Lægstbjóðandi vonast til að byrja í Teigsskógi í vor Kristján Már Unnarsson skrifar 22. mars 2022 21:14 Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, í Gufudalssveit haustið 2020. Fjær sést yfir á Hallsteinsnes og í Teigsskóg. Egill Aðalsteinsson Tilboð í umdeilda vegagerð um Teigsskóg voru opnuð í dag. Lægsta boð reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, kom frá Borgarverki og hljóðar upp á ríflega 1,2 milljarða króna. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að það var Borgarverk sem hóf endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit haustið 2020 með sjö kílómetra kafla í Gufufirði. Þverun Þorskafjarðar hófst svo síðastliðið vor en þann hluta annast Suðurverk en Eykt smíðar sjálfa brúna. Og í dag voru tilboð opnuð hjá Vegagerðinni í lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Lægsta boðið, frá Borgarverki, var upp á 1.235 milljónir króna eða 86 prósent af áætluðum verktakakostnaði upp á 1.430 milljónir króna. Tilboð Norðurtaks og Skútabergs frá Akureyri var litlu hærra. Tilboð Suðurverks og Íslenskra aðalverktaka reyndust hins vegar bæði yfir áætlun. Fjögur tilboð bárust í verkið. Tvö reyndust undir áætluðum verktakakostnaði.Grafík/Kristján Jónsson „Þetta leggst mjög vel í okkur. Mér líst mjög vel á þetta verk. Þetta á eftir að verða skemmtilegt,“ segir lægstbjóðandinn Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. -Hvenær sjáið þið fyrir ykkur, ef þið fáið verkið, að þið munið byrja? „Það er í raun og veru bara eftir tvo þrjá mánuði, eitthvað svoleiðis. Það mun taka svona mánuð að ganga frá samningum. Og svo þarf að græja tæki vestur.“ Og kveðst ekki í vafa um að þeir fái verkið. „Verkið er upp á tólfhundruð milljónir. Fyrirtækið veltir á ári nærri fjórfalt þeirri upphæð. Þannig að ég tel okkur ráða auðveldlega við þetta,“ segir Óskar. Borgarverksmenn að störfum í Gufudalssveit haustið 2020. Fjær sést yfir á Hallsteinsnes.Egill Aðalsteinsson Þessi áfangi nær milli Hallsteinsness og Þórisstaða í utanverðum Þorskafirði og á hann að klárast haustið 2023. Óskar gerir ráð fyrir að vera með 15 til 20 manns að jafnaði í verkinu og að vinnubúðir verði á Hallsteinsnesi. -Þú býst ekki við að það verði fólk sem hlekki sig við ýturnar hjá ykkur? „Nei, nei. Ég held að sá tími sé liðinn. Það er búið að ákveða að fara í verkið og þá einhenda sér allir um það - vona ég,“ svarar framkvæmdastjóri Borgarverks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Vegagerð Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg Borgarverk ehf. í Borgarnesi átti lægsta boð í vegagerð um Teigsskóg en tilboðsfrestur rann út klukkan 14 í dag. Tilboð Borgarverks er upp á 1.235 milljónir króna og reyndist 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 1.431 milljón króna. 22. mars 2022 14:58 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Borgarverk fellst á ákvörðun Vegagerðar um Dynjandisheiði „Við gerum ekki athugasemdir við ákvörðunina. Ákvörðunin er rétt miðað við forsendur útboðsins,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks ehf., um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að hafna tilboði fyrirtækisins í fyrsta áfanga Dynjandisheiðar. 6. september 2020 18:12 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að það var Borgarverk sem hóf endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit haustið 2020 með sjö kílómetra kafla í Gufufirði. Þverun Þorskafjarðar hófst svo síðastliðið vor en þann hluta annast Suðurverk en Eykt smíðar sjálfa brúna. Og í dag voru tilboð opnuð hjá Vegagerðinni í lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Lægsta boðið, frá Borgarverki, var upp á 1.235 milljónir króna eða 86 prósent af áætluðum verktakakostnaði upp á 1.430 milljónir króna. Tilboð Norðurtaks og Skútabergs frá Akureyri var litlu hærra. Tilboð Suðurverks og Íslenskra aðalverktaka reyndust hins vegar bæði yfir áætlun. Fjögur tilboð bárust í verkið. Tvö reyndust undir áætluðum verktakakostnaði.Grafík/Kristján Jónsson „Þetta leggst mjög vel í okkur. Mér líst mjög vel á þetta verk. Þetta á eftir að verða skemmtilegt,“ segir lægstbjóðandinn Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. -Hvenær sjáið þið fyrir ykkur, ef þið fáið verkið, að þið munið byrja? „Það er í raun og veru bara eftir tvo þrjá mánuði, eitthvað svoleiðis. Það mun taka svona mánuð að ganga frá samningum. Og svo þarf að græja tæki vestur.“ Og kveðst ekki í vafa um að þeir fái verkið. „Verkið er upp á tólfhundruð milljónir. Fyrirtækið veltir á ári nærri fjórfalt þeirri upphæð. Þannig að ég tel okkur ráða auðveldlega við þetta,“ segir Óskar. Borgarverksmenn að störfum í Gufudalssveit haustið 2020. Fjær sést yfir á Hallsteinsnes.Egill Aðalsteinsson Þessi áfangi nær milli Hallsteinsness og Þórisstaða í utanverðum Þorskafirði og á hann að klárast haustið 2023. Óskar gerir ráð fyrir að vera með 15 til 20 manns að jafnaði í verkinu og að vinnubúðir verði á Hallsteinsnesi. -Þú býst ekki við að það verði fólk sem hlekki sig við ýturnar hjá ykkur? „Nei, nei. Ég held að sá tími sé liðinn. Það er búið að ákveða að fara í verkið og þá einhenda sér allir um það - vona ég,“ svarar framkvæmdastjóri Borgarverks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Vegagerð Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg Borgarverk ehf. í Borgarnesi átti lægsta boð í vegagerð um Teigsskóg en tilboðsfrestur rann út klukkan 14 í dag. Tilboð Borgarverks er upp á 1.235 milljónir króna og reyndist 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 1.431 milljón króna. 22. mars 2022 14:58 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Borgarverk fellst á ákvörðun Vegagerðar um Dynjandisheiði „Við gerum ekki athugasemdir við ákvörðunina. Ákvörðunin er rétt miðað við forsendur útboðsins,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks ehf., um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að hafna tilboði fyrirtækisins í fyrsta áfanga Dynjandisheiðar. 6. september 2020 18:12 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg Borgarverk ehf. í Borgarnesi átti lægsta boð í vegagerð um Teigsskóg en tilboðsfrestur rann út klukkan 14 í dag. Tilboð Borgarverks er upp á 1.235 milljónir króna og reyndist 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 1.431 milljón króna. 22. mars 2022 14:58
Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00
Borgarverk fellst á ákvörðun Vegagerðar um Dynjandisheiði „Við gerum ekki athugasemdir við ákvörðunina. Ákvörðunin er rétt miðað við forsendur útboðsins,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks ehf., um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að hafna tilboði fyrirtækisins í fyrsta áfanga Dynjandisheiðar. 6. september 2020 18:12