Vaktin: Rússar kalla eftir neyðarfundi öryggisráðsins Eiður Þór Árnason og Árni Sæberg skrifa 3. apríl 2022 07:34 Vassily Nebenzia er fastafulltrúi Rússa í öryggisráði sameinuðu þjóðanna. Varamaður hans sakar úkraínska öfgamenn um ögranir. Lev Radin/Getty Árásir voru gerðar á hafnarborgina Odessa við suðurströnd Úkraínu í morgun og er haft eftir ráðamanni að rússnesk flugskeyti hafi hæft mikilvæga innviði. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Yfir 4.200 almennir úkraínskir borgarar náðu að flýja stríðshrjáð svæði í gegnum flóttaleiðir sem opnaðar voru í gær. Rauði krossinn reynir enn að ná til íbúa í Maríupol þar sem um 100 þúsund íbúar eru fastir. Stjórnvöld segja að Rússar komi ítrekað í veg fyrir að fólki sé komið til aðstoðar. Bandaríkjamenn telja að Rússar hafi endurskoðað hernaðaráætlun sína eftir að hafa mætt harðri mótstöðu í Úkraínu og ætli nú að leggja áherslu á að ná Donbas-héraði og og öðrum svæðum í austurhluta Úkraínu. Þá sé stefnt að því að ná markmiðunum í byrjun maí. Ráðgjafi Úkraínuforseta hefur varað við því að hörð átök séu fram undan í austurhéröðunum á næstunni. Rússar virðast vera að draga sig til baka í öðrum landshlutum til að einbeita sér að þeim svæðum sem liggja næst Rússlandi. Úkraínskir hermenn virðast hafa náð öllu héraðinu sem umlykur Kænugarð aftur á sitt vald. Þegar þeir komu inn á svæðin blöstu við þeim lík almennra borgara á götum úti, fjöldagrafir og lík barna. Stjórnvöld í Úkraínu segja víðtækar sannanir fyrir því að stríðsglæpir hafi verið framdir á svæðunum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og fleiri stjórnvöld saka Rússa um að hafa skilið skilja eftir jarðsprengjur og annað sprengiefni í úthverfum Kænugarðs skömmu áður en þeir yfirgefðu svæðin. 643 sprengjur eru sagðar hafa fundist í Irpin. Nýjustu vendingar munu að venju birtast í vaktinni fyrir neðan fréttina.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Yfir 4.200 almennir úkraínskir borgarar náðu að flýja stríðshrjáð svæði í gegnum flóttaleiðir sem opnaðar voru í gær. Rauði krossinn reynir enn að ná til íbúa í Maríupol þar sem um 100 þúsund íbúar eru fastir. Stjórnvöld segja að Rússar komi ítrekað í veg fyrir að fólki sé komið til aðstoðar. Bandaríkjamenn telja að Rússar hafi endurskoðað hernaðaráætlun sína eftir að hafa mætt harðri mótstöðu í Úkraínu og ætli nú að leggja áherslu á að ná Donbas-héraði og og öðrum svæðum í austurhluta Úkraínu. Þá sé stefnt að því að ná markmiðunum í byrjun maí. Ráðgjafi Úkraínuforseta hefur varað við því að hörð átök séu fram undan í austurhéröðunum á næstunni. Rússar virðast vera að draga sig til baka í öðrum landshlutum til að einbeita sér að þeim svæðum sem liggja næst Rússlandi. Úkraínskir hermenn virðast hafa náð öllu héraðinu sem umlykur Kænugarð aftur á sitt vald. Þegar þeir komu inn á svæðin blöstu við þeim lík almennra borgara á götum úti, fjöldagrafir og lík barna. Stjórnvöld í Úkraínu segja víðtækar sannanir fyrir því að stríðsglæpir hafi verið framdir á svæðunum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og fleiri stjórnvöld saka Rússa um að hafa skilið skilja eftir jarðsprengjur og annað sprengiefni í úthverfum Kænugarðs skömmu áður en þeir yfirgefðu svæðin. 643 sprengjur eru sagðar hafa fundist í Irpin. Nýjustu vendingar munu að venju birtast í vaktinni fyrir neðan fréttina.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sjá meira