Boeing 737-800 flugvélin hrapaði úr 30 þúsund feta hæð á tveimur mínútum Atli Ísleifsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 21. mars 2022 08:31 Vélin á vegum China Eastern Airlines. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Flugvél með 133 manns um borð hefur hrapað í Kína. AFP segir frá þessu, en óvíst er á þessari stundu um manntjón. Vélin var af gerðinni Boeing 737-800 og hrapað í fjallshlíð nærri bænum Wuzhou í Teng-sýslu í héraðinu Guangxi í suðurhluta landsins, ekki langt frá landamærunum að Víetnam. Er slysið sagt hafa valdið skógareldi í fjalllendinu. Í frétt Reuters, þar sem vísað er í kínverska fjölmiðla, var vélin, MU5735, á vegum China Eastern Airlines og á leið frá Kunming í suðuvesturhluta Kína til Guangzhou í suðausturhluta landsins. Samkvæmt síðunni Flightradar hvarf vélin af ratsjám rúmri klukkustund eftir að hafa tekið á loft í Kunming. Pictures from the scene of a #Boeing 737 crash in south #China.latest: https://t.co/otZytipiEw pic.twitter.com/IBFrkJDsK3— CGTN (@CGTNOfficial) March 21, 2022 Samkvæmt frétt AP, sem vísar í kínversku fréttastofuna CCTV, fékk China Eastern flugvélina afhenta frá Boeing í júní 2015 og hafði hún verið í notkun hjá flugfélaginu í rétt rúm sex ár. China Eastern rekur ýmsar flugvélategundir frá Boeing, þar á meðal 737-800 flugvélina og 737-Max. Í myndbandi sem fréttamaðurinn Oliver Alexander deilir á Twitter, sem hann segir vera af hrapi flugvélarinnar sem náðst hafi á öryggismyndavélar, má sjá að hún hrapaði nær lóðrétt niður á jörðina. Þá vísar Alexander í gögn frá FlightRadar um að flugvélin hafi hrapað úr 29.100 feta hæð, eða um 8,8 km hæð, á aðeins rétt um tveimur og hálfri mínútu. According to flight FlightRadar24 data the aircraft fell from 29100 ft to ground level in two and a half minutes. pic.twitter.com/HpNQtH352B— Oliver Alexander (@OAlexanderDK) March 21, 2022 Íbúar á svæðinu hafa deilt myndum og myndböndum af því sem virðist vera brak vélarinnar á samfélagsmiðlum. Svo virðist sem kviknað hafi í flugvélinni við brotlendingu en sjá má mikinn reyk stíga upp frá ætluðum brotlendingarstað. Þá virðist brak úr vélinni hafa dreifst um skógi vaxnar hlíðarnar. OMGMU5735 Please reply!!!Please reply!!!😭😭😭 pic.twitter.com/oBE89PH87F— Timi.Chen (@TTabaoshab) March 21, 2022 RIP Mu5735 plane crash - 133 people on board #planecrash #mu5735 #boeing pic.twitter.com/03TIp7XCoJ— Hing Kan (@hingkan88) March 21, 2022 #MU5735 Not a good sign🙏🙏 pic.twitter.com/0Djd0jdut9— ChinaAviationReview (@ChinaAvReview) March 21, 2022 Samkvæmt frétt Reuters hefur gróðureldurinn, sem kviknaði út frá flugvélinni, verið slökktur og einhverjir viðbragðsaðilar komnir á staðinn þó enn sé beðið eftir fleirum. Síðasta mannskæða flugslysið í Kína varð árið 2010 þegar 44 af 96 farþegum innanlandsflugvélar á vegum Henan Airlines fórust þegar flugvélin, Embraer E-190, hrapaði við lendingu á Yichun flugvelli. Fréttin var uppfærð klukkan 10:20. Kína Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Vélin var af gerðinni Boeing 737-800 og hrapað í fjallshlíð nærri bænum Wuzhou í Teng-sýslu í héraðinu Guangxi í suðurhluta landsins, ekki langt frá landamærunum að Víetnam. Er slysið sagt hafa valdið skógareldi í fjalllendinu. Í frétt Reuters, þar sem vísað er í kínverska fjölmiðla, var vélin, MU5735, á vegum China Eastern Airlines og á leið frá Kunming í suðuvesturhluta Kína til Guangzhou í suðausturhluta landsins. Samkvæmt síðunni Flightradar hvarf vélin af ratsjám rúmri klukkustund eftir að hafa tekið á loft í Kunming. Pictures from the scene of a #Boeing 737 crash in south #China.latest: https://t.co/otZytipiEw pic.twitter.com/IBFrkJDsK3— CGTN (@CGTNOfficial) March 21, 2022 Samkvæmt frétt AP, sem vísar í kínversku fréttastofuna CCTV, fékk China Eastern flugvélina afhenta frá Boeing í júní 2015 og hafði hún verið í notkun hjá flugfélaginu í rétt rúm sex ár. China Eastern rekur ýmsar flugvélategundir frá Boeing, þar á meðal 737-800 flugvélina og 737-Max. Í myndbandi sem fréttamaðurinn Oliver Alexander deilir á Twitter, sem hann segir vera af hrapi flugvélarinnar sem náðst hafi á öryggismyndavélar, má sjá að hún hrapaði nær lóðrétt niður á jörðina. Þá vísar Alexander í gögn frá FlightRadar um að flugvélin hafi hrapað úr 29.100 feta hæð, eða um 8,8 km hæð, á aðeins rétt um tveimur og hálfri mínútu. According to flight FlightRadar24 data the aircraft fell from 29100 ft to ground level in two and a half minutes. pic.twitter.com/HpNQtH352B— Oliver Alexander (@OAlexanderDK) March 21, 2022 Íbúar á svæðinu hafa deilt myndum og myndböndum af því sem virðist vera brak vélarinnar á samfélagsmiðlum. Svo virðist sem kviknað hafi í flugvélinni við brotlendingu en sjá má mikinn reyk stíga upp frá ætluðum brotlendingarstað. Þá virðist brak úr vélinni hafa dreifst um skógi vaxnar hlíðarnar. OMGMU5735 Please reply!!!Please reply!!!😭😭😭 pic.twitter.com/oBE89PH87F— Timi.Chen (@TTabaoshab) March 21, 2022 RIP Mu5735 plane crash - 133 people on board #planecrash #mu5735 #boeing pic.twitter.com/03TIp7XCoJ— Hing Kan (@hingkan88) March 21, 2022 #MU5735 Not a good sign🙏🙏 pic.twitter.com/0Djd0jdut9— ChinaAviationReview (@ChinaAvReview) March 21, 2022 Samkvæmt frétt Reuters hefur gróðureldurinn, sem kviknaði út frá flugvélinni, verið slökktur og einhverjir viðbragðsaðilar komnir á staðinn þó enn sé beðið eftir fleirum. Síðasta mannskæða flugslysið í Kína varð árið 2010 þegar 44 af 96 farþegum innanlandsflugvélar á vegum Henan Airlines fórust þegar flugvélin, Embraer E-190, hrapaði við lendingu á Yichun flugvelli. Fréttin var uppfærð klukkan 10:20.
Kína Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira