„Við munum ná fram öllum okkar markmiðum“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2022 15:19 Vladimír Pútín var fagnað ákaft er hann gekk á svið. AP/Ramil Sitdikov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði í dag tugi þúsunda manna á viðburði þar sem verið var að fagna innrás Rússa í Úkraínu og halda upp á að átta væru liðin frá ólöglegri innlimun Krímskaga. Við mikil fagnaðarlæti sagði Pútín meðal annars að Rússar myndu sigra í Úkraínu. Viðburðurinn var haldinn á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu en lögreglan segir rúmlega tvö hundruð þúsund manns hafa verið á leikvanginum og fyrir utan hann. Tiltölulega sjaldgæft er að Pútin sjáist á viðburðum sem þessum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann talaði um innrásina í Úkraínu sem réttmæta og vitnaði í fyrri fullyrðingar sínar um hið meinta þjóðarmorð á Rússum í Úkraínu, sem rússneskir ráðamenn hafa talað um að undanförnu. Engar marktækar sannanir hafa verið færðar fyrir þessu þjóðarmorði og Úkraínumenn og aðrir þvertaka fyrir að það hafi átt sér stað. Sagði innrásina nauðsynlega Pútín sagði einnig að innrásin í Úkraínu hefði verið nauðsynleg því Bandaríkin væru að nota landið til að ógna Rússlandi. Þá hét Pútín því að Rússland myndi bera sigur úr býtum í Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi hafa verið margsaga um ástæður innrásarinnar. Meðal annars hafa þeir sagt að Úkraína hafi ógnað Rússlandi með því að vilja ganga í NATO, að Úkraína og Bandaríkin hafi unnið að þróun efnavopna í Úkraínu og hafi ætlað að nota fugla til að dreifa þeim og að Úkraínumenn hafi unnið að þróun kjarnorkuvopna. „Við vitum hvað við þurfum að gera, hvernig við eigum að gera það og hvað það kostar. Við munum ná fram öllum okkar markmiðum,“ sagði hinn 69 ára gamli forseti, samkvæmt frétt Reuters. Fór fögrum orðum um hermenn Hann fór fögrum orðum um rússneska hermenn og sagði þá styðja hvorn annan og jafnvel „skýla hvorum öðrum frá byssukúlum með eigin líkömum, eins og bræður“. Pútín sagði aðra eins samkennd ekki hafa sést í Rússlandi um langt skeið. Yfirvöld í Rússlandi viðurkenndu fyrir þó nokkrum dögum síðan að tæplega fimm hundruð hermenn hefðu fallið í Úkraínu. Þá hefur verið gert ólöglegt að kalla innrásina innrás í Rússlandi og hægt er að dæma fólk í allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að gagnrýna hana. Það vakti mikla athygli að klippt var á sjónvarpsútsendinguna áður en ræðu Pútíns lauk en fljótt kom í ljós að það var vegna tæknilegra vandræða. Sömuleiðis hefur vakið athygli að er hann ávarpaði fólkið og þjóðina, var Pútín klæddur í ítalska dúnúlpu sem sögð er kosta tæpar tvær milljónir króna. According to @MoscowTimes, Putin was wearing a jacket worth almost $15,000 today during his Speech to the People. https://t.co/IbeRSZcGUO pic.twitter.com/WBircKxRxZ— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 18, 2022 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússa segir þá ekki geta unnið stríðið í Úkraínu Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Putin ekki geta unnið stríðið í Úkraínu en það geti hins vegar dregist á langinn ef Vesturlönd auki ekki stuðning sinn við Úkraínumenn. Þrátt fyrir áframhald loftárása á borgir og bæi virðist stríðið komið í kyrrstöðu. 18. mars 2022 13:41 Arnold ávarpar rússnesku þjóðina: „Úkraína hóf ekki þetta stríð“ Arnold Schwarzenegger, leikari og stjórnmálamaður, sendi í gær út frá sér ávarp til rússnesku þjóðarinnar. Þar segist hann elska rússnesku þjóðina og bera mikla virðingu fyrir henni en segist þurfa að segja Rússum sannleikann um það sem sé að gerast í Úkraínu. 18. mars 2022 11:34 Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Sendiráð Rússlands á Íslandi hefur birt færslu á Facebook þar sem vísað er til þess að íslenskir miðlar hafi fjallað um að Facebook hafi fjarlægt færslur þar sem sendiráðið hélt því fram að Rússar hefðu ekki ráðist á fæðingar- og barnaspítala í Maríupól, heldur hefði verið um að ræða sviðsetningu af hálfu Úkraínumanna. 18. mars 2022 09:13 Vaktin: Rússar hraktir frá Mykolaiv Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, munu ræðast við í síma í dag. Biden er sagður munu vara Xi við því að aðstoða Rússa efnahags- og hernaðarlega og á sama tíma reyna að fá skýrari mynd af afstöðu og fyrirætlunum Kína. 18. mars 2022 16:45 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Viðburðurinn var haldinn á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu en lögreglan segir rúmlega tvö hundruð þúsund manns hafa verið á leikvanginum og fyrir utan hann. Tiltölulega sjaldgæft er að Pútin sjáist á viðburðum sem þessum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann talaði um innrásina í Úkraínu sem réttmæta og vitnaði í fyrri fullyrðingar sínar um hið meinta þjóðarmorð á Rússum í Úkraínu, sem rússneskir ráðamenn hafa talað um að undanförnu. Engar marktækar sannanir hafa verið færðar fyrir þessu þjóðarmorði og Úkraínumenn og aðrir þvertaka fyrir að það hafi átt sér stað. Sagði innrásina nauðsynlega Pútín sagði einnig að innrásin í Úkraínu hefði verið nauðsynleg því Bandaríkin væru að nota landið til að ógna Rússlandi. Þá hét Pútín því að Rússland myndi bera sigur úr býtum í Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi hafa verið margsaga um ástæður innrásarinnar. Meðal annars hafa þeir sagt að Úkraína hafi ógnað Rússlandi með því að vilja ganga í NATO, að Úkraína og Bandaríkin hafi unnið að þróun efnavopna í Úkraínu og hafi ætlað að nota fugla til að dreifa þeim og að Úkraínumenn hafi unnið að þróun kjarnorkuvopna. „Við vitum hvað við þurfum að gera, hvernig við eigum að gera það og hvað það kostar. Við munum ná fram öllum okkar markmiðum,“ sagði hinn 69 ára gamli forseti, samkvæmt frétt Reuters. Fór fögrum orðum um hermenn Hann fór fögrum orðum um rússneska hermenn og sagði þá styðja hvorn annan og jafnvel „skýla hvorum öðrum frá byssukúlum með eigin líkömum, eins og bræður“. Pútín sagði aðra eins samkennd ekki hafa sést í Rússlandi um langt skeið. Yfirvöld í Rússlandi viðurkenndu fyrir þó nokkrum dögum síðan að tæplega fimm hundruð hermenn hefðu fallið í Úkraínu. Þá hefur verið gert ólöglegt að kalla innrásina innrás í Rússlandi og hægt er að dæma fólk í allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að gagnrýna hana. Það vakti mikla athygli að klippt var á sjónvarpsútsendinguna áður en ræðu Pútíns lauk en fljótt kom í ljós að það var vegna tæknilegra vandræða. Sömuleiðis hefur vakið athygli að er hann ávarpaði fólkið og þjóðina, var Pútín klæddur í ítalska dúnúlpu sem sögð er kosta tæpar tvær milljónir króna. According to @MoscowTimes, Putin was wearing a jacket worth almost $15,000 today during his Speech to the People. https://t.co/IbeRSZcGUO pic.twitter.com/WBircKxRxZ— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 18, 2022
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússa segir þá ekki geta unnið stríðið í Úkraínu Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Putin ekki geta unnið stríðið í Úkraínu en það geti hins vegar dregist á langinn ef Vesturlönd auki ekki stuðning sinn við Úkraínumenn. Þrátt fyrir áframhald loftárása á borgir og bæi virðist stríðið komið í kyrrstöðu. 18. mars 2022 13:41 Arnold ávarpar rússnesku þjóðina: „Úkraína hóf ekki þetta stríð“ Arnold Schwarzenegger, leikari og stjórnmálamaður, sendi í gær út frá sér ávarp til rússnesku þjóðarinnar. Þar segist hann elska rússnesku þjóðina og bera mikla virðingu fyrir henni en segist þurfa að segja Rússum sannleikann um það sem sé að gerast í Úkraínu. 18. mars 2022 11:34 Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Sendiráð Rússlands á Íslandi hefur birt færslu á Facebook þar sem vísað er til þess að íslenskir miðlar hafi fjallað um að Facebook hafi fjarlægt færslur þar sem sendiráðið hélt því fram að Rússar hefðu ekki ráðist á fæðingar- og barnaspítala í Maríupól, heldur hefði verið um að ræða sviðsetningu af hálfu Úkraínumanna. 18. mars 2022 09:13 Vaktin: Rússar hraktir frá Mykolaiv Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, munu ræðast við í síma í dag. Biden er sagður munu vara Xi við því að aðstoða Rússa efnahags- og hernaðarlega og á sama tíma reyna að fá skýrari mynd af afstöðu og fyrirætlunum Kína. 18. mars 2022 16:45 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússa segir þá ekki geta unnið stríðið í Úkraínu Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Putin ekki geta unnið stríðið í Úkraínu en það geti hins vegar dregist á langinn ef Vesturlönd auki ekki stuðning sinn við Úkraínumenn. Þrátt fyrir áframhald loftárása á borgir og bæi virðist stríðið komið í kyrrstöðu. 18. mars 2022 13:41
Arnold ávarpar rússnesku þjóðina: „Úkraína hóf ekki þetta stríð“ Arnold Schwarzenegger, leikari og stjórnmálamaður, sendi í gær út frá sér ávarp til rússnesku þjóðarinnar. Þar segist hann elska rússnesku þjóðina og bera mikla virðingu fyrir henni en segist þurfa að segja Rússum sannleikann um það sem sé að gerast í Úkraínu. 18. mars 2022 11:34
Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Sendiráð Rússlands á Íslandi hefur birt færslu á Facebook þar sem vísað er til þess að íslenskir miðlar hafi fjallað um að Facebook hafi fjarlægt færslur þar sem sendiráðið hélt því fram að Rússar hefðu ekki ráðist á fæðingar- og barnaspítala í Maríupól, heldur hefði verið um að ræða sviðsetningu af hálfu Úkraínumanna. 18. mars 2022 09:13
Vaktin: Rússar hraktir frá Mykolaiv Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, munu ræðast við í síma í dag. Biden er sagður munu vara Xi við því að aðstoða Rússa efnahags- og hernaðarlega og á sama tíma reyna að fá skýrari mynd af afstöðu og fyrirætlunum Kína. 18. mars 2022 16:45