Tekur ummælin um Pútín ekki til baka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2022 20:30 Joe Biden er forseti Bandaríkjanna. (AP Photo/Patrick Semansky) Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki ætla að taka ummæli hans um að Vladímir Pútín Rússlandsforseti geti ekki verið áfram við völd, til baka. Biden segir þó að orð hans feli ekki í sér stefnubreytingu af hálfu bandarískra yfirvalda. „Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd,“ sagði Biden um Pútín í ræðu fyrir framan fjölda fólks í Varsjá, höfuðborg Póllands, um helgina. Ummælin vöktu strax mikið umtal og fjallað var um þau í helstu fjölmiðlum heims, enda ekki oft sem forseti Bandaríkjanna virðist kalla eftir því opinberlega að valdaskipti verði í Rússlandi. Biden on Putin: “For God’s sake, this man cannot remain in power.” pic.twitter.com/atNZtCPvAM— Aaron Rupar (@atrupar) March 26, 2022 Bandarískir embættismenn voru snöggir að túlka orð forsetans á þá vegu að hann hafi ekki verið að kalla eftir stjórnarskiptum í Rússlandi, heldur hefði hann meint að ekki mætti leyfa Pútín að beita valdi sínu gegn nágrannaþjóðum Rússlands. Biden sjálfur ræddi stuttlega um ræðuna á fundi í Hvíta húsinu í Washington í dag þar sem hann sagði að hann myndi ekki taka ummælin til baka. „Ég mun ekki taka neitt til baka,“ sagði Biden er hann freistaði þess að útskýra samhengið sem ummælin voru látin falla í. „Ég var að tjá hneykslun mína á því gjörðum Pútíns og hvað hann hefur gert gert,“ sagði Biden og bætti við að fyrir ræðuna hafi hann hitt úkraínska flóttamenn. „Ég var ekki þá, né núna, að tala fyrir stefnubreytingu af hálfu stjórnarinnar.“ Joe Biden Vladimír Pútín Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Mikilvægt að Pútín græði ekki á innrásinni Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 17:00 Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. 27. mars 2022 23:00 „Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd“ Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í dag að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, „geti ekki verið áfram við völd.“ Ummælin hafa vakið hörð viðbrögð. 26. mars 2022 20:32 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
„Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd,“ sagði Biden um Pútín í ræðu fyrir framan fjölda fólks í Varsjá, höfuðborg Póllands, um helgina. Ummælin vöktu strax mikið umtal og fjallað var um þau í helstu fjölmiðlum heims, enda ekki oft sem forseti Bandaríkjanna virðist kalla eftir því opinberlega að valdaskipti verði í Rússlandi. Biden on Putin: “For God’s sake, this man cannot remain in power.” pic.twitter.com/atNZtCPvAM— Aaron Rupar (@atrupar) March 26, 2022 Bandarískir embættismenn voru snöggir að túlka orð forsetans á þá vegu að hann hafi ekki verið að kalla eftir stjórnarskiptum í Rússlandi, heldur hefði hann meint að ekki mætti leyfa Pútín að beita valdi sínu gegn nágrannaþjóðum Rússlands. Biden sjálfur ræddi stuttlega um ræðuna á fundi í Hvíta húsinu í Washington í dag þar sem hann sagði að hann myndi ekki taka ummælin til baka. „Ég mun ekki taka neitt til baka,“ sagði Biden er hann freistaði þess að útskýra samhengið sem ummælin voru látin falla í. „Ég var að tjá hneykslun mína á því gjörðum Pútíns og hvað hann hefur gert gert,“ sagði Biden og bætti við að fyrir ræðuna hafi hann hitt úkraínska flóttamenn. „Ég var ekki þá, né núna, að tala fyrir stefnubreytingu af hálfu stjórnarinnar.“
Joe Biden Vladimír Pútín Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Mikilvægt að Pútín græði ekki á innrásinni Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 17:00 Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. 27. mars 2022 23:00 „Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd“ Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í dag að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, „geti ekki verið áfram við völd.“ Ummælin hafa vakið hörð viðbrögð. 26. mars 2022 20:32 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Vaktin: Mikilvægt að Pútín græði ekki á innrásinni Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 17:00
Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. 27. mars 2022 23:00
„Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd“ Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í dag að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, „geti ekki verið áfram við völd.“ Ummælin hafa vakið hörð viðbrögð. 26. mars 2022 20:32