Haukur Helgi: „Ég er bara aumingi“ Atli Arason skrifar 22. mars 2022 07:00 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur. Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur verður eitthvað frá leiks vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Njarðvíkur og Breiðabliks á dögunum. Haukur ferðaðist ekki með Njarðvíkingum til Ísafjarðar í gær þar sem liðið lék gegn Vestra. „Ef það er ekki ökklinn þá er það bakið, ég er bara aumingi,“ sagði Haukur Helgi Pálsson og hló í viðtali við Vísi í morgun. Það liggur ekki fyrir eins og er hversu lengi Haukur verður frá keppni. „Ég veit það ekki. Það gæti verið tveir dagar en það gæti líka verið tvær vikur. Við tökum stöðuna bara dag fyrir dag. Ég finn samt að ég er að verða betri, maður er farinn að þekkja líkama sinn ágætlega. Í versta falli þá verð ég ekki með í 2-3 leiki en verð orðinn 100% klár fyrir úrslitakeppnina. Þegar allt skiptir máli.“ Ökklameiðsli Hauks eru flestum körfubolta unnendum vel kunnug. Samhliða þeim hefur Haukur átt við vandamál í baki vegna brjósklos frá því hann spilaði með LF Luleå í Svíþjóð árið 2015. „Það er ekkert leyndarmál. Ég er með tvö eða þrjú brjósklos en þetta gerðist fyrst í Svíþjóð þegar ég var 23 ára. Ég er búinn að vera bakveikur síðan,“ svaraði Haukur aðspurður út í bakmeiðslin. Haukur hefur þó engar áhyggjur af liðsfélögum sínum, en liðið vann öruggan 33 stiga sigur á Vestra í gærkvöldi. „Nei nei, það er ekkert að þessu. Núna eru aðrir að stíga upp og það er bara ágætis undirbúningur fyrir úrslitakeppnina. Síðan kem ég bara betri til baka en þá verður bakið orðið gott, ökklinn og hausinn orðinn góður. Þá verður ekkert sem stoppar okkur.“ Haukur fær smá hvíld núna eftir að hafa spilað mikið eftir endurkomu sína úr ökklameiðslum. Hauki langar þó alls ekki að hvíla sig neitt á þessum tímapunkti. „Nei ég segi það ekki. Ég væri alveg til í að vera að spila núna. Ég væri mest til í að halda áfram að bæta mig og spila sem mest með Njarðvík,“ sagði Haukur Helgi Pálsson að endingu. Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
„Ef það er ekki ökklinn þá er það bakið, ég er bara aumingi,“ sagði Haukur Helgi Pálsson og hló í viðtali við Vísi í morgun. Það liggur ekki fyrir eins og er hversu lengi Haukur verður frá keppni. „Ég veit það ekki. Það gæti verið tveir dagar en það gæti líka verið tvær vikur. Við tökum stöðuna bara dag fyrir dag. Ég finn samt að ég er að verða betri, maður er farinn að þekkja líkama sinn ágætlega. Í versta falli þá verð ég ekki með í 2-3 leiki en verð orðinn 100% klár fyrir úrslitakeppnina. Þegar allt skiptir máli.“ Ökklameiðsli Hauks eru flestum körfubolta unnendum vel kunnug. Samhliða þeim hefur Haukur átt við vandamál í baki vegna brjósklos frá því hann spilaði með LF Luleå í Svíþjóð árið 2015. „Það er ekkert leyndarmál. Ég er með tvö eða þrjú brjósklos en þetta gerðist fyrst í Svíþjóð þegar ég var 23 ára. Ég er búinn að vera bakveikur síðan,“ svaraði Haukur aðspurður út í bakmeiðslin. Haukur hefur þó engar áhyggjur af liðsfélögum sínum, en liðið vann öruggan 33 stiga sigur á Vestra í gærkvöldi. „Nei nei, það er ekkert að þessu. Núna eru aðrir að stíga upp og það er bara ágætis undirbúningur fyrir úrslitakeppnina. Síðan kem ég bara betri til baka en þá verður bakið orðið gott, ökklinn og hausinn orðinn góður. Þá verður ekkert sem stoppar okkur.“ Haukur fær smá hvíld núna eftir að hafa spilað mikið eftir endurkomu sína úr ökklameiðslum. Hauki langar þó alls ekki að hvíla sig neitt á þessum tímapunkti. „Nei ég segi það ekki. Ég væri alveg til í að vera að spila núna. Ég væri mest til í að halda áfram að bæta mig og spila sem mest með Njarðvík,“ sagði Haukur Helgi Pálsson að endingu.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins