Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Kolbeinn Tumi Daðason og Jakob Bjarnar skrifa 4. apríl 2022 12:49 Vigdís Häsler er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Aðsend Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. Vigdís hefur sent frá sér yfirlýsingu, og birt á Facebooksíðu sinni, þar sem hún segir afar særandi ummæli hafa fallið í sinn garð af hálfu Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Samkvæmt heimildum Vísis gerðist atvikið hvar ummælin féllu eftir miðnætti, en hugmyndin var að fá mynd af hópi Sigurði Inga með hópi starfsmanna Bændasamtakanna. Upp kom sú hugmynd að þeir myndu halda á Vigdísi á mynd en þá sagði Sigurður Ingi eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Hann forðaði sér við svo búið af vettvangi. Búnaðarþing hófst á fimmtudag í síðustu viku og var allt annað en tíðindalítið, ekki utan formlegs þinghalds. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hafði engan áhuga á að faðma Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtakanna. Sem lauk með því að Gunnar yfirgaf veisluhöld Framsóknarflokksins. Lilja hefur sagt að Gunnar hafi misskilið grín hennar en viðurkennir að erfitt hafi verið á milli þeirra vegna ágreiningsmála. DV fjallaði um helgina um að orðrómur væri uppi um að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefði látið niðrandi orð falla í garð Vigdísar á fimmtudagskvöldið í sama boði flokksins. Þar stóð til að taka mynd þar og höfðu Fréttablaðið og DV eftir heimildarmönnum að Sigurður Ingi hefði sagst ekki vilja taka þátt í myndatökunni „með þessari svörtu“. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga þvertók í samtali við miðlana að ráðherrann hefði notað slík orð. „Þetta er algjört bull,“ sagði Ingveldur. Samkvæmt heimildamönnum Vísis fer Ingveldur ekki með rétt mál, hún hafi ekki verið viðstödd þegar ummælin féllu. Og að til séu myndir sem sýna það svo ekki verður um villst. Ingveldur Sæmundsdóttir er aðstoðarmaður Sigurðar Inga.Framsóknarflokkurinn Hann hefði þó sagst ekki vilja halda á Sjálfstæðismanni. Vigdís hefur starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt frétt DV stóð til að halda á Vigdísi í myndatökunni. Vigdís tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni í dag. „Aldrei hélt ég að ég þyrfti að setjast niður og skrifa svona yfirlýsingu. Ég hef aldrei látið húðlit, kynþátt, kynferði eða annað skilgreina mig. Ég hef alltaf talið að verk mín og gjörðir töluðu fyrir sig sjálf, en núna tel ég mig knúna til að tjá mig um það sem gerðist,“ segir Vigdís. „Á fimmtudaginn sl. sótti starfsfólk Bændasamtakanna, þar með talin ég flokkaboð til stjórnmálaflokka sem haldin eru í tengslum við Búnaðarþing og löng hefð hefur verið fyrir.“ Starfsfólk Bændasamtakanna hafi óskað eftir því að innviðaráðherra og fleiri væru með í myndatöku sem Vigdís hafi síðar komið að. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það.“ Duldir fordómar séu samfélagsmein Vigdís segist standa með sjálfri sér þegar komi að þessu. Hún segir þó ekki berum orðum hvaða orð ráðherra lét falla. „Ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt. Ég neita að bera ábyrgð á þeim orðum sem ráðherrann viðhafði í minn garð. Duldir fordómar eru gríðarlegt samfélagsmein og grassera á öllum stigum samfélagsins. Þeir smætta verk einstaklinga og gjörðir niður í lit eða kyn.“ Hún ætli ekki að tjá sig frekar um málið heldur horfa fram á veginn að vinna úr þeim góðu niðurstöðum sem fram komu á Búnaðarþingi. Samkvæmt samtali Vísis við starfsmenn Bændasamtakanna miður sín vegna uppákomunnar, þeir telja að það góða starf sem unnið var á Búnaðarþingi hljóti að falla í skugga þessara ummæla Sigurðar Inga. Yfirlýsing Vigdísar í heild sinni „Aldrei hélt ég að ég þyrfti að setjast niður og skrifa svona yfirlýsingu. Ég hef aldrei látið húðlit, kynþátt, kynferði eða annað skilgreina mig. Ég hef alltaf talið að verk mín og gjörðir töluðu fyrir sig sjálf, en núna tel ég mig knúna til að tjá mig um það sem gerðist. Á fimmtudaginn sl. sótti starfsfólk Bændasamtakanna, þar með talin ég flokkaboð til stjórnmálaflokka sem haldin eru í tengslum við Búnaðarþing og löng hefð hefur verið fyrir. Starfsfólk Bændasamtakanna óskaði eftir því að innviðaráðherra og fleiri væru með í myndatöku sem ég kom síðar að. Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það. Ég stend með sjálfri mér þegar kemur að þessu, ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt. Ég neita að bera ábyrgð á þeim orðum sem ráðherrann viðhafði í minn garð. Duldir fordómar eru gríðarlegt samfélagsmein og grassera á öllum stigum samfélagsins. Þeir smætta verk einstaklinga og gjörðir niður í lit eða kyn. Ég mun ekki tjá mig um þetta frekar heldur kýs núna að horfa fram á veginn að vinna úr þeim góðu niðurstöðum sem fram komu á Búnaðarþingi.“ 15:11 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur beðist afsökunar á orðum sínum. Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Landbúnaður Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4. apríl 2022 08:55 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Vigdís hefur sent frá sér yfirlýsingu, og birt á Facebooksíðu sinni, þar sem hún segir afar særandi ummæli hafa fallið í sinn garð af hálfu Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Samkvæmt heimildum Vísis gerðist atvikið hvar ummælin féllu eftir miðnætti, en hugmyndin var að fá mynd af hópi Sigurði Inga með hópi starfsmanna Bændasamtakanna. Upp kom sú hugmynd að þeir myndu halda á Vigdísi á mynd en þá sagði Sigurður Ingi eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Hann forðaði sér við svo búið af vettvangi. Búnaðarþing hófst á fimmtudag í síðustu viku og var allt annað en tíðindalítið, ekki utan formlegs þinghalds. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hafði engan áhuga á að faðma Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtakanna. Sem lauk með því að Gunnar yfirgaf veisluhöld Framsóknarflokksins. Lilja hefur sagt að Gunnar hafi misskilið grín hennar en viðurkennir að erfitt hafi verið á milli þeirra vegna ágreiningsmála. DV fjallaði um helgina um að orðrómur væri uppi um að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefði látið niðrandi orð falla í garð Vigdísar á fimmtudagskvöldið í sama boði flokksins. Þar stóð til að taka mynd þar og höfðu Fréttablaðið og DV eftir heimildarmönnum að Sigurður Ingi hefði sagst ekki vilja taka þátt í myndatökunni „með þessari svörtu“. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga þvertók í samtali við miðlana að ráðherrann hefði notað slík orð. „Þetta er algjört bull,“ sagði Ingveldur. Samkvæmt heimildamönnum Vísis fer Ingveldur ekki með rétt mál, hún hafi ekki verið viðstödd þegar ummælin féllu. Og að til séu myndir sem sýna það svo ekki verður um villst. Ingveldur Sæmundsdóttir er aðstoðarmaður Sigurðar Inga.Framsóknarflokkurinn Hann hefði þó sagst ekki vilja halda á Sjálfstæðismanni. Vigdís hefur starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt frétt DV stóð til að halda á Vigdísi í myndatökunni. Vigdís tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni í dag. „Aldrei hélt ég að ég þyrfti að setjast niður og skrifa svona yfirlýsingu. Ég hef aldrei látið húðlit, kynþátt, kynferði eða annað skilgreina mig. Ég hef alltaf talið að verk mín og gjörðir töluðu fyrir sig sjálf, en núna tel ég mig knúna til að tjá mig um það sem gerðist,“ segir Vigdís. „Á fimmtudaginn sl. sótti starfsfólk Bændasamtakanna, þar með talin ég flokkaboð til stjórnmálaflokka sem haldin eru í tengslum við Búnaðarþing og löng hefð hefur verið fyrir.“ Starfsfólk Bændasamtakanna hafi óskað eftir því að innviðaráðherra og fleiri væru með í myndatöku sem Vigdís hafi síðar komið að. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það.“ Duldir fordómar séu samfélagsmein Vigdís segist standa með sjálfri sér þegar komi að þessu. Hún segir þó ekki berum orðum hvaða orð ráðherra lét falla. „Ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt. Ég neita að bera ábyrgð á þeim orðum sem ráðherrann viðhafði í minn garð. Duldir fordómar eru gríðarlegt samfélagsmein og grassera á öllum stigum samfélagsins. Þeir smætta verk einstaklinga og gjörðir niður í lit eða kyn.“ Hún ætli ekki að tjá sig frekar um málið heldur horfa fram á veginn að vinna úr þeim góðu niðurstöðum sem fram komu á Búnaðarþingi. Samkvæmt samtali Vísis við starfsmenn Bændasamtakanna miður sín vegna uppákomunnar, þeir telja að það góða starf sem unnið var á Búnaðarþingi hljóti að falla í skugga þessara ummæla Sigurðar Inga. Yfirlýsing Vigdísar í heild sinni „Aldrei hélt ég að ég þyrfti að setjast niður og skrifa svona yfirlýsingu. Ég hef aldrei látið húðlit, kynþátt, kynferði eða annað skilgreina mig. Ég hef alltaf talið að verk mín og gjörðir töluðu fyrir sig sjálf, en núna tel ég mig knúna til að tjá mig um það sem gerðist. Á fimmtudaginn sl. sótti starfsfólk Bændasamtakanna, þar með talin ég flokkaboð til stjórnmálaflokka sem haldin eru í tengslum við Búnaðarþing og löng hefð hefur verið fyrir. Starfsfólk Bændasamtakanna óskaði eftir því að innviðaráðherra og fleiri væru með í myndatöku sem ég kom síðar að. Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það. Ég stend með sjálfri mér þegar kemur að þessu, ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt. Ég neita að bera ábyrgð á þeim orðum sem ráðherrann viðhafði í minn garð. Duldir fordómar eru gríðarlegt samfélagsmein og grassera á öllum stigum samfélagsins. Þeir smætta verk einstaklinga og gjörðir niður í lit eða kyn. Ég mun ekki tjá mig um þetta frekar heldur kýs núna að horfa fram á veginn að vinna úr þeim góðu niðurstöðum sem fram komu á Búnaðarþingi.“ 15:11 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur beðist afsökunar á orðum sínum.
„Aldrei hélt ég að ég þyrfti að setjast niður og skrifa svona yfirlýsingu. Ég hef aldrei látið húðlit, kynþátt, kynferði eða annað skilgreina mig. Ég hef alltaf talið að verk mín og gjörðir töluðu fyrir sig sjálf, en núna tel ég mig knúna til að tjá mig um það sem gerðist. Á fimmtudaginn sl. sótti starfsfólk Bændasamtakanna, þar með talin ég flokkaboð til stjórnmálaflokka sem haldin eru í tengslum við Búnaðarþing og löng hefð hefur verið fyrir. Starfsfólk Bændasamtakanna óskaði eftir því að innviðaráðherra og fleiri væru með í myndatöku sem ég kom síðar að. Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það. Ég stend með sjálfri mér þegar kemur að þessu, ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt. Ég neita að bera ábyrgð á þeim orðum sem ráðherrann viðhafði í minn garð. Duldir fordómar eru gríðarlegt samfélagsmein og grassera á öllum stigum samfélagsins. Þeir smætta verk einstaklinga og gjörðir niður í lit eða kyn. Ég mun ekki tjá mig um þetta frekar heldur kýs núna að horfa fram á veginn að vinna úr þeim góðu niðurstöðum sem fram komu á Búnaðarþingi.“
Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Landbúnaður Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4. apríl 2022 08:55 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4. apríl 2022 08:55