Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup ríkisins á Auðkenni Eiður Þór Árnason skrifar 21. mars 2022 10:58 Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis. Bylgjan Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup ríkisins á Auðkenni ehf. á grundvelli skilyrða í sátt sem samrunaaðilar gerðu við Samkeppniseftirlitið. Auðkenni veitir rafræna auðkenningar- og traustþjónustu á Íslandi og gefur út rafræn skilríki. Fyrirtækið var áður í eigu stóru viðskiptabankanna, Símans og sparisjóða. Í júlí 2021 náðu Ríkissjóður og eigendur Auðkennis samkomulagi um um að ríkissjóður myndi greiða 948 milljónir króna fyrir alla hluti í félaginu. Fram kemur á vef Samkeppniseftirlitsins að með sáttinni við eftirlitið skuldbindi samrunaaðilar sig til þess að fara að skilyrðum sem miða að því að vinna gegn hugsanlegum skaðlegum áhrifum samrunans á samkeppni. Sett eru skilyrði vegna áforma samrunaaðila um stofnun svokallaðs ráðgjafaráðs. Í ráðinu sitja fyrrum eigendur og stórnotendur þjónustu Auðkennis. Að mati Samkeppniseftirlitsins er slíkur vettvangur til þess fallinn að stuðla að mismunun á meðal viðskiptavina og skapa hættu á skaðlegum upplýsingaskiptum eða öðru samráði á milli keppinauta. „Samrunaaðilar hafa skuldbundið sig til að fylgja skilyrðum sem vinna gegn þessu, auk þess sem að þeir eru áfram ábyrgir fyrir því að tryggja að allt samstarf á vettvangi félaganna uppfylli kröfur samkeppnislaga.“ Mikilvægt að aðkoma ríkisins takmarki ekki þróun Að sögn Samkeppniseftirlitsins er mikilvægt að tryggja að aðkoma ríkisins takmarki ekki frekari þróun og frumkvæði annarra aðila á þessu sviði rafrænnar auðkenningar- og traustsþjónustu þar sem um er að ræða markað í mótun þar sem stjórnvöld hafi leiðandi hlutverk. „Meðal annars af þeim sökum er gert að skilyrði að stjórnvöld endurmeti reglulega stöðu sína og hlutverk á markaðnum í ljósi mögulegra breytinga. Í þessu sambandi er horft til þess að ríkissjóður öðlast með samrunanum yfirráð yfir Auðkenni sem hefur undanfarin ár haft yfirburðarstöðu í rafrænni auðkenningar- og traustþjónustu á Íslandi.“ Auk þess liggi fyrir að íslenska ríkið sé jafnframt eigandi og rekstraraðili Íslandsrótar sem gefur út svokölluð rótarskilríki sem séu forsenda auðkenningarþjónustu á netinu. Þá hafi ríkið og stofnanir þess verið á meðal stærstu viðskiptavina Auðkennis. Taka við virkjun rafrænna skilríkja Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu í júlí sagði að meginverkefni Auðkennis verði áfram að tryggja áframhaldandi þróun og útbreiðslu rafrænna skilríkja meðal almennings. Slíkt komi til með að styðja við þróun tengdrar stafrænnar þjónustu innan hins opinbera geira og einkageirans. Ríkið gefi út almenn skilríki, á borð við ökuskírteini og vegabréf og nú einnig rafræn skilríki. Að sögn ráðuneytisins verður notkun rafrænna skilríkja áfram endurgjaldslaus fyrir notendur. Starfsmenn fjármálastofnana annast nú virkjun rafrænna skilríkja en stefnt er að því að ríkið taki við þessari þjónustu. Tækni Samkeppnismál Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Hyggjast nota rafræn skilríki til að loka á klám fyrir börn Íslensk stjórnvöld áforma að hefta verulega aðgang barna yngri en 18 ára að klámi með róttækum rafrænum lausnum sem unnið er að í menntamálaráðuneytinu. Til skoðunar er að nota rafræn skilríki til að loka alveg á klám fyrir ólögráða. 19. nóvember 2021 21:01 Rafræn skilríki þvingi fólk í viðskipti við einkahlutafyrirtæki Ögmundur Jónasson gagnrýnir harðlega áform um rafræn skilríki vegna skuldaniðurfellingarinnar. 8. september 2014 22:05 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Fyrirtækið var áður í eigu stóru viðskiptabankanna, Símans og sparisjóða. Í júlí 2021 náðu Ríkissjóður og eigendur Auðkennis samkomulagi um um að ríkissjóður myndi greiða 948 milljónir króna fyrir alla hluti í félaginu. Fram kemur á vef Samkeppniseftirlitsins að með sáttinni við eftirlitið skuldbindi samrunaaðilar sig til þess að fara að skilyrðum sem miða að því að vinna gegn hugsanlegum skaðlegum áhrifum samrunans á samkeppni. Sett eru skilyrði vegna áforma samrunaaðila um stofnun svokallaðs ráðgjafaráðs. Í ráðinu sitja fyrrum eigendur og stórnotendur þjónustu Auðkennis. Að mati Samkeppniseftirlitsins er slíkur vettvangur til þess fallinn að stuðla að mismunun á meðal viðskiptavina og skapa hættu á skaðlegum upplýsingaskiptum eða öðru samráði á milli keppinauta. „Samrunaaðilar hafa skuldbundið sig til að fylgja skilyrðum sem vinna gegn þessu, auk þess sem að þeir eru áfram ábyrgir fyrir því að tryggja að allt samstarf á vettvangi félaganna uppfylli kröfur samkeppnislaga.“ Mikilvægt að aðkoma ríkisins takmarki ekki þróun Að sögn Samkeppniseftirlitsins er mikilvægt að tryggja að aðkoma ríkisins takmarki ekki frekari þróun og frumkvæði annarra aðila á þessu sviði rafrænnar auðkenningar- og traustsþjónustu þar sem um er að ræða markað í mótun þar sem stjórnvöld hafi leiðandi hlutverk. „Meðal annars af þeim sökum er gert að skilyrði að stjórnvöld endurmeti reglulega stöðu sína og hlutverk á markaðnum í ljósi mögulegra breytinga. Í þessu sambandi er horft til þess að ríkissjóður öðlast með samrunanum yfirráð yfir Auðkenni sem hefur undanfarin ár haft yfirburðarstöðu í rafrænni auðkenningar- og traustþjónustu á Íslandi.“ Auk þess liggi fyrir að íslenska ríkið sé jafnframt eigandi og rekstraraðili Íslandsrótar sem gefur út svokölluð rótarskilríki sem séu forsenda auðkenningarþjónustu á netinu. Þá hafi ríkið og stofnanir þess verið á meðal stærstu viðskiptavina Auðkennis. Taka við virkjun rafrænna skilríkja Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu í júlí sagði að meginverkefni Auðkennis verði áfram að tryggja áframhaldandi þróun og útbreiðslu rafrænna skilríkja meðal almennings. Slíkt komi til með að styðja við þróun tengdrar stafrænnar þjónustu innan hins opinbera geira og einkageirans. Ríkið gefi út almenn skilríki, á borð við ökuskírteini og vegabréf og nú einnig rafræn skilríki. Að sögn ráðuneytisins verður notkun rafrænna skilríkja áfram endurgjaldslaus fyrir notendur. Starfsmenn fjármálastofnana annast nú virkjun rafrænna skilríkja en stefnt er að því að ríkið taki við þessari þjónustu.
Tækni Samkeppnismál Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Hyggjast nota rafræn skilríki til að loka á klám fyrir börn Íslensk stjórnvöld áforma að hefta verulega aðgang barna yngri en 18 ára að klámi með róttækum rafrænum lausnum sem unnið er að í menntamálaráðuneytinu. Til skoðunar er að nota rafræn skilríki til að loka alveg á klám fyrir ólögráða. 19. nóvember 2021 21:01 Rafræn skilríki þvingi fólk í viðskipti við einkahlutafyrirtæki Ögmundur Jónasson gagnrýnir harðlega áform um rafræn skilríki vegna skuldaniðurfellingarinnar. 8. september 2014 22:05 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Hyggjast nota rafræn skilríki til að loka á klám fyrir börn Íslensk stjórnvöld áforma að hefta verulega aðgang barna yngri en 18 ára að klámi með róttækum rafrænum lausnum sem unnið er að í menntamálaráðuneytinu. Til skoðunar er að nota rafræn skilríki til að loka alveg á klám fyrir ólögráða. 19. nóvember 2021 21:01
Rafræn skilríki þvingi fólk í viðskipti við einkahlutafyrirtæki Ögmundur Jónasson gagnrýnir harðlega áform um rafræn skilríki vegna skuldaniðurfellingarinnar. 8. september 2014 22:05