Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. apríl 2022 12:59 Eins hryllilegar og myndirnar frá Bucha eru, þá hafa margir miðlar eflaust ákveðið að sýna ekki þær allra verstu. Á þeim má sjá höfuðlaus lík, brotnar höfuðkúpur og líkamsparta teygja sig úr plastpokum eða jörðinni. epa/Atef Safadi Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. Í færslu á Facebook segir að íbúar hafi verið látnir í friði á meðan hernám Rússa stóð yfir, getað farið frjálsir um og notað farsíma. Allir hafi þeir getað yfirgefið bæinn ef þeir vildu. Úkraínskar hersveitir hafi hins vegar látið sprengjum og skotum rigna yfir suðurhluta bæjarins. Þá segir að allir rússneskir hermenn hefðu yfirgefið svæðið 31. mars, líkt og fram kom í myndskeiði sem bæjarstjóri Bucha deildi á Facebook, og að svokölluð „sönnunargögn“ um meinta glæpi Rússa í Bucha hafi ekki komið í ljós fyrr en fjórum dögum seinna, þegar úkraínskar öryggissveitir og fjölmiðlar mættu á vettvang. Bæjarstjórinn hefði í myndskeiðinu ekki minnst einu orði á að íbúar hefðu verið skotnir úti á götu og þá virtust þau lík sem hafa birst á myndum og myndskeiðum ekki stirðnuð. Fyrir neðan má sjá myndskeiðið sem Rússar eru líklega að vísa til. Tímalínan Ef betur er að gáð á þetta sér þó skýringar. Myndskeiðið frá bæjarstjóra Bucha var birt 1. apríl klukkan 15.30. Um það bil klukkustund síðar birtist önnur færsla á Facebook-síðu bæjaryfirvalda, þar sem talað er um að Rússar séu farnir og að íbúar hafi verið án vatns, rafmagns og internets. Talað er um að frelsun Bucha hafi kostað mannslíf en hvergi um að íbúar hafi verið skotnir úti á götum. Þetta virðast Rússar vilja meina að sé sönnun þess að hroðaverk þau sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hafi verið sett á svið eftir á. Rétt fyrir hádegi daginn eftir, þann 2. apríl, birta borgaryfirvöld hins vegar myndir frá borginni, sem sýna eyðileggingu eftir hernámið. Í athugasemdunum má sjá íbúa biðla til þess sem ljósmyndar um að taka myndir af hinum og þessum hverfum og götum, til að fólk geti séð hvað hefur orðið um heimaslóðir sínar. Þessar beiðnir má líklega rekja til þess að útgöngubann er í gildi og íbúum hefur ítrekað verið ráðlagt, til dæmis á Facebook-síðunni, að halda sig heima, meðal annars vegna fjölda jarðsprengja sem Rússar hafa skilið eftir. Ofangreint útskýrir hvers vegna fregnir og myndir af líkum á víð og dreif fóru ekki í dreifingu fyrr en um helgina. Í færslu sem birtist á laugardag er tilkynnt um að hreinsunarstarf sé að fara af stað. Um kvöldið berast síðan fyrstu fregnir af fjölda líka á götum úti. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira
Í færslu á Facebook segir að íbúar hafi verið látnir í friði á meðan hernám Rússa stóð yfir, getað farið frjálsir um og notað farsíma. Allir hafi þeir getað yfirgefið bæinn ef þeir vildu. Úkraínskar hersveitir hafi hins vegar látið sprengjum og skotum rigna yfir suðurhluta bæjarins. Þá segir að allir rússneskir hermenn hefðu yfirgefið svæðið 31. mars, líkt og fram kom í myndskeiði sem bæjarstjóri Bucha deildi á Facebook, og að svokölluð „sönnunargögn“ um meinta glæpi Rússa í Bucha hafi ekki komið í ljós fyrr en fjórum dögum seinna, þegar úkraínskar öryggissveitir og fjölmiðlar mættu á vettvang. Bæjarstjórinn hefði í myndskeiðinu ekki minnst einu orði á að íbúar hefðu verið skotnir úti á götu og þá virtust þau lík sem hafa birst á myndum og myndskeiðum ekki stirðnuð. Fyrir neðan má sjá myndskeiðið sem Rússar eru líklega að vísa til. Tímalínan Ef betur er að gáð á þetta sér þó skýringar. Myndskeiðið frá bæjarstjóra Bucha var birt 1. apríl klukkan 15.30. Um það bil klukkustund síðar birtist önnur færsla á Facebook-síðu bæjaryfirvalda, þar sem talað er um að Rússar séu farnir og að íbúar hafi verið án vatns, rafmagns og internets. Talað er um að frelsun Bucha hafi kostað mannslíf en hvergi um að íbúar hafi verið skotnir úti á götum. Þetta virðast Rússar vilja meina að sé sönnun þess að hroðaverk þau sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hafi verið sett á svið eftir á. Rétt fyrir hádegi daginn eftir, þann 2. apríl, birta borgaryfirvöld hins vegar myndir frá borginni, sem sýna eyðileggingu eftir hernámið. Í athugasemdunum má sjá íbúa biðla til þess sem ljósmyndar um að taka myndir af hinum og þessum hverfum og götum, til að fólk geti séð hvað hefur orðið um heimaslóðir sínar. Þessar beiðnir má líklega rekja til þess að útgöngubann er í gildi og íbúum hefur ítrekað verið ráðlagt, til dæmis á Facebook-síðunni, að halda sig heima, meðal annars vegna fjölda jarðsprengja sem Rússar hafa skilið eftir. Ofangreint útskýrir hvers vegna fregnir og myndir af líkum á víð og dreif fóru ekki í dreifingu fyrr en um helgina. Í færslu sem birtist á laugardag er tilkynnt um að hreinsunarstarf sé að fara af stað. Um kvöldið berast síðan fyrstu fregnir af fjölda líka á götum úti.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira