Hafa skal það sem sannara reynist Þórsteinn Ragnarsson skrifar 28. mars 2022 09:30 Þann 23. mars sl. skrifaði Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir (SB) grein á visir.is/skoðun undir fyrirsögninni „Kæru kaffistofugestir”. Greinin fjallaði að meginhluta til um bálfarir og efni tengt þeim. Fyrir nokkrum árum setti Sigríður Bylgja fram hugmynd um breytingar á greftrun duftkera sem fólst aðallega í því að jarðsetja tré með hverju duftkeri og nefndi hún framkvæmdina „að gróðursetja duftker”. Hugmyndafræðin var vissulega falleg en vart framkvæmanleg þar sem hvert tré sem vex upp tekur 8 til 10 fm sem er margfalt það landrými sem þarf undir venjulega gröf hvað þá hefðbundna duftgröf. Nú hefur Sigríður tekið málið lengra og vill setja á laggirnar bálstofu og lýsir hún í greininni þeim yfirburðum sem hennar bálstofa muni hafa umfram þá bálstofu sem kirkjugarðaráð hefur lagt til að byggð verði á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð að ekki sé talað um bálstofuna í Fossvogi. Í grein SB er því miður að finna endurteknar rangfærslur sem nauðsynlegt er að leiðrétta til að kaffistofugestir hennar fái rétta mynd af málinu. Hvað vakir fyrir SB með slíkum rangfærslum er ógjörningur að vita, því hún ætti að vita betur. Í upphafi greinarinnar segir SB:„Í okkar fallega og fjölbreytta samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum trúar- og lífsskoðunarfélögum er eitt sem skýtur skökku við. Á Íslandi er eingöngu mögulegt að fara í gegnum eitt trúfélag þegar við kveðjum þessa jarðvist.“ Athugasemd: Þessi fullyrðing er röng. Lög um kirkjugarða snúast ekki um trúmálastarfsemi. Stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) sem sjá um rúmlega 50% af jarðsetningum í landinu er stýrt af einstaklingum úr ýmsum áttum, frá Kirkjunni, fríkirkjum auk þess sem lífsskoðunarfélagið Siðmennt á fulltrúa í stjórn KGRP. Í athafnarrýmum í Fossvogi fara einnig fram útfarir þeirra sem eru utan trúfélaga. Í grein sinni kynnir SB til sögunnar nýjan valkost: „Valkostur sem er óháður trúar- og lífsskoðunarfélögum en hjartanlega opinn öllum og kallast Tré lífsins.“ Athugasemd: Hér er gefið í skyn að núverandi valkostur sé háður trúar- og lífsskoðun þeirra sem njóta þjónustunnar, en þannig er það alls ekki. SB segir einnig: „Tré lífsins vill taka við bálfaraþjónustu hér á landi auk þess að bjóða óháð rými fyrir athafnir.“ Athugasemd: Hér er gefið í skyn að núverandi athafnarými séu háð trúfélagaaðild.Af hverju er þessu haldið fram þegar SB veit betur? KGRP hafa um áratugaskeið þjónað öllum sem leita eftir þjónustu og það er alkunna að þeir sem eru utan trúfélaga velja athafnarými í Fossvogi enda stendur það öllum opið. Undir liðnum „Ákvörðunarvaldið er hjá stjórnvöldum“ segir SB meðal annars: Á að halda í horfinu með óbreyttu fyrirkomulagi og fela stofnun á vegum þjóðkirkjunnar að halda áfram að sjá um framkvæmd bálfara um ófyrirsjáanlega framtíð? Á að láta eitt trúfélag umfram önnur fá háar upphæðir úr ríkissjóði til að byggja nýja bálstofu í Gufuneskirkjugarði? Á að bjóða fjölbreyttu samfélagi á 21. öld upp á einn valkost við lífslok? Athugasemd: Þessar staðhæfingar dæma sig sjálfar. Þær eru allar settar fram til að koma þeirri hugsun inn hjá lesendum að núverandi fyrirkomulag sé með allt öðrum hætti en það er í raun og veru. Þeim sem vilja kynna sér þær hugmyndir sem settar hafa verið fram um nýja bálstofu bendi ég á skýrslu sem Kirkjugarðaráð hefur látið vinna fyrir dómsmálaráðuneytið og nálgast má á þessari vefslóð. Höfundur er forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma (KGRP). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kirkjugarðar Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þann 23. mars sl. skrifaði Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir (SB) grein á visir.is/skoðun undir fyrirsögninni „Kæru kaffistofugestir”. Greinin fjallaði að meginhluta til um bálfarir og efni tengt þeim. Fyrir nokkrum árum setti Sigríður Bylgja fram hugmynd um breytingar á greftrun duftkera sem fólst aðallega í því að jarðsetja tré með hverju duftkeri og nefndi hún framkvæmdina „að gróðursetja duftker”. Hugmyndafræðin var vissulega falleg en vart framkvæmanleg þar sem hvert tré sem vex upp tekur 8 til 10 fm sem er margfalt það landrými sem þarf undir venjulega gröf hvað þá hefðbundna duftgröf. Nú hefur Sigríður tekið málið lengra og vill setja á laggirnar bálstofu og lýsir hún í greininni þeim yfirburðum sem hennar bálstofa muni hafa umfram þá bálstofu sem kirkjugarðaráð hefur lagt til að byggð verði á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð að ekki sé talað um bálstofuna í Fossvogi. Í grein SB er því miður að finna endurteknar rangfærslur sem nauðsynlegt er að leiðrétta til að kaffistofugestir hennar fái rétta mynd af málinu. Hvað vakir fyrir SB með slíkum rangfærslum er ógjörningur að vita, því hún ætti að vita betur. Í upphafi greinarinnar segir SB:„Í okkar fallega og fjölbreytta samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum trúar- og lífsskoðunarfélögum er eitt sem skýtur skökku við. Á Íslandi er eingöngu mögulegt að fara í gegnum eitt trúfélag þegar við kveðjum þessa jarðvist.“ Athugasemd: Þessi fullyrðing er röng. Lög um kirkjugarða snúast ekki um trúmálastarfsemi. Stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) sem sjá um rúmlega 50% af jarðsetningum í landinu er stýrt af einstaklingum úr ýmsum áttum, frá Kirkjunni, fríkirkjum auk þess sem lífsskoðunarfélagið Siðmennt á fulltrúa í stjórn KGRP. Í athafnarrýmum í Fossvogi fara einnig fram útfarir þeirra sem eru utan trúfélaga. Í grein sinni kynnir SB til sögunnar nýjan valkost: „Valkostur sem er óháður trúar- og lífsskoðunarfélögum en hjartanlega opinn öllum og kallast Tré lífsins.“ Athugasemd: Hér er gefið í skyn að núverandi valkostur sé háður trúar- og lífsskoðun þeirra sem njóta þjónustunnar, en þannig er það alls ekki. SB segir einnig: „Tré lífsins vill taka við bálfaraþjónustu hér á landi auk þess að bjóða óháð rými fyrir athafnir.“ Athugasemd: Hér er gefið í skyn að núverandi athafnarými séu háð trúfélagaaðild.Af hverju er þessu haldið fram þegar SB veit betur? KGRP hafa um áratugaskeið þjónað öllum sem leita eftir þjónustu og það er alkunna að þeir sem eru utan trúfélaga velja athafnarými í Fossvogi enda stendur það öllum opið. Undir liðnum „Ákvörðunarvaldið er hjá stjórnvöldum“ segir SB meðal annars: Á að halda í horfinu með óbreyttu fyrirkomulagi og fela stofnun á vegum þjóðkirkjunnar að halda áfram að sjá um framkvæmd bálfara um ófyrirsjáanlega framtíð? Á að láta eitt trúfélag umfram önnur fá háar upphæðir úr ríkissjóði til að byggja nýja bálstofu í Gufuneskirkjugarði? Á að bjóða fjölbreyttu samfélagi á 21. öld upp á einn valkost við lífslok? Athugasemd: Þessar staðhæfingar dæma sig sjálfar. Þær eru allar settar fram til að koma þeirri hugsun inn hjá lesendum að núverandi fyrirkomulag sé með allt öðrum hætti en það er í raun og veru. Þeim sem vilja kynna sér þær hugmyndir sem settar hafa verið fram um nýja bálstofu bendi ég á skýrslu sem Kirkjugarðaráð hefur látið vinna fyrir dómsmálaráðuneytið og nálgast má á þessari vefslóð. Höfundur er forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma (KGRP).
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun