Reykjavík hefur opinn faðm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 20. mars 2022 10:00 Það hefur verið skelfilegt að fylgjast með fréttum frá Úkraínu. „Börn eru drepin og særð, sprengd í skólum, á sjúkrahúsum og heima hjá sér. Þar sem þau eiga að heita örugg,“ sagði talsmaður UNICEF við RÚV eftir að hafa skoðað aðstæður á vettvangi. Einhugur hefur verið meðal íslensku þjóðarinnar að standa með Úkraínu í þessu stríði, fordæma innrás Rússa og óhæfuverk þeirra sem felast meðal annars í árásum á óbreytta borgara; þar með talið konur og börn, skóla, menningarhús og sjúkrahús. Íbúar Úkraínu hafa, eins og aðrir, rétt á að búa við frið og öryggi og ákveða sjálf hvaða leiðir eru bestar til að tryggja slíkt. Eins og varnarmálaráðherra Lettlands benti á nýlega, þá ætti Moskva mögulega að spyrja sig af hverju nágrannaþjóðirnar telja sig þurfa að horfa til NATÓ. Að sama skapi mætti spyrja af hverju nágrannaþjóðir Rússa og fyrrum ríki undir áhrifasvæði Sovétríkjanna sækjast eftir vernd og vestrænni samvinnu í gegnum aðild að Evrópusambandinu. Reykjavík býður friðsamt og frjálslynt samfélag Hér á Íslandi getum við boðið upp á frið, öryggi og samfélag frjálslyndra gilda sem býður fólk velkomið. Sveitarfélög á Íslandi, með Reykjavík í broddi fylkingar, eiga að opna faðminn fyrir flóttafólki sem hingað kemur. Fólki sem flýr stríð og hörmungar. Til þess er Reykjavík vel undirbúin. Við höfum verið eitt þriggja sveitarfélaga sem höfum gert samning við ríkið um móttöku fólks sem óska eftir alþjóðlegri vernd og höfum líka gert samning um samræmda móttöku flóttafólks og þekkjum það ferli vel. Í Reykjavík er til staðar alþjóðateymi, sem hefur reynslu af því að taka á móti flóttafólki og veita því nauðsynlega þjónustu, hvort sem það eru að finna hentugt húsnæði og grunnframfærslu, að taka á móti börnum í skólum borgarinnar, tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu og velferðarþjónustu eða að veita áfallaaðstoð. Ekki síst að gæta þess að fólk sem hingað kemur hafði aðgengi að frístundum og félagslegri samveru. Vel heppnuð móttaka byggir á samráði og samstarfi Vegna stríðsins munu mun fleiri flóttamenn leita til Íslands en áður. Alþjóðateymið okkar mun þurfa að hlaupa hraðar til að koma til móts við þarfir þeirra, svo að við getum tekið vel á móti þessum auknum fjölda. Til að vel verði, kallar þetta verkefni á mikið samstarf og samráð við marga aðila. Fyrst og fremst við flóttafólkið sjálft og félag Úkraínumanna á Íslandi. En líka við félagasamtök og starfstöðvar Reykjavíkur í hverfum borgarinnar. Þar er nærþjónustan og nærsamfélagið. Þetta er verkefni sem öll sveitarfélög í Evrópu þurfa að takast á við. Í næstu viku mun Borgarráð heimsækja Helsinki, þar sem móttaka flóttamanna frá Úkraínu verður m.a. á dagskrá og hvernig er best staðið að henni. Þarna getum við talað saman, borgir Evrópu sem munu taka á móti stórum hópum flóttafólks. Hjörtu okkar slá í takt Milljónir Úkraínubúa eru nú að leita sér að nýju heimili. Eins og við, vilja þau tryggja börnum sínum menntun, mæta í vinnu, hitta vini og fara í kaffiboð til fjölskyldunnar. Hlægja og horfa á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu. Eiga bara venjulegt líf. Helst myndu þau vilja vera bara heima en það stendur ekki lengur til boða. Og þetta á ekki bara við íbúa Úkraínu, heldur allt það flóttafólk sem hingað leitar. Markmiðið er alltaf að lifa við frið og fá bara að gera allt það sem við hin teljum sjálfsagt í okkar daglega lífi. Við, íbúar Reykjavíkur, skiptum líka miklu máli þegar kemur að móttöku flóttafólks. Það hafa þegar verið haldnar nokkrar safnanir, til að safna fé, fatnaði og fleiru, þar sem Íslendingar hafa brugðist við hratt og af miklum myndarbrag. Mig langar líka til að benda ásjálfboðaliðastarf Rauða krossins, þar sem m.a. er hægt að verða leiðsöguvinur flóttafólks, og hjálpa til við að byggja brýr á milli íslensks samfélags og þeirra sem nýfluttir eru til landsins. Það getur verið mikið völundarhús að koma til nýs lands og gott að hafa vini til að treysta á og leiðbeinandi hendur sem þekkja leiðirnar í völundarhúsinu betur. Á næstu vikum og mánuðum munu bætast við fjölmargir nýir Íslendingar. Tökum vel á móti þeim og sýnum hvað hjarta Íslands er stórt. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Borgarstjórn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið skelfilegt að fylgjast með fréttum frá Úkraínu. „Börn eru drepin og særð, sprengd í skólum, á sjúkrahúsum og heima hjá sér. Þar sem þau eiga að heita örugg,“ sagði talsmaður UNICEF við RÚV eftir að hafa skoðað aðstæður á vettvangi. Einhugur hefur verið meðal íslensku þjóðarinnar að standa með Úkraínu í þessu stríði, fordæma innrás Rússa og óhæfuverk þeirra sem felast meðal annars í árásum á óbreytta borgara; þar með talið konur og börn, skóla, menningarhús og sjúkrahús. Íbúar Úkraínu hafa, eins og aðrir, rétt á að búa við frið og öryggi og ákveða sjálf hvaða leiðir eru bestar til að tryggja slíkt. Eins og varnarmálaráðherra Lettlands benti á nýlega, þá ætti Moskva mögulega að spyrja sig af hverju nágrannaþjóðirnar telja sig þurfa að horfa til NATÓ. Að sama skapi mætti spyrja af hverju nágrannaþjóðir Rússa og fyrrum ríki undir áhrifasvæði Sovétríkjanna sækjast eftir vernd og vestrænni samvinnu í gegnum aðild að Evrópusambandinu. Reykjavík býður friðsamt og frjálslynt samfélag Hér á Íslandi getum við boðið upp á frið, öryggi og samfélag frjálslyndra gilda sem býður fólk velkomið. Sveitarfélög á Íslandi, með Reykjavík í broddi fylkingar, eiga að opna faðminn fyrir flóttafólki sem hingað kemur. Fólki sem flýr stríð og hörmungar. Til þess er Reykjavík vel undirbúin. Við höfum verið eitt þriggja sveitarfélaga sem höfum gert samning við ríkið um móttöku fólks sem óska eftir alþjóðlegri vernd og höfum líka gert samning um samræmda móttöku flóttafólks og þekkjum það ferli vel. Í Reykjavík er til staðar alþjóðateymi, sem hefur reynslu af því að taka á móti flóttafólki og veita því nauðsynlega þjónustu, hvort sem það eru að finna hentugt húsnæði og grunnframfærslu, að taka á móti börnum í skólum borgarinnar, tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu og velferðarþjónustu eða að veita áfallaaðstoð. Ekki síst að gæta þess að fólk sem hingað kemur hafði aðgengi að frístundum og félagslegri samveru. Vel heppnuð móttaka byggir á samráði og samstarfi Vegna stríðsins munu mun fleiri flóttamenn leita til Íslands en áður. Alþjóðateymið okkar mun þurfa að hlaupa hraðar til að koma til móts við þarfir þeirra, svo að við getum tekið vel á móti þessum auknum fjölda. Til að vel verði, kallar þetta verkefni á mikið samstarf og samráð við marga aðila. Fyrst og fremst við flóttafólkið sjálft og félag Úkraínumanna á Íslandi. En líka við félagasamtök og starfstöðvar Reykjavíkur í hverfum borgarinnar. Þar er nærþjónustan og nærsamfélagið. Þetta er verkefni sem öll sveitarfélög í Evrópu þurfa að takast á við. Í næstu viku mun Borgarráð heimsækja Helsinki, þar sem móttaka flóttamanna frá Úkraínu verður m.a. á dagskrá og hvernig er best staðið að henni. Þarna getum við talað saman, borgir Evrópu sem munu taka á móti stórum hópum flóttafólks. Hjörtu okkar slá í takt Milljónir Úkraínubúa eru nú að leita sér að nýju heimili. Eins og við, vilja þau tryggja börnum sínum menntun, mæta í vinnu, hitta vini og fara í kaffiboð til fjölskyldunnar. Hlægja og horfa á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu. Eiga bara venjulegt líf. Helst myndu þau vilja vera bara heima en það stendur ekki lengur til boða. Og þetta á ekki bara við íbúa Úkraínu, heldur allt það flóttafólk sem hingað leitar. Markmiðið er alltaf að lifa við frið og fá bara að gera allt það sem við hin teljum sjálfsagt í okkar daglega lífi. Við, íbúar Reykjavíkur, skiptum líka miklu máli þegar kemur að móttöku flóttafólks. Það hafa þegar verið haldnar nokkrar safnanir, til að safna fé, fatnaði og fleiru, þar sem Íslendingar hafa brugðist við hratt og af miklum myndarbrag. Mig langar líka til að benda ásjálfboðaliðastarf Rauða krossins, þar sem m.a. er hægt að verða leiðsöguvinur flóttafólks, og hjálpa til við að byggja brýr á milli íslensks samfélags og þeirra sem nýfluttir eru til landsins. Það getur verið mikið völundarhús að koma til nýs lands og gott að hafa vini til að treysta á og leiðbeinandi hendur sem þekkja leiðirnar í völundarhúsinu betur. Á næstu vikum og mánuðum munu bætast við fjölmargir nýir Íslendingar. Tökum vel á móti þeim og sýnum hvað hjarta Íslands er stórt. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun