Boðar miklar breytingar á listamannalaunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. apríl 2022 12:31 Lilja vill skipta listamannalaunum upp í þrjá aldurshópa. vísir/vilhelm Menningarmálaráðherra ætlar að gera miklar breytingar á öllu kerfi listamannalauna. Hún setur sig alfarið á móti nýju frumvarpi Sjálfstæðismanna og finnst málflutningur þeirra sorglegur. Frumvarp Sjálfstæðismannanna snýst einfaldlega um að leggja niður heiðurslaun listamanna. Þeir lögðu það fram síðasta föstudag. Menningarmálaráðherra er ekki hrifinn af frumvarpinu. „Ég hafna þessu frumvarpi Sjálfstæðismanna algerlega. Ég verð nú að segja eins og er að fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað aprílgabb hjá þingmönnunum þremur. En svo var ekki þegar ég fór á vefsíðu Alþingis,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Sorglegar skoðanir Í greinargerð frumvarpsins segir meðal annars að þingmennirnir sjái ekki að samfélagslegur ávinningur sé af slíku heiðurslaunakerfi. „Ég verð nú bara að segja eins og er að mér finnst þetta sorglegt að þessir þingmenn hafi slíkt í greinargerð. Listamenn þeir skila samfélaginu gríðarlegum ábata og ávinningi. Bæta líf okkar allra,“ segir Lilja. Í dag eru tvö kerfi við lýði þar sem ríki launar listamönnum; almenn listamannalaun og svo heiðurslaunin sem allt að 25 listamenn geta verið með. Þau eru tryggð til æviloka. Lilja segist vera í miðri vinnu við að breyta þessu kerfi algerlega í samstarfi við Bandalag íslenskra listamanna, Samtök um skapandi greinar, BHM og fleiri. Hún vill ekki fara nákvæmlega út í breytingarnar sem þar er verið að teikna upp en segir þó að verið sé að horfa á að skipta listamannalaunum upp í þrjá flokka eftir aldri. „Við yrðum mögulega með flokk fyrir yngri listamenn, 35 ára og yngri. Við værum svo með hefðbundin starfslaun og svo værum við með svona heldri manna listamannalaun þar sem þeir sem hafa fengið listamannalaun í langan tíma þeir færu á svona hálfgerð eftirlaun,“ segir Lilja. Hún býst við að kynna betur drög að frumvarpinu í síðasta lagi í byrjun næsta mánaðar. Listamannalaun Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Frumvarp Sjálfstæðismannanna snýst einfaldlega um að leggja niður heiðurslaun listamanna. Þeir lögðu það fram síðasta föstudag. Menningarmálaráðherra er ekki hrifinn af frumvarpinu. „Ég hafna þessu frumvarpi Sjálfstæðismanna algerlega. Ég verð nú að segja eins og er að fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað aprílgabb hjá þingmönnunum þremur. En svo var ekki þegar ég fór á vefsíðu Alþingis,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Sorglegar skoðanir Í greinargerð frumvarpsins segir meðal annars að þingmennirnir sjái ekki að samfélagslegur ávinningur sé af slíku heiðurslaunakerfi. „Ég verð nú bara að segja eins og er að mér finnst þetta sorglegt að þessir þingmenn hafi slíkt í greinargerð. Listamenn þeir skila samfélaginu gríðarlegum ábata og ávinningi. Bæta líf okkar allra,“ segir Lilja. Í dag eru tvö kerfi við lýði þar sem ríki launar listamönnum; almenn listamannalaun og svo heiðurslaunin sem allt að 25 listamenn geta verið með. Þau eru tryggð til æviloka. Lilja segist vera í miðri vinnu við að breyta þessu kerfi algerlega í samstarfi við Bandalag íslenskra listamanna, Samtök um skapandi greinar, BHM og fleiri. Hún vill ekki fara nákvæmlega út í breytingarnar sem þar er verið að teikna upp en segir þó að verið sé að horfa á að skipta listamannalaunum upp í þrjá flokka eftir aldri. „Við yrðum mögulega með flokk fyrir yngri listamenn, 35 ára og yngri. Við værum svo með hefðbundin starfslaun og svo værum við með svona heldri manna listamannalaun þar sem þeir sem hafa fengið listamannalaun í langan tíma þeir færu á svona hálfgerð eftirlaun,“ segir Lilja. Hún býst við að kynna betur drög að frumvarpinu í síðasta lagi í byrjun næsta mánaðar.
Listamannalaun Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira