Á níunda hundrað viðburða í Hörpu í fyrra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2022 20:56 Tæplega níu hundruð viðburðir voru haldnir í Hörpu í fyrra. Vísir/Vilhelm Alls voru 867 viðburðir haldnir í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í fyrra þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru. Tekjutap samstæðunnar nam 162,2 milljónum króna, um 20 milljónum minna en árið á undan. Rekstrarárið hjá Hörpu í fyrra markaðist af heimsfaraldri og síbreytilegum samkomutakmörkunum, sem skýrir tekjutap hennar sem nam rúmum 160 milljónum króna. Þetta segir í tilkynningu frá Hörpu, sem gaf út samstæðureikning sinn fyrir rekstrarárið 2021 í dag. Heildartekjur Hörpu á árinu voru 782,5 milljónir króna samanborið við 513,6 milljónir króna árið á undan. Það er þó talsvert minna en árið 2019, áður en heimsfaraldur hófst, en þá voru árstekjurnar 1.209,6 milljónir króna. Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 121,7 milljón króna í fyrra, samanborið við 113,2 milljónir árið 2020. Eigið fé samsæðunnar nam 10.953 milljónum króna í árslok 2021 og er eiginfjárhlutfallið 33 prósent. „Þrátt fyrir að háhrif heimsfaraldursins hafi dregist á langinn og litað alla starfsemi ársins voru haldnir 867 viðburðir í Hörpu samanborið við rúmlega 500 á árinu 2020. Það eru að jafnaði um 17 á viku og rúmlega 60% af viðburðarhaldi venjulegs árs,“ segir í tilkynningu frá Hörpu. Þar kemur fram að haldnir voru 465 listviðburðir: Tónleikar, leiksýningar og listsýningar. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt þar af 75 tónleika. Listviðburðir Íslensku óperunnar voru alls níu talsins. Í Hörpu voru þá haldnar 324 ráðstefnur, fundir og veislur samanborið við 141 slíkan viðburð árið á undan. Um 124 þúsund aðgöngumiðar seldurst á síðasta ári samanborið við 65 þúsund árið 2020 en seldur miðafjöldi árið 2019 var 232 þúsund. Heildarvelta miðsaölu á árinu nam um 685 milljónum króna samanborið við 301 milljón króna árið 2020 og 1.294 milljónir króna árið 2019. Meira en helmingur húsnæðiskostnaðar fór í fasteignagjöld Þá var húsnæðiskostnaður 595 milljónir króna en hlutur fasteignagjalda í þeim kostnaðarlið er 309,7 milljónir, eða ríflega helmingur. „Allt frá árinu 2013 hafa eigendur Hörpu, íslenska ríkið (54%) og Reykjavíkurborg (46%), lagt til rekstrarframlag til að tryggja rekstrarhæfi samstæðunnar. Framlagið er fyrst og fremst til að mæta háum fasteignagjöldum, kostnaði vegna viðhalds byggingar sem jafnframt er listaverk og til að sinna mikilvægu menningarhlutverki Hörpu,“ segir í tilkynningunni. Þá segir jafnframt að rekstrarframlag eigenda á árinu nam 450 milljónum króna auk tekjufærðs mismunar vegna fjármögnunarsamnings, að fjárhæð 25,3 milljónum króna. Í ár líkt og 2020 hafi eigendur lagt til sérstakt viðbótarframlag, síðastliðið ár að upphæð 284,5 milljónum króna, til að mæta lamandi áhrifum heimsfaraldurs á kjarnastarfsemi Hörpu á sviði viðburðarhalds og ferðaþjónustu. Reykjavík Harpa Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Rekstrarárið hjá Hörpu í fyrra markaðist af heimsfaraldri og síbreytilegum samkomutakmörkunum, sem skýrir tekjutap hennar sem nam rúmum 160 milljónum króna. Þetta segir í tilkynningu frá Hörpu, sem gaf út samstæðureikning sinn fyrir rekstrarárið 2021 í dag. Heildartekjur Hörpu á árinu voru 782,5 milljónir króna samanborið við 513,6 milljónir króna árið á undan. Það er þó talsvert minna en árið 2019, áður en heimsfaraldur hófst, en þá voru árstekjurnar 1.209,6 milljónir króna. Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 121,7 milljón króna í fyrra, samanborið við 113,2 milljónir árið 2020. Eigið fé samsæðunnar nam 10.953 milljónum króna í árslok 2021 og er eiginfjárhlutfallið 33 prósent. „Þrátt fyrir að háhrif heimsfaraldursins hafi dregist á langinn og litað alla starfsemi ársins voru haldnir 867 viðburðir í Hörpu samanborið við rúmlega 500 á árinu 2020. Það eru að jafnaði um 17 á viku og rúmlega 60% af viðburðarhaldi venjulegs árs,“ segir í tilkynningu frá Hörpu. Þar kemur fram að haldnir voru 465 listviðburðir: Tónleikar, leiksýningar og listsýningar. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt þar af 75 tónleika. Listviðburðir Íslensku óperunnar voru alls níu talsins. Í Hörpu voru þá haldnar 324 ráðstefnur, fundir og veislur samanborið við 141 slíkan viðburð árið á undan. Um 124 þúsund aðgöngumiðar seldurst á síðasta ári samanborið við 65 þúsund árið 2020 en seldur miðafjöldi árið 2019 var 232 þúsund. Heildarvelta miðsaölu á árinu nam um 685 milljónum króna samanborið við 301 milljón króna árið 2020 og 1.294 milljónir króna árið 2019. Meira en helmingur húsnæðiskostnaðar fór í fasteignagjöld Þá var húsnæðiskostnaður 595 milljónir króna en hlutur fasteignagjalda í þeim kostnaðarlið er 309,7 milljónir, eða ríflega helmingur. „Allt frá árinu 2013 hafa eigendur Hörpu, íslenska ríkið (54%) og Reykjavíkurborg (46%), lagt til rekstrarframlag til að tryggja rekstrarhæfi samstæðunnar. Framlagið er fyrst og fremst til að mæta háum fasteignagjöldum, kostnaði vegna viðhalds byggingar sem jafnframt er listaverk og til að sinna mikilvægu menningarhlutverki Hörpu,“ segir í tilkynningunni. Þá segir jafnframt að rekstrarframlag eigenda á árinu nam 450 milljónum króna auk tekjufærðs mismunar vegna fjármögnunarsamnings, að fjárhæð 25,3 milljónum króna. Í ár líkt og 2020 hafi eigendur lagt til sérstakt viðbótarframlag, síðastliðið ár að upphæð 284,5 milljónum króna, til að mæta lamandi áhrifum heimsfaraldurs á kjarnastarfsemi Hörpu á sviði viðburðarhalds og ferðaþjónustu.
Reykjavík Harpa Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira