Talsmaður Pútín slær á væntingar til friðarviðræðanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2022 11:03 Peskov, sem er lengst til vinstri á myndinni, virðist ekki gefa mikið fyrir yfirlýsingar gærdagsins um árangur af viðræðunum. Margir stjórnmálaskýrendur halda því raunar fram að Vladimir Pútín Rússlandforseti hafi ekki nokkurn áhuga á friði í Úkraínu. Hins vegar er ljóst að hann getur ekki haldið stríðsrekstrinum áfram út í hið óendanlega. epa/Sergei Chirikov Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði á daglegum fundi með blaðamönnum í morgun að ekkert hefði komið fram í viðræðum Rússa og Úkraínumanan í Tyrklandi í gær sem gæfi sérstakt tilefni til bjartsýni. Staðhæfing Peskov er á skjön við það sem samningamenn Úkraínu og aðrir sögðu í gær; að viðræðurnar hefðu þokast áfram, en ríma við fullyrðingar leiðtoga og sérfræðinga á Vesturlöndum, sem vöruðu menn við því að hafa of miklar væntingar. Peskov sagði að það sem hefði gerst á fundinum í gær væri að Úkraínumenn hefðu í fyrsta sinn fest tillögur sínar á blað, sem Rússar hefðu verið að bíða eftir. Tillögur Úkraínumanna fólu meðal annars í sér skuldbindingu um að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið og að fresta ákvörðun um Krímskaga í 15 ár, á meðan tvíhliða viðræður færu fram um málið. Rússar sögðu að loknum fundinum að þeir myndu draga úr aðgerðum við höfuðborgina Kænugarð og tengdu það viðræðunum. Leiðtogar og sérfræðingar hafa hins vegar varað við því að treysta loforðum Rússa; líklega sé um að ræða ákvarðanir sem hagnist ekki síst þeim sjálfum; það er að segja að þeir sjái fram á að geta ekki sótt fram nema á einu svæði á einu og hyggist einbeita sér að Donbas. Það verður illmögulegt fyrir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að hætta hernaðaraðgerðum í Úkraínu án þess að ná Donbas-héruðunum á sitt vald. Hann lýsti yfir stuðningi Rússa við sjálfstæði þeirra í aðdraganda innrásarinnar og hefur ítrekað heitið því að „frelsa“ þau. Af þeim sökum má telja líklegt að héruðin séu helsti ásteytingarsteinninn í friðarviðræðunum en Úkraínumenn segja ekki koma til greina að semja frá sér landsvæði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Staðhæfing Peskov er á skjön við það sem samningamenn Úkraínu og aðrir sögðu í gær; að viðræðurnar hefðu þokast áfram, en ríma við fullyrðingar leiðtoga og sérfræðinga á Vesturlöndum, sem vöruðu menn við því að hafa of miklar væntingar. Peskov sagði að það sem hefði gerst á fundinum í gær væri að Úkraínumenn hefðu í fyrsta sinn fest tillögur sínar á blað, sem Rússar hefðu verið að bíða eftir. Tillögur Úkraínumanna fólu meðal annars í sér skuldbindingu um að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið og að fresta ákvörðun um Krímskaga í 15 ár, á meðan tvíhliða viðræður færu fram um málið. Rússar sögðu að loknum fundinum að þeir myndu draga úr aðgerðum við höfuðborgina Kænugarð og tengdu það viðræðunum. Leiðtogar og sérfræðingar hafa hins vegar varað við því að treysta loforðum Rússa; líklega sé um að ræða ákvarðanir sem hagnist ekki síst þeim sjálfum; það er að segja að þeir sjái fram á að geta ekki sótt fram nema á einu svæði á einu og hyggist einbeita sér að Donbas. Það verður illmögulegt fyrir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að hætta hernaðaraðgerðum í Úkraínu án þess að ná Donbas-héruðunum á sitt vald. Hann lýsti yfir stuðningi Rússa við sjálfstæði þeirra í aðdraganda innrásarinnar og hefur ítrekað heitið því að „frelsa“ þau. Af þeim sökum má telja líklegt að héruðin séu helsti ásteytingarsteinninn í friðarviðræðunum en Úkraínumenn segja ekki koma til greina að semja frá sér landsvæði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira