Aðstoðarmenn formanna eru með 1.350 þúsund krónur í laun á mánuði Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2022 11:18 Varaþingmenn og félagar úr flokknum eru vinsælir aðstoðarmenn formanna og ráðherra. Brynjar og Teitur Björn aðstoða Jón Gunnarsson en Guðmundur Andri, sem féll út af þingi, er nú aðstoðarmaður Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Að sögn Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis er það svo að ef varaþingmenn sem jafnframt eru aðstoðarmenn eða starfsfólk þingflokka taka sæti á þingi þá eru þau í launalausu leyfi frá aðstoðarmennsku sinni þann tíma sem þingseta tekur til. Aðstoðarmenn formanna eru með 1.350 þúsund krónur á mánuði í laun. Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar ákvað að ráða Guðmund Andra Thorsson varaþingmann flokksins í Kraganum sem sinn sérlegan aðstoðarmann. Áður hafði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gripið til þess að ráða sér til aðstoðar félaga sína úr Sjálfstæðisflokknum, sem jafnframt eru varaþingmenn, sér til aðstoðar; þá Brynjar Níelsson og Teit Björn Einarsson. Vísi lék forvitni á að vita að ef þeir taki sæti á þingi haldi þeir aðstoðarmannalaunum sínum en svo er ekki. Ragna sagði að beina þyrfti sérstaklega fyrirspurn til ráðuneytanna er varðar aðstoðarmenn ráðherra. Í svari við fyrirspurn Vísis kemur fram að starfsfólk þingflokka eru 25 og aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu eru fimm. Launakjör starfsfólks flokkanna í krónum og aurum talið eru rúm 950 þúsund krónur á mánuði. Aðstoðarmenn formanna eru hins vegar talsvert betur settir með 1.350 þúsund krónur á mánuði. Störf þingsins voru til umræðu í Íslandi í dag í gærkvöldi en þar voru þeir Atli Fanndal hjá Transparency International og Brynjar Níelsson meðal gesta og var stuttlega komið inn á aðstoðarmennskuna þar auk þess sem komandi kjaraviðræður komu til tals. Brynjar telur að þar gæti reynst erfitt að ná lendingu vegna deilna innan verkalýðshreyfingarinnar en nauðsyn sé á „ábyrgum kjarasamningum“, annars komi það í bakið á allri þjóðinni. Það sé hægt að hækka laun en þá hækki bara verðbólga og vextir. Alþingi Kjaramál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar ákvað að ráða Guðmund Andra Thorsson varaþingmann flokksins í Kraganum sem sinn sérlegan aðstoðarmann. Áður hafði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gripið til þess að ráða sér til aðstoðar félaga sína úr Sjálfstæðisflokknum, sem jafnframt eru varaþingmenn, sér til aðstoðar; þá Brynjar Níelsson og Teit Björn Einarsson. Vísi lék forvitni á að vita að ef þeir taki sæti á þingi haldi þeir aðstoðarmannalaunum sínum en svo er ekki. Ragna sagði að beina þyrfti sérstaklega fyrirspurn til ráðuneytanna er varðar aðstoðarmenn ráðherra. Í svari við fyrirspurn Vísis kemur fram að starfsfólk þingflokka eru 25 og aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu eru fimm. Launakjör starfsfólks flokkanna í krónum og aurum talið eru rúm 950 þúsund krónur á mánuði. Aðstoðarmenn formanna eru hins vegar talsvert betur settir með 1.350 þúsund krónur á mánuði. Störf þingsins voru til umræðu í Íslandi í dag í gærkvöldi en þar voru þeir Atli Fanndal hjá Transparency International og Brynjar Níelsson meðal gesta og var stuttlega komið inn á aðstoðarmennskuna þar auk þess sem komandi kjaraviðræður komu til tals. Brynjar telur að þar gæti reynst erfitt að ná lendingu vegna deilna innan verkalýðshreyfingarinnar en nauðsyn sé á „ábyrgum kjarasamningum“, annars komi það í bakið á allri þjóðinni. Það sé hægt að hækka laun en þá hækki bara verðbólga og vextir.
Alþingi Kjaramál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira