Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2022 22:44 Flugvallarsamkomulagið handsalað í nóvember 2019. Það gerir ráð fyrir því að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar skuli tryggt á meðan nýtt flugvallarstæði í Hvassahrauni er kannað. Skjáskot/Stöð 2 Innviðaráðuneytið hefur vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnt borgarstjóra að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að borgin áformi að hefja framkvæmdir við nýtt íbúðahverfi í svonefndum Nýja-Skerjafirði í sumar á landi sem fram til þessa hefur heyrt undir flugvöllinn. Áður en það getur gerst þarf að færa flugvallargirðinguna. En miðað við tóninn sem birtist í bréfi innviðaráðuneytis til Reykjavíkurborgar í síðasta mánuði virðist það ekki ætla að gerast átakalaust. Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hafði áður komið þeim sjónarmiðum á framfæri við bæði ríki og borg að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði gætu ógnað öryggi flugvéla með ókyrrð og sviptivindum og fékk Isavia hollensku geimferðastofnunina NLR til að gera úttekt á málinu. Flugvél Icelandair á leið til Egilsstaða í dag hefur sig til flugs af Reykjavíkurflugvelli. Í baksýn er svæðið í Skerjafirði sem borgin hefur skipulagt undir fjölbýlishúsahverfi.Arnar Halldórsson Í fréttum Stöðvar 2 í byrjun janúar vitnaði Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, til niðurstöðu Hollendinganna þegar hún lýsti áhyggjum um að framkvæmdirnar myndu skerða rekstraröryggi flugvallarins. Isavia sendi svo formlegt erindi til innviðaráðuneytis þess efnis í lok janúar. Minnisblað_Isavia_um_flugöryggi_Reykjavíkurflugvallar_frá_21PDF123KBSækja skjal Ráðuneytið brást við með formlegu bréfi til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í byrjun marsmánaðar þar sem vísað er til minnisblaðs Isavia sem og samkomulags samgönguráðherra og borgarstjóra frá 28. nóvember 2019 um að á meðan nýtt flugvallarstæði væri kannað í Hvassahrauni skyldi rekstraröryggi tryggt á Reykjavíkurflugvelli. Bréf_innviðaráðuneytis_til_borgarstjóra_2PDF92KBSækja skjal Í bréfinu til borgarstjóra segir ráðuneytið að það sé engum vafa undirorpið að hverskyns framkvæmdir eða aðrar aðgerðir af hálfu Reykjavíkurborgar sem skerða rekstraröryggi flugvallarins séu í andstöðu við framangreint samkomulag. Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin áformar að leggja undir húsbyggingar. Óskar ráðuneytið eftir því að Reykjavíkurborg upplýsi með hvaða hætti borgin hyggist tryggja að framkvæmdir á svæðinu hafi hvorki áhrif á flugöryggi né rekstraröryggi vallarins. Þá stöðvi borgin allar slíkar framkvæmdir þar til staðfest sé að öryggi vallarins sé tryggt. Óskaði ráðuneytið fyrir hönd Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra eftir svari fyrir 25. mars. Borgin fór fram á lengri tíma til að undirbúa svar sitt og var fresturinn framlengdur til og með þriðjudagsins 5. apríl, sem er á morgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53 Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að borgin áformi að hefja framkvæmdir við nýtt íbúðahverfi í svonefndum Nýja-Skerjafirði í sumar á landi sem fram til þessa hefur heyrt undir flugvöllinn. Áður en það getur gerst þarf að færa flugvallargirðinguna. En miðað við tóninn sem birtist í bréfi innviðaráðuneytis til Reykjavíkurborgar í síðasta mánuði virðist það ekki ætla að gerast átakalaust. Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hafði áður komið þeim sjónarmiðum á framfæri við bæði ríki og borg að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði gætu ógnað öryggi flugvéla með ókyrrð og sviptivindum og fékk Isavia hollensku geimferðastofnunina NLR til að gera úttekt á málinu. Flugvél Icelandair á leið til Egilsstaða í dag hefur sig til flugs af Reykjavíkurflugvelli. Í baksýn er svæðið í Skerjafirði sem borgin hefur skipulagt undir fjölbýlishúsahverfi.Arnar Halldórsson Í fréttum Stöðvar 2 í byrjun janúar vitnaði Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, til niðurstöðu Hollendinganna þegar hún lýsti áhyggjum um að framkvæmdirnar myndu skerða rekstraröryggi flugvallarins. Isavia sendi svo formlegt erindi til innviðaráðuneytis þess efnis í lok janúar. Minnisblað_Isavia_um_flugöryggi_Reykjavíkurflugvallar_frá_21PDF123KBSækja skjal Ráðuneytið brást við með formlegu bréfi til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í byrjun marsmánaðar þar sem vísað er til minnisblaðs Isavia sem og samkomulags samgönguráðherra og borgarstjóra frá 28. nóvember 2019 um að á meðan nýtt flugvallarstæði væri kannað í Hvassahrauni skyldi rekstraröryggi tryggt á Reykjavíkurflugvelli. Bréf_innviðaráðuneytis_til_borgarstjóra_2PDF92KBSækja skjal Í bréfinu til borgarstjóra segir ráðuneytið að það sé engum vafa undirorpið að hverskyns framkvæmdir eða aðrar aðgerðir af hálfu Reykjavíkurborgar sem skerða rekstraröryggi flugvallarins séu í andstöðu við framangreint samkomulag. Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin áformar að leggja undir húsbyggingar. Óskar ráðuneytið eftir því að Reykjavíkurborg upplýsi með hvaða hætti borgin hyggist tryggja að framkvæmdir á svæðinu hafi hvorki áhrif á flugöryggi né rekstraröryggi vallarins. Þá stöðvi borgin allar slíkar framkvæmdir þar til staðfest sé að öryggi vallarins sé tryggt. Óskaði ráðuneytið fyrir hönd Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra eftir svari fyrir 25. mars. Borgin fór fram á lengri tíma til að undirbúa svar sitt og var fresturinn framlengdur til og með þriðjudagsins 5. apríl, sem er á morgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53 Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20
Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53
Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22