Gunnar Nelson sneri til baka með látum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. mars 2022 21:38 Gunnar fagnar eftir bardagann í kvöld. Virkilega flott frammistaða hjá honum í kvöld. vísir/getty Gunnar Nelson er aftur kominn á beinu brautina hjá UFC eftir frábæran sigur á Japananum Takashi Sato í kvöld. Þeir börðust á bardagakvöldi UFC í London í kvöld. Bardaginn fór allar þrjár loturnar en Gunnar vann allar loturnar og yfirburðasigur, 30-26. Gunnar náði þeim japanska niður í öllum lotunum og leitaði að uppgjafartakinu án árangurs. Engu að síður frábær yfirburðarsigur hjá okkar manni. Sato pressaði ágætlega en náði aldrei að skaða okkar mann sem var í öðrum klassa í þessum bardaga. Gunnar stimplar sig aftur inn hjá UFC-bardagasambandinu eftir að hafa ekki barist í tvö og hálft ár. Þetta er fyrsti sigur Gunnars síðan í desember árið 2018 er hann vann Brasilíumanninn Alex Oliveira. Gunnar er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við UFC og verður áhugavert að sjá hvaða bardaga hann fær næst.
Þeir börðust á bardagakvöldi UFC í London í kvöld. Bardaginn fór allar þrjár loturnar en Gunnar vann allar loturnar og yfirburðasigur, 30-26. Gunnar náði þeim japanska niður í öllum lotunum og leitaði að uppgjafartakinu án árangurs. Engu að síður frábær yfirburðarsigur hjá okkar manni. Sato pressaði ágætlega en náði aldrei að skaða okkar mann sem var í öðrum klassa í þessum bardaga. Gunnar stimplar sig aftur inn hjá UFC-bardagasambandinu eftir að hafa ekki barist í tvö og hálft ár. Þetta er fyrsti sigur Gunnars síðan í desember árið 2018 er hann vann Brasilíumanninn Alex Oliveira. Gunnar er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við UFC og verður áhugavert að sjá hvaða bardaga hann fær næst.
MMA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Sport Fleiri fréttir Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sjá meira