Voru að störfum fram á nótt við að hjálpa ökumönnum á Reykjanesi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. mars 2022 11:39 Staðan á Reykjanesbrautinni skömmu fyrir hádegi í dag. Vegagerðin Björgunarsveitir voru kallaðar út rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi vegna tilkynninga um ökumenn í vandræðum á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi en veður versnaði þar skyndilega upp úr miðnætti þegar fór að hvessa með talsverðri úrkomu. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir hafa verið að störfum á Reykjanesinu fram á nótt. „Nánast allar björgunarsveitir á Suðurnesjum voru að störfum til að verða klukkan þrjú í nótt til að greiða úr einhverjum flækjum,“ segir Davíð. „Það voru menn sem að höfðu misst bílana sína út af og fest bíla sem að þurfti að græja. Einhverjir voru fluttir úr bílunum og bílar skildir eftir.“ Rúta með stuðningsmönnum Njarðvíkur fór til að mynda út af veginum í gærkvöldi en rútan hafnaði á staur með þeim afleiðingum að framrúðan brotnaði. „Rétt áður en við vorum komin heim kom vindhviða inn í hliðina á rútunni og hún feyktist til hliðar,“ segir Agnar Mar Gunnarsson, þjálfari í yngri flokkum hjá Njarðvík, sem var einn af farþegunum í rútunni. Um fjörutíu börn voru í rútunni en betur fór en á horfðist þar sem enginn slasaðist, þó að börnin væru vissulega skelkuð. Flest verkefnin á Suðvesturlandi Gular viðvaranir voru í gildi á nær öllu landinu í gærkvöldi og í nótt en Davíð segir helstu verkefni Landsbjargar hafa verið á suðvesturhorni landsins. „Björgunarsveitir voru reyndar kallaðar út til að vera í viðbragðsstöðu við að loka Hellisheiði0 og Þrengslum og fljótlega eftir miðnætti, um klukkan eitt, var þeim vegum lokað og voru þeir lokaðir í nótt þannig það var ekki meira að gera þar,“ segir Davíð. Veðurviðvaranir hafa verið verulega tíðar það sem af er ári og hafa björgunarsveitirnar þurft að sinna fjölmörgum verkefnum. „Það er náttúrulega búið að vera mikið um að vera hjá björgunarsveitum í febrúar og virðist ætla að halda áfram núna í mars, það er enn þá vetur á Íslandi,“ segir Davíð en hann segir mikilvægt að fólk fari varlega. „Veður getur spillst mjög fljótt þannig að það er mikilvægt að fólk ani ekki út í veður og gæti öryggis, sé vel búið, og fylgist vel með upplýsingum um færð og veður áður en það heldur út í ferðalög,“ segir Davíð. Veður Reykjanesbær Grindavík Björgunarsveitir Tengdar fréttir Á þriðja tug þurft að biðja um aðstoð björgunarsveita á Reykjanesi Á þriðja tug ökumanna hafa þurft á aðstoð björgunarsveita að halda í morgun vegna slæmrar færðar og veðurs. Flest verkefni björgunarsveita á landinu í dag hafa verið á Suðvesturhorninu. 17. mars 2022 11:12 Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56 Gular viðvaranir á öllu landinu á morgun Gular veðurviðvaranir verða á öllu landinu á morgun bæði vegna hvassviðris og úrkomu. Búast má við skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum þegarr líður á morgundaginn. 16. mars 2022 09:55 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir hafa verið að störfum á Reykjanesinu fram á nótt. „Nánast allar björgunarsveitir á Suðurnesjum voru að störfum til að verða klukkan þrjú í nótt til að greiða úr einhverjum flækjum,“ segir Davíð. „Það voru menn sem að höfðu misst bílana sína út af og fest bíla sem að þurfti að græja. Einhverjir voru fluttir úr bílunum og bílar skildir eftir.“ Rúta með stuðningsmönnum Njarðvíkur fór til að mynda út af veginum í gærkvöldi en rútan hafnaði á staur með þeim afleiðingum að framrúðan brotnaði. „Rétt áður en við vorum komin heim kom vindhviða inn í hliðina á rútunni og hún feyktist til hliðar,“ segir Agnar Mar Gunnarsson, þjálfari í yngri flokkum hjá Njarðvík, sem var einn af farþegunum í rútunni. Um fjörutíu börn voru í rútunni en betur fór en á horfðist þar sem enginn slasaðist, þó að börnin væru vissulega skelkuð. Flest verkefnin á Suðvesturlandi Gular viðvaranir voru í gildi á nær öllu landinu í gærkvöldi og í nótt en Davíð segir helstu verkefni Landsbjargar hafa verið á suðvesturhorni landsins. „Björgunarsveitir voru reyndar kallaðar út til að vera í viðbragðsstöðu við að loka Hellisheiði0 og Þrengslum og fljótlega eftir miðnætti, um klukkan eitt, var þeim vegum lokað og voru þeir lokaðir í nótt þannig það var ekki meira að gera þar,“ segir Davíð. Veðurviðvaranir hafa verið verulega tíðar það sem af er ári og hafa björgunarsveitirnar þurft að sinna fjölmörgum verkefnum. „Það er náttúrulega búið að vera mikið um að vera hjá björgunarsveitum í febrúar og virðist ætla að halda áfram núna í mars, það er enn þá vetur á Íslandi,“ segir Davíð en hann segir mikilvægt að fólk fari varlega. „Veður getur spillst mjög fljótt þannig að það er mikilvægt að fólk ani ekki út í veður og gæti öryggis, sé vel búið, og fylgist vel með upplýsingum um færð og veður áður en það heldur út í ferðalög,“ segir Davíð.
Veður Reykjanesbær Grindavík Björgunarsveitir Tengdar fréttir Á þriðja tug þurft að biðja um aðstoð björgunarsveita á Reykjanesi Á þriðja tug ökumanna hafa þurft á aðstoð björgunarsveita að halda í morgun vegna slæmrar færðar og veðurs. Flest verkefni björgunarsveita á landinu í dag hafa verið á Suðvesturhorninu. 17. mars 2022 11:12 Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56 Gular viðvaranir á öllu landinu á morgun Gular veðurviðvaranir verða á öllu landinu á morgun bæði vegna hvassviðris og úrkomu. Búast má við skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum þegarr líður á morgundaginn. 16. mars 2022 09:55 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
Á þriðja tug þurft að biðja um aðstoð björgunarsveita á Reykjanesi Á þriðja tug ökumanna hafa þurft á aðstoð björgunarsveita að halda í morgun vegna slæmrar færðar og veðurs. Flest verkefni björgunarsveita á landinu í dag hafa verið á Suðvesturhorninu. 17. mars 2022 11:12
Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56
Gular viðvaranir á öllu landinu á morgun Gular veðurviðvaranir verða á öllu landinu á morgun bæði vegna hvassviðris og úrkomu. Búast má við skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum þegarr líður á morgundaginn. 16. mars 2022 09:55