Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. mars 2022 20:56 Lilja Alfreðsdóttir steig fram í Kastljósi í kvöld. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. Lilja sagðist hafa ákveðið að stíga fram og greina frá þessari reynslu sinni eftir að hafa horft á viðtal við Bergþóru Birgisdóttur í Kveik í gær. Þar sagði Bergþóra frá afar erfiðri fæðingu dóttur hennar, sem varð til þess að Bergþóra örkumlaðist. Greindi hún frá því að hún hafi upplifað það af áhyggjur hennar í aðdraganda fæðingarinnar hafi ekki verið teknar alvarlega. Í Kastljósi sagði Lilja að frásögn Bergþóru hefði hreyft við sér. „Hún gerir það vegna þess að ég upplifði mjög erfiða fæðingu, 2007. Mjög svipaða reynslu. Það er að segja að ég gekk með stórt barn og er ekkert mjög stór,“ sagði Lilja. „Ég fer að hafa mjög miklar áhyggjur af þessari fæðingu og fer að tala um það við mína ljósmóður. Ég finn að það var, mjög fín ljósmóðir, en það var ekki beint hlustað á mig. Ræði svo við einn lækni sem reyndar hlustaði á mig en það reyndi ekkert á það þegar við komum inn í fæðinguna,“ sagði hún enn fremur. Teflt á tæpasta vað Sagði hún fæðinguna sjálf hafa verið erfiða, staðið yfir í 24 tíma og alls komu þrjár vaktir að henni. Á meðan fæðingunni stóð viðraði Lilja áhyggjur sínar af gangi mála. „Ég er stöðugt að segja, þetta er bara rosalega erfitt og svona en upplifði það samt að maður væri að kvarta að óþörfu. Það er skemmst frá því að segja að það er teflt á tæpasta vað. Drengurinn er tekinn út með sogklukku, hann andar ekki. Hann er tekinn helblár út. Bara sagt við okkur að líklega sé um súrefnisskort að ræða af því hvað þetta var tæpt,“ sagði Lilja. „Ég var búinn að segja að minnsta kosti allan tímann og vitnaði í Reyni Tómas Geirsson, kvensjúkdómalækni, af því að ég hafði talað við hann áður, að höfuðið á barninu væri mjög stórt,“ sagði Lilja. Sonur Lilju reyndist heilbrigður þrátt fyrir erfiða fæðingu.Vísir/Vilhelm Hún upplifði það sem svo að lítið sem ekkert hafi verið hlustað á hennar áhyggjur. „Það var ekkert hlustað. Við eftir þessa fæðingu vorum auðvitað í algjöru losti. Ég, sem betur fer, jafnaði mig þó. Það tók auðvitað einhvern tíma. Það var ofboðslega erfitt að sitja undir því að það var ekkert hlustað. Svo fer þetta svona. Manni fannst eins og maður hefði ekki rödd,“ sagði Lilja. Hvött til að fara með málið lengra en taldi að enginn myndi hlusta Í þættinum sagði hún einnig að læknir sem hún hefði talað við á Landspítalanum skömmu eftir fæðinguna hefði sagt henni að útlit væri fyrir að drengurinn væri heilbrigður, sem reyndist svo vera. Hvatti læknirinn hana til þess að stíga fram og greina frá því sem gerðist í fæðingunni. Sagðist hún hafa íhugað það á sínum en ákveðið að láta ekki verða að því. „En svo fann ég einhvern veginn að það hlustaði enginn á mig fyrir þetta, það hlustaði enginn á mig í þessari fæðingu, af hverju ætti einhver að hlusta á mig? Ég fór einhvern veginn út og hugsaði að ég ætlaði ekki að rugga þessum bát,“ sagði Lilja. Í Kastljósi sagðist hún hafa ákveðið að fara með mál sitt til Embættis landlæknis eftir að Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson stigu fram og greindu frá læknamistökum sem urðu til þess að nýfæddur sonur þeirra lést. „Það var alveg eins, en eini munurinn var að okkar drengur lifði en ekki þeirra,“ sagði Lilja. Ekkert kom hins vegar út úr kvörtun Lilju til Landlæknis. Eftir að hafa horft á viðtalið við Bergþóru í gær sagðist Lilja hafa fundið sig knúna til að stíga fram og segja frá eigin reynslu. „Ég vil að það sé hlustað meira á konur, ég stend með Bergþóru og hennar fólki út í hið óendanlega.“ Telur hún að hlusta þurfi betur á konur og aðra sem leita sér þjónustu á heilbrigðisstofnunum. Mögulega þyrfti að koma á fót embætti Umboðsmanns sjúklinga sem gæti hagsmuna þeirra. „Ég tel ekki að þetta eigi að vera refsivert gagnvart ljósmæðrum eða einstaka læknum. Ég held að það sé ekki rétt. En það má ekki vera þannig að við sem lendum í einhverju svona að það sé horft framan í okkur og sagt þetta var ekkert. Þetta var heilmikið,“ sagði Lilja, sem sagðist einnig vonast til að þurfa aldrei aftur að heyra viðlíka sögu og þá sem Bergþóra sagði í gær. „Ég get ekki hugsað mér að heyra aðra svona sögu.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Örkumlaðist við barnsburð og ætlar að stefna ríkinu Kona sem örkumlaðist við barnsburð hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. 29. mars 2022 22:10 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Lilja sagðist hafa ákveðið að stíga fram og greina frá þessari reynslu sinni eftir að hafa horft á viðtal við Bergþóru Birgisdóttur í Kveik í gær. Þar sagði Bergþóra frá afar erfiðri fæðingu dóttur hennar, sem varð til þess að Bergþóra örkumlaðist. Greindi hún frá því að hún hafi upplifað það af áhyggjur hennar í aðdraganda fæðingarinnar hafi ekki verið teknar alvarlega. Í Kastljósi sagði Lilja að frásögn Bergþóru hefði hreyft við sér. „Hún gerir það vegna þess að ég upplifði mjög erfiða fæðingu, 2007. Mjög svipaða reynslu. Það er að segja að ég gekk með stórt barn og er ekkert mjög stór,“ sagði Lilja. „Ég fer að hafa mjög miklar áhyggjur af þessari fæðingu og fer að tala um það við mína ljósmóður. Ég finn að það var, mjög fín ljósmóðir, en það var ekki beint hlustað á mig. Ræði svo við einn lækni sem reyndar hlustaði á mig en það reyndi ekkert á það þegar við komum inn í fæðinguna,“ sagði hún enn fremur. Teflt á tæpasta vað Sagði hún fæðinguna sjálf hafa verið erfiða, staðið yfir í 24 tíma og alls komu þrjár vaktir að henni. Á meðan fæðingunni stóð viðraði Lilja áhyggjur sínar af gangi mála. „Ég er stöðugt að segja, þetta er bara rosalega erfitt og svona en upplifði það samt að maður væri að kvarta að óþörfu. Það er skemmst frá því að segja að það er teflt á tæpasta vað. Drengurinn er tekinn út með sogklukku, hann andar ekki. Hann er tekinn helblár út. Bara sagt við okkur að líklega sé um súrefnisskort að ræða af því hvað þetta var tæpt,“ sagði Lilja. „Ég var búinn að segja að minnsta kosti allan tímann og vitnaði í Reyni Tómas Geirsson, kvensjúkdómalækni, af því að ég hafði talað við hann áður, að höfuðið á barninu væri mjög stórt,“ sagði Lilja. Sonur Lilju reyndist heilbrigður þrátt fyrir erfiða fæðingu.Vísir/Vilhelm Hún upplifði það sem svo að lítið sem ekkert hafi verið hlustað á hennar áhyggjur. „Það var ekkert hlustað. Við eftir þessa fæðingu vorum auðvitað í algjöru losti. Ég, sem betur fer, jafnaði mig þó. Það tók auðvitað einhvern tíma. Það var ofboðslega erfitt að sitja undir því að það var ekkert hlustað. Svo fer þetta svona. Manni fannst eins og maður hefði ekki rödd,“ sagði Lilja. Hvött til að fara með málið lengra en taldi að enginn myndi hlusta Í þættinum sagði hún einnig að læknir sem hún hefði talað við á Landspítalanum skömmu eftir fæðinguna hefði sagt henni að útlit væri fyrir að drengurinn væri heilbrigður, sem reyndist svo vera. Hvatti læknirinn hana til þess að stíga fram og greina frá því sem gerðist í fæðingunni. Sagðist hún hafa íhugað það á sínum en ákveðið að láta ekki verða að því. „En svo fann ég einhvern veginn að það hlustaði enginn á mig fyrir þetta, það hlustaði enginn á mig í þessari fæðingu, af hverju ætti einhver að hlusta á mig? Ég fór einhvern veginn út og hugsaði að ég ætlaði ekki að rugga þessum bát,“ sagði Lilja. Í Kastljósi sagðist hún hafa ákveðið að fara með mál sitt til Embættis landlæknis eftir að Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson stigu fram og greindu frá læknamistökum sem urðu til þess að nýfæddur sonur þeirra lést. „Það var alveg eins, en eini munurinn var að okkar drengur lifði en ekki þeirra,“ sagði Lilja. Ekkert kom hins vegar út úr kvörtun Lilju til Landlæknis. Eftir að hafa horft á viðtalið við Bergþóru í gær sagðist Lilja hafa fundið sig knúna til að stíga fram og segja frá eigin reynslu. „Ég vil að það sé hlustað meira á konur, ég stend með Bergþóru og hennar fólki út í hið óendanlega.“ Telur hún að hlusta þurfi betur á konur og aðra sem leita sér þjónustu á heilbrigðisstofnunum. Mögulega þyrfti að koma á fót embætti Umboðsmanns sjúklinga sem gæti hagsmuna þeirra. „Ég tel ekki að þetta eigi að vera refsivert gagnvart ljósmæðrum eða einstaka læknum. Ég held að það sé ekki rétt. En það má ekki vera þannig að við sem lendum í einhverju svona að það sé horft framan í okkur og sagt þetta var ekkert. Þetta var heilmikið,“ sagði Lilja, sem sagðist einnig vonast til að þurfa aldrei aftur að heyra viðlíka sögu og þá sem Bergþóra sagði í gær. „Ég get ekki hugsað mér að heyra aðra svona sögu.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Örkumlaðist við barnsburð og ætlar að stefna ríkinu Kona sem örkumlaðist við barnsburð hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. 29. mars 2022 22:10 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Örkumlaðist við barnsburð og ætlar að stefna ríkinu Kona sem örkumlaðist við barnsburð hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. 29. mars 2022 22:10