Tennisvöllur Kínverja í Garðastræti má muna sinn fífil fegurri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2022 09:00 Svona leit tennisvöllurinn í bakgarðinum við Garðastræti 41 út sunnudaginn 3. apríl síðastliðinn. Stór hluti línanna sést hreinlega ekki lengur fyrir mosa. Vísir/Kolbeinn Tumi Það er óhætt að segja að umdeildur tennisvöllur við Garðastræti 41 sé kominn til ára sinna. Völlurinn var byggður af kínverska sendiráðinu á Íslandi í upphafi aldarinnar í óþökk nágranna. Lítil starfsemi er í húsinu og enginn sést með tennisspaða í hönd í mjög langan tíma. Garðastræti 41 er sögufrægt hús. Sigurður Guðmundsson teiknaði það árið 1929 og var það fysta íbúðarhúsið á landinu undir merkjum módernisma í svokölluðum funkis-stíl. Ólafur Thors, fyrrverarandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, bjó í húsinu. Vinnuveitendasamband Íslands keypti það síðar áður en það varð að skrifstofum Samtaka atvinnulífsins. Það var svo árið 2002 sem Wang Xuwei, fulltrúi kínverska sendiráðsins, og Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifuðu undir kaupsamning. Húsið komið í eigu kínverska sendiráðsins. Tuttugu árum síðar er húsið enn í eigu Viðskiptaskrifstofu Kína, sem er hluti sendiráðs Kína, en stendur autt. Umdeildar framkvæmdir Óhætt er að segja að Kínverjarnir hafi stimplað sig inn með látum, að mati nágranna þeirra beggja vegna í það minnsta. Fyrst kærðu nágrannarnir í Garðastræti 43 bílskúr sem kínverski sendiherrann þáverandi lét byggja á lóðamörkunum. Í framhaldinu fóru þeir að huga að byggingu tennisvallar í stórum bakgarði. Byggingarleyfi hjá byggingafulltrúanum í Reykjavík fékkst í ágúst 2003 en nágrannarnir í Garðastræti 39 brugðust illa við þeim tíðindum. Kærðu þeir málið til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í september 2003. Framkvæmdir voru stöðvaðar um tíma og komst nefndin að niðurstöðu í nóvember 2003 um að vísa málinu frá. Íbúarnir í Garðastræti 39 voru ósáttir við ýmislegt. Þeir héldu því fram að miklu magni af fyllingarefni hefði verið ekið inn á lóðina, hún jöfnuð að lóðarmörkunum og lóðin hækkuð þannig að horft sé niður í garðinn á númer 39 af tennisvellinum. Þá hafi Viðskiptaskrifstofa Kína hent áratuga gömlum trjágróðri sem prýddi lóðina. Vildu ekki læti í kyrrlátt hverfi Bentu þeir jafnframt á að tennisboltar væru harðir viðkomu. Atvinnumenn gætu slegið boltann á allt að 200 kílómetra hraða í uppgjöfum sínum. Girðing upp á 180 sentímetra væri ekki nógu há til að koma í veg fyrir slysahættu. Þá var vikið að hávaða sem stafi af tíðni högga og hörku boltanna. Nýting íbúðarlóðar inni í friðsælu hverfi til tennisleiks væri fráleit. Nýting vallarins yrði væntanlega að sumri til en á þeim tíma nýttu nágrannarnir sömuleiðis garðin til útiveru. Úrskurðarnefndin sagði í niðurstöðu sinni að nefndin hefði ekki lögsögu um rétt eða skyldur Sendiráðs Kína í málinu. Var því vísað frá. Völlurinn reis og var raunar ansi glæsilegur, í leyni ef svo má segja í garðinum. Umkringdur hárri grænni girðingu til að varna því að boltarnir færu í nærliggjandi garða, sem þeir gerðu þó vafalítið. Eftirsóknarverð karókíkvöld Í mars 2004 segir í mola í DV að Kínverjarnir séu orðnir að vorboðum við Garðastrætið. „Á góðviðrisdegi í síðustu viku gat að líta fljúgandi tennisbolta inn á nærliggjandi lóðir og íþróttalega klæddur Kínverji sem kom á eftir, hlaðinn tennisboltum,“ segir í molanum. Rætt sé um að með tennisleik Kínverjanna komi vorið. Ekki heyrðist þó aðeins hljóð í tennisboltunum heldur einnig söngur. „Nábýlið við fulltrúa Kína hér á landi hefur fleira í för með sér. Starfsmenn sendiráðsins við Garðastræti halda reglulega karókíkvöld. Ómþýður og framandi söngur Kínverjanna á eigin tungu hljómar um nágrennið, á meðan flestir Íslendingar myndu gefa sér skarkala hinna ölvuðu,“ sagði í greininni. Klikkt er út með að gagnrýni Íslendinganna stafi af öfund. Æðsti draumurinn sé að fá boð í tennis og karókíkvöld. Tennisvöllur orðinn að garði í órækt Blaðamaður rölti Garðastrætið um helgina og kíkti á völlinn. Hann hefur sannarlega ekki orðið betri með aldrinum og völlurinn í órækt, ef svo má segja. Illgresi og mosi þekja stóran hluta vallarins og ónýtt trampólín liggur úti í horni. Húsið við Garðastræti 41 stendur nefnilega autt, og hefur gert um árabil. Í frétt Viðskiptablaðsins frá 2017 er fjallað um fasteignir í eigu Sendiráðs Kína og Viðskiptastofu Kína. Þá nam markaðsvirði fasteignasafns þeirra 2530 milljónum króna en fasteignamatið þá var rúmlega 1300 milljónir. Um var að ræða eignir sendiráðsins í Bríetartúni 1, Fjólugötu 19B og Víðimel 29 og svo Garðastræti 41 í eigu Viðskiptaskrifstofunnar. Sendiráðið er í Bríetartúni 1 þar sem starfsmenn sendiráðsins bæði vinna og búa. Sendiráðið var á sínum tíma á Víðimel 29, sem varð þekkt sem draugahús á Melunum eftir að Kínverjanir fluttu sendiráð sitt árið 2012. Húsið glæsilega var að lokum selt Friðberti Friðbertssyni, forstjóra Heklu, árið 2020. Heilmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir við húsið sem breyta á í fimm íbúðir. Fjallað var um kaup Friðberts á glæsihúsinu við Víðimel í fjölmiðlum, meðal annars í Vesturbæjarblaðinu. Fasteign Sendiráðsins á Fjólugötu hljóðar upp á 330 fermetra. Hún var ónotuð árið 2017 þegar Viðskiptablaðið fjallaði um málið. Blaðamaður heyrði hljóðið í tveimur nágrönnum við Garðastræti 39 sem fullyrtu að ekki hefði verið spilaður tennis í garðinum svo árum skipti. Raunar hefði það aðeins verið fljótlega eftir byggingu sem sást til Kínverja með tennisspaðana á lofti, eða klifrandi yfir í næsta garð eftir tennisboltum. Tennis á Íslandi Tennisvöllurinn er sá eini í hverfi 101 og líklegt að margir hafi verið búnir að gleyma tilvist vallarins fyrir lifandi löngu. Eðlilega kannski enda ekkert net uppi á vellinum sem er forsenda þess að hægt sé að spila íþróttina. Sumar línur vallarins eru orðnar ósýnilegar vegna mosa. Áhugasamir tennisspilarar í nágrenninu geta þó spilað tennis við Hagaskóla, hvar komið hefur verið upp neti á steyptum velli. Hjálmarsvelli, nefndur eftir Hjálmari Aðalsteinssyni íþróttakennara og tenniskappa sem lést í hitteðfyrra langt fyrir aldur fram. Iðkendur ættu þó að gæta að misfellum á vellinum. Með hækkandi sól fara tennisvellir Víkings í Fossvogi og TFK í Kópavogi að verða aðgengilegir að nýju. Annars er slegist um innivellina fimm í Tennishöllinni í Kópavogi, sem kalla mætti mekka tennis á Íslandi, sem og nýlega padel-velli. Padel-vellirnir tveir í Tennishöllinni í Kópavogi. Fyrir þá sem ekki þekkja er padel eins konar blanda af tennis og veggtennis þar sem spilaður er tvíliðaleikur. Padel er einkar aðgengileg íþrótt fyrir vini og fjölskyldur sem og keppnisfólk. Vonir standa til þess að höfuðborgarbúar, og þá sérstaklega Reykvíkingar, fái betri aðgang til tennisiðkunar sem sökum veðurs er inniíþrótt á Íslandi stærstan hluta ársins. Starfshópur á vegum borgarinnar lagði til í fyrra að byggt yrði tennishús á lóð TBR við Glæsibæ. Um er að ræða 2500 fermetra hús með fjórum tennisvöllum ásamt 900 fermetra viðbyggingu á tveimur hæðum auk kjallara. Áætlaður kostnaður við þessar byggingar er 985 milljónir króna. Einnig lagði starfshópurinn til að byggðir yrðu fjórir tennisvellir á núverandi grasæfingasvæði Þróttar. Tennis Reykjavík Utanríkismál Sendiráð á Íslandi Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Garðastræti 41 er sögufrægt hús. Sigurður Guðmundsson teiknaði það árið 1929 og var það fysta íbúðarhúsið á landinu undir merkjum módernisma í svokölluðum funkis-stíl. Ólafur Thors, fyrrverarandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, bjó í húsinu. Vinnuveitendasamband Íslands keypti það síðar áður en það varð að skrifstofum Samtaka atvinnulífsins. Það var svo árið 2002 sem Wang Xuwei, fulltrúi kínverska sendiráðsins, og Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifuðu undir kaupsamning. Húsið komið í eigu kínverska sendiráðsins. Tuttugu árum síðar er húsið enn í eigu Viðskiptaskrifstofu Kína, sem er hluti sendiráðs Kína, en stendur autt. Umdeildar framkvæmdir Óhætt er að segja að Kínverjarnir hafi stimplað sig inn með látum, að mati nágranna þeirra beggja vegna í það minnsta. Fyrst kærðu nágrannarnir í Garðastræti 43 bílskúr sem kínverski sendiherrann þáverandi lét byggja á lóðamörkunum. Í framhaldinu fóru þeir að huga að byggingu tennisvallar í stórum bakgarði. Byggingarleyfi hjá byggingafulltrúanum í Reykjavík fékkst í ágúst 2003 en nágrannarnir í Garðastræti 39 brugðust illa við þeim tíðindum. Kærðu þeir málið til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í september 2003. Framkvæmdir voru stöðvaðar um tíma og komst nefndin að niðurstöðu í nóvember 2003 um að vísa málinu frá. Íbúarnir í Garðastræti 39 voru ósáttir við ýmislegt. Þeir héldu því fram að miklu magni af fyllingarefni hefði verið ekið inn á lóðina, hún jöfnuð að lóðarmörkunum og lóðin hækkuð þannig að horft sé niður í garðinn á númer 39 af tennisvellinum. Þá hafi Viðskiptaskrifstofa Kína hent áratuga gömlum trjágróðri sem prýddi lóðina. Vildu ekki læti í kyrrlátt hverfi Bentu þeir jafnframt á að tennisboltar væru harðir viðkomu. Atvinnumenn gætu slegið boltann á allt að 200 kílómetra hraða í uppgjöfum sínum. Girðing upp á 180 sentímetra væri ekki nógu há til að koma í veg fyrir slysahættu. Þá var vikið að hávaða sem stafi af tíðni högga og hörku boltanna. Nýting íbúðarlóðar inni í friðsælu hverfi til tennisleiks væri fráleit. Nýting vallarins yrði væntanlega að sumri til en á þeim tíma nýttu nágrannarnir sömuleiðis garðin til útiveru. Úrskurðarnefndin sagði í niðurstöðu sinni að nefndin hefði ekki lögsögu um rétt eða skyldur Sendiráðs Kína í málinu. Var því vísað frá. Völlurinn reis og var raunar ansi glæsilegur, í leyni ef svo má segja í garðinum. Umkringdur hárri grænni girðingu til að varna því að boltarnir færu í nærliggjandi garða, sem þeir gerðu þó vafalítið. Eftirsóknarverð karókíkvöld Í mars 2004 segir í mola í DV að Kínverjarnir séu orðnir að vorboðum við Garðastrætið. „Á góðviðrisdegi í síðustu viku gat að líta fljúgandi tennisbolta inn á nærliggjandi lóðir og íþróttalega klæddur Kínverji sem kom á eftir, hlaðinn tennisboltum,“ segir í molanum. Rætt sé um að með tennisleik Kínverjanna komi vorið. Ekki heyrðist þó aðeins hljóð í tennisboltunum heldur einnig söngur. „Nábýlið við fulltrúa Kína hér á landi hefur fleira í för með sér. Starfsmenn sendiráðsins við Garðastræti halda reglulega karókíkvöld. Ómþýður og framandi söngur Kínverjanna á eigin tungu hljómar um nágrennið, á meðan flestir Íslendingar myndu gefa sér skarkala hinna ölvuðu,“ sagði í greininni. Klikkt er út með að gagnrýni Íslendinganna stafi af öfund. Æðsti draumurinn sé að fá boð í tennis og karókíkvöld. Tennisvöllur orðinn að garði í órækt Blaðamaður rölti Garðastrætið um helgina og kíkti á völlinn. Hann hefur sannarlega ekki orðið betri með aldrinum og völlurinn í órækt, ef svo má segja. Illgresi og mosi þekja stóran hluta vallarins og ónýtt trampólín liggur úti í horni. Húsið við Garðastræti 41 stendur nefnilega autt, og hefur gert um árabil. Í frétt Viðskiptablaðsins frá 2017 er fjallað um fasteignir í eigu Sendiráðs Kína og Viðskiptastofu Kína. Þá nam markaðsvirði fasteignasafns þeirra 2530 milljónum króna en fasteignamatið þá var rúmlega 1300 milljónir. Um var að ræða eignir sendiráðsins í Bríetartúni 1, Fjólugötu 19B og Víðimel 29 og svo Garðastræti 41 í eigu Viðskiptaskrifstofunnar. Sendiráðið er í Bríetartúni 1 þar sem starfsmenn sendiráðsins bæði vinna og búa. Sendiráðið var á sínum tíma á Víðimel 29, sem varð þekkt sem draugahús á Melunum eftir að Kínverjanir fluttu sendiráð sitt árið 2012. Húsið glæsilega var að lokum selt Friðberti Friðbertssyni, forstjóra Heklu, árið 2020. Heilmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir við húsið sem breyta á í fimm íbúðir. Fjallað var um kaup Friðberts á glæsihúsinu við Víðimel í fjölmiðlum, meðal annars í Vesturbæjarblaðinu. Fasteign Sendiráðsins á Fjólugötu hljóðar upp á 330 fermetra. Hún var ónotuð árið 2017 þegar Viðskiptablaðið fjallaði um málið. Blaðamaður heyrði hljóðið í tveimur nágrönnum við Garðastræti 39 sem fullyrtu að ekki hefði verið spilaður tennis í garðinum svo árum skipti. Raunar hefði það aðeins verið fljótlega eftir byggingu sem sást til Kínverja með tennisspaðana á lofti, eða klifrandi yfir í næsta garð eftir tennisboltum. Tennis á Íslandi Tennisvöllurinn er sá eini í hverfi 101 og líklegt að margir hafi verið búnir að gleyma tilvist vallarins fyrir lifandi löngu. Eðlilega kannski enda ekkert net uppi á vellinum sem er forsenda þess að hægt sé að spila íþróttina. Sumar línur vallarins eru orðnar ósýnilegar vegna mosa. Áhugasamir tennisspilarar í nágrenninu geta þó spilað tennis við Hagaskóla, hvar komið hefur verið upp neti á steyptum velli. Hjálmarsvelli, nefndur eftir Hjálmari Aðalsteinssyni íþróttakennara og tenniskappa sem lést í hitteðfyrra langt fyrir aldur fram. Iðkendur ættu þó að gæta að misfellum á vellinum. Með hækkandi sól fara tennisvellir Víkings í Fossvogi og TFK í Kópavogi að verða aðgengilegir að nýju. Annars er slegist um innivellina fimm í Tennishöllinni í Kópavogi, sem kalla mætti mekka tennis á Íslandi, sem og nýlega padel-velli. Padel-vellirnir tveir í Tennishöllinni í Kópavogi. Fyrir þá sem ekki þekkja er padel eins konar blanda af tennis og veggtennis þar sem spilaður er tvíliðaleikur. Padel er einkar aðgengileg íþrótt fyrir vini og fjölskyldur sem og keppnisfólk. Vonir standa til þess að höfuðborgarbúar, og þá sérstaklega Reykvíkingar, fái betri aðgang til tennisiðkunar sem sökum veðurs er inniíþrótt á Íslandi stærstan hluta ársins. Starfshópur á vegum borgarinnar lagði til í fyrra að byggt yrði tennishús á lóð TBR við Glæsibæ. Um er að ræða 2500 fermetra hús með fjórum tennisvöllum ásamt 900 fermetra viðbyggingu á tveimur hæðum auk kjallara. Áætlaður kostnaður við þessar byggingar er 985 milljónir króna. Einnig lagði starfshópurinn til að byggðir yrðu fjórir tennisvellir á núverandi grasæfingasvæði Þróttar.
Tennis Reykjavík Utanríkismál Sendiráð á Íslandi Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira