sinni hendi. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. Bjarni sat fyrir svörum í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun og ræddi þar hið umdeilda útboð á stórum hluta í Íslandsbanka. Eftir mikla gagnrýni meðal annars á leynd sem ríkt hefur um kaupendur, sem gengur í berhögg við yfirlýst markmið um gegnsæi, lagði fjármálaráðuneytið fram listann yfir kaupendur. Þar var Benedikt meðal kaupenda og Bjarni segir að það hljóti vissulega að vekja upp réttmætar spurningar. Útvarpsmennirnir gengu eftir svörum. „Ég fæ listann fyrst í gær. Það er í fyrsta skipti sem ég sé hver fær úthlutað í kaupunum.“ Vissirðu að pabbi þinn væri þarna? „Nei, það vissi ég ekki. Og það kom mér í opna skjöldu í gær. Það gerði það. Ég hafði ekki hugmynd um það.“ Er það óheppilegt? „Það myndi kannski einhver segja að ástæða væri til að spyrja spurninga út af því. Og að því leytinu til hefði það mátt vera öðru vísi. En á móti kemur að þá verður eitt yfir alla að ganga, ein lög að gilda og einar reglur. Ég er ekki að taka ákvörðun um úthlutun. Ég set bara þessi almennu viðmið.“ En hefði pabbi ekki mátt hringja í strákinn og spyrja, heyrðu ég er hérna að kaupa í bankanum – eða þú að hringja í hann og segja: Heyrðu, vertu rólegur núna? „Sko, ég hef í raun og veru í mjög mörg ár óskað eftir því að vera ekkert mikið inni í því sem hann er að gera. Og ég held að það sé lang best þannig.“ Ertu ósáttur við að hann hafi keypt? Nú hefur þetta vakið nokkra úlfúð? „Ég skil vel að fólk kalli á skýringar og spyrji hvernig þetta gat gerst. Og það er sjálfsagt að svara því. Og ég tel að það standist mjög vel skoðun.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Bítið Tengdar fréttir Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58 Ólíklegt að Bjarni fái upplýsingar frá Bankasýslunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ekkert því til fyrirstöðu af sinni hálfu að gefa upp hverjir keyptu hlut í Íslandsbanka á afslætti. Ef lög standi ekki í vegi fyrir birtingu. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar slær þá hugmynd hins vegar út af borðinu. 6. apríl 2022 15:22 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Bjarni sat fyrir svörum í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun og ræddi þar hið umdeilda útboð á stórum hluta í Íslandsbanka. Eftir mikla gagnrýni meðal annars á leynd sem ríkt hefur um kaupendur, sem gengur í berhögg við yfirlýst markmið um gegnsæi, lagði fjármálaráðuneytið fram listann yfir kaupendur. Þar var Benedikt meðal kaupenda og Bjarni segir að það hljóti vissulega að vekja upp réttmætar spurningar. Útvarpsmennirnir gengu eftir svörum. „Ég fæ listann fyrst í gær. Það er í fyrsta skipti sem ég sé hver fær úthlutað í kaupunum.“ Vissirðu að pabbi þinn væri þarna? „Nei, það vissi ég ekki. Og það kom mér í opna skjöldu í gær. Það gerði það. Ég hafði ekki hugmynd um það.“ Er það óheppilegt? „Það myndi kannski einhver segja að ástæða væri til að spyrja spurninga út af því. Og að því leytinu til hefði það mátt vera öðru vísi. En á móti kemur að þá verður eitt yfir alla að ganga, ein lög að gilda og einar reglur. Ég er ekki að taka ákvörðun um úthlutun. Ég set bara þessi almennu viðmið.“ En hefði pabbi ekki mátt hringja í strákinn og spyrja, heyrðu ég er hérna að kaupa í bankanum – eða þú að hringja í hann og segja: Heyrðu, vertu rólegur núna? „Sko, ég hef í raun og veru í mjög mörg ár óskað eftir því að vera ekkert mikið inni í því sem hann er að gera. Og ég held að það sé lang best þannig.“ Ertu ósáttur við að hann hafi keypt? Nú hefur þetta vakið nokkra úlfúð? „Ég skil vel að fólk kalli á skýringar og spyrji hvernig þetta gat gerst. Og það er sjálfsagt að svara því. Og ég tel að það standist mjög vel skoðun.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Bítið Tengdar fréttir Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58 Ólíklegt að Bjarni fái upplýsingar frá Bankasýslunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ekkert því til fyrirstöðu af sinni hálfu að gefa upp hverjir keyptu hlut í Íslandsbanka á afslætti. Ef lög standi ekki í vegi fyrir birtingu. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar slær þá hugmynd hins vegar út af borðinu. 6. apríl 2022 15:22 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58
Ólíklegt að Bjarni fái upplýsingar frá Bankasýslunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ekkert því til fyrirstöðu af sinni hálfu að gefa upp hverjir keyptu hlut í Íslandsbanka á afslætti. Ef lög standi ekki í vegi fyrir birtingu. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar slær þá hugmynd hins vegar út af borðinu. 6. apríl 2022 15:22