Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Árni Sæberg skrifar 3. apríl 2022 21:35 Viktor Orban var glaður að sjá þegar hann ávarpaði fjölmiðla eftir að hafa kosið í dag. Janos Kummer/Getty Images Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. Að því er segir í frétt the Guardian er búið að telja um 75 prósent atkvæða en í ræðu sem Orban hélt fyrir stuðningsmenn sína lýsti hann yfir afgerandi sigri. „Við unnum svo stóran sigur að hann sést frá tunglinu, og hann sést svo sannarlega frá Brussel,“ sagði hann. Þar vísar hann auðvitað til Evrópusambandsins en yfirvöld þar hafa haft horn í síðu hans um árabil. Orban er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Um þessar mundir sætir hann mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki fordæmt innrás Rússa í Úkraínu, en þeir Vladimir Pútín eru sagðir mestu mátar. Flokkur Orbans, Fidesz, hefur farið með mikinn meirihluta í ungverska þinginu undanfarin ár sem hefur gert honum kleift að stýra landinu með harðri hendi. Bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir nú að binda enda á valdatíð Fidesz-flokksins en oft og tíðum hefur stjórnarandstöðunni gengið erfiðlega að tala einum rómi í kosningabaráttunni enda spanna bandalagsflokkarnir sex flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Svo virðist sem ungverska þjóðin hafi hafnað slíkri samsuðu stefnumála í kosningum, ef marka má fullyrðingar Orbans um stórsigur. Ungverjaland Tengdar fréttir Orban enn á ný talinn líklegur til sigurs Talið er líklegt að Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, muni halda velli eftir þingkosningar sem fara fram í dag. Orban er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. 3. apríl 2022 10:18 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Að því er segir í frétt the Guardian er búið að telja um 75 prósent atkvæða en í ræðu sem Orban hélt fyrir stuðningsmenn sína lýsti hann yfir afgerandi sigri. „Við unnum svo stóran sigur að hann sést frá tunglinu, og hann sést svo sannarlega frá Brussel,“ sagði hann. Þar vísar hann auðvitað til Evrópusambandsins en yfirvöld þar hafa haft horn í síðu hans um árabil. Orban er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Um þessar mundir sætir hann mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki fordæmt innrás Rússa í Úkraínu, en þeir Vladimir Pútín eru sagðir mestu mátar. Flokkur Orbans, Fidesz, hefur farið með mikinn meirihluta í ungverska þinginu undanfarin ár sem hefur gert honum kleift að stýra landinu með harðri hendi. Bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir nú að binda enda á valdatíð Fidesz-flokksins en oft og tíðum hefur stjórnarandstöðunni gengið erfiðlega að tala einum rómi í kosningabaráttunni enda spanna bandalagsflokkarnir sex flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Svo virðist sem ungverska þjóðin hafi hafnað slíkri samsuðu stefnumála í kosningum, ef marka má fullyrðingar Orbans um stórsigur.
Ungverjaland Tengdar fréttir Orban enn á ný talinn líklegur til sigurs Talið er líklegt að Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, muni halda velli eftir þingkosningar sem fara fram í dag. Orban er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. 3. apríl 2022 10:18 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Orban enn á ný talinn líklegur til sigurs Talið er líklegt að Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, muni halda velli eftir þingkosningar sem fara fram í dag. Orban er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. 3. apríl 2022 10:18