Merkja gríðarlega aukningu í netárásum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. mars 2022 19:32 Paula Januszkiewicz stofnandi og forstjóri COURE. Syndis Sérfræðingar í tölvuöryggismálum segjast merkja gríðarlega aukningu í netárásum. Árásunum hafi fjölgað eftir innrás Rússa í Úkraínu og afleiðingar eigi enn eftir að koma fyllilega í ljós. Öflugar árásir geti valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja. Tæplega 300 manns komu saman á öryggisráðstefnu netöryggisfyrirtækisins Syndis sem fram fór á Grand Hotel í Reykjavík í dag. Innlendir og erlendir sérfræðingar á ólíkum sviðum netöryggismála héldu erindi um upplýsingamál og skyggnst var inn í hugarheim tölvuþrjóta. Paula Januszkiewicz, stofnandi og forstjóri pólska netöryggisfyrirtækisins CQURE, segist lengi hafa þurft að kljást við rússneska tölvuþrjóta. „Það hefur orðið gríðarleg aukning árása síðasta árið og enn fleiri árásir í kjölfar stríðs í Úkraínu. Við höfum ekki séð allar afleiðingar af því strax. Það er mjög mikilvægt að allir séu á varðbergi, líka hinn almenni starfsmaður sem á að vera álitinn sterkasti hlekkurinn en ekki sá veikasti,“ sagði Paula á ráðstefnunni. Anton M. Egilsson, aðstoðarforstjóri Syndis, segir í tilkynningu að vöktun mikilvægra kerfa skipti mestu máli. Það þurfi að vakta kerfin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Það sé erfitt að vera fullkomlega öruggur en mikilvægt að vera viðbúinn öllu. „Reynslan sýnir að með slíkri vöktun hefði verið hægt að koma í veg fyrir margar árásir síðasta árs. Rafmagn, fjármálaþjónusta, samgöngur og vatnsveita eru allt gríðarlega mikilvægir innviðir sem óhugsandi væri að missa út í slíkum tölvuárásum. Aukning í slíkum árásum sem geta valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja,“ segir Anton. Netöryggi Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Búast við rússneskum netárásum á Ísland Aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að viðbúnaður hér á landi vegna yfirvofandi netárása Rússa hafi aukist, sem og í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Alþjóðlegur hópur hakkara hefur ráðist á Rússa með góðum árangri, en búast má við því að Rússar ráðist á netinnviði NATO-ríkja. 26. febrúar 2022 14:18 „Vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst“ Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna hugsanlega yfirvofandi netárása Rússa. Framkvæmdastjóri Syndis segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki furðulega pósta. 26. febrúar 2022 18:40 Telja mikilvægt að huga að netöryggi við núverandi aðstæður Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur mikilvægt að hugað sé að netöryggi landsins og rekstraröryggi fjarskipta- og fjármálainnviða her á landi. Nefndin metur stöðu fjármálastöðugleika góða. 16. mars 2022 08:47 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira
Tæplega 300 manns komu saman á öryggisráðstefnu netöryggisfyrirtækisins Syndis sem fram fór á Grand Hotel í Reykjavík í dag. Innlendir og erlendir sérfræðingar á ólíkum sviðum netöryggismála héldu erindi um upplýsingamál og skyggnst var inn í hugarheim tölvuþrjóta. Paula Januszkiewicz, stofnandi og forstjóri pólska netöryggisfyrirtækisins CQURE, segist lengi hafa þurft að kljást við rússneska tölvuþrjóta. „Það hefur orðið gríðarleg aukning árása síðasta árið og enn fleiri árásir í kjölfar stríðs í Úkraínu. Við höfum ekki séð allar afleiðingar af því strax. Það er mjög mikilvægt að allir séu á varðbergi, líka hinn almenni starfsmaður sem á að vera álitinn sterkasti hlekkurinn en ekki sá veikasti,“ sagði Paula á ráðstefnunni. Anton M. Egilsson, aðstoðarforstjóri Syndis, segir í tilkynningu að vöktun mikilvægra kerfa skipti mestu máli. Það þurfi að vakta kerfin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Það sé erfitt að vera fullkomlega öruggur en mikilvægt að vera viðbúinn öllu. „Reynslan sýnir að með slíkri vöktun hefði verið hægt að koma í veg fyrir margar árásir síðasta árs. Rafmagn, fjármálaþjónusta, samgöngur og vatnsveita eru allt gríðarlega mikilvægir innviðir sem óhugsandi væri að missa út í slíkum tölvuárásum. Aukning í slíkum árásum sem geta valdið stöðvun á þjónustu heilu borga og bæja,“ segir Anton.
Netöryggi Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Búast við rússneskum netárásum á Ísland Aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að viðbúnaður hér á landi vegna yfirvofandi netárása Rússa hafi aukist, sem og í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Alþjóðlegur hópur hakkara hefur ráðist á Rússa með góðum árangri, en búast má við því að Rússar ráðist á netinnviði NATO-ríkja. 26. febrúar 2022 14:18 „Vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst“ Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna hugsanlega yfirvofandi netárása Rússa. Framkvæmdastjóri Syndis segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki furðulega pósta. 26. febrúar 2022 18:40 Telja mikilvægt að huga að netöryggi við núverandi aðstæður Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur mikilvægt að hugað sé að netöryggi landsins og rekstraröryggi fjarskipta- og fjármálainnviða her á landi. Nefndin metur stöðu fjármálastöðugleika góða. 16. mars 2022 08:47 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira
Búast við rússneskum netárásum á Ísland Aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að viðbúnaður hér á landi vegna yfirvofandi netárása Rússa hafi aukist, sem og í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Alþjóðlegur hópur hakkara hefur ráðist á Rússa með góðum árangri, en búast má við því að Rússar ráðist á netinnviði NATO-ríkja. 26. febrúar 2022 14:18
„Vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst“ Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna hugsanlega yfirvofandi netárása Rússa. Framkvæmdastjóri Syndis segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki furðulega pósta. 26. febrúar 2022 18:40
Telja mikilvægt að huga að netöryggi við núverandi aðstæður Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur mikilvægt að hugað sé að netöryggi landsins og rekstraröryggi fjarskipta- og fjármálainnviða her á landi. Nefndin metur stöðu fjármálastöðugleika góða. 16. mars 2022 08:47