„Liðið hefur þroskast gríðarlega“ Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2022 15:33 Guðmundur Guðmundsson er með íslenska landsliðshópinn í æfingabúðum á Íslandi þessa dagana. Í næsta mánuði spilar liðið umspilsleiki um sæti á HM, gegn sigurliðinu úr einvígi Austurríkis og Eistlands. Stöð 2 Guðmundur Guðmundsson fundaði með leikmönnum íslenska handboltalandsliðsins í morgun og markmiðið er skýrt. Þeir ætla sér að komast á Ólympíuleikana í París 2024. Guðmundur segir spennandi tíma fram undan hjá strákunum okkar. Eftir að hafa stýrt Íslandi til 6. sætis á EM í janúar, þar sem liðið var afar nálægt því að komast í undanúrslit og spila um verðlaun, tóku Guðmundur og forráðamenn HSÍ sér drjúgan tíma í ákvörðun um framhaldið. Í dag var svo gert opinbert að Guðmundur hefði skrifað undir nýjan samning sem gildir fram á sumarið 2024. Það er engin tilviljun, því Guðmundur og hans menn ætla sér á Ólympíuleikana í París það sumar en fyrsta skref í því stóra verkefni er að vinna Austurríki eða Eistland í HM-umspilinu í næsta mánuði. „Hæfari, reynslumeiri, sterkari“ „Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem fram undan eru hjá liðinu. Mér finnst við vera búnir að þróa liðið undanfarin ár, byggja það upp, og það er orðinn mikill munur á liðinu. Það hefur þroskast gríðarlega,“ segir Guðmundur og bætir við: „Leikmenn eru orðnir betri, hæfari, reynslumeiri, sterkari, og mér finnst að eins og að síðasta mót spilaðist þá séu vísbendingar um það að við séum að eignast mjög sterkt lið. Ég er þó meðvitaður um að til þess að vera á toppnum í handboltanum þá þarf að halda vel á spilunum og það er stutt á milli í þessu. En mér finnst allir möguleikar í stöðunni, ef að við höldum okkar mönnum heilum og svo framvegis. Það eru spennandi tímar fram undan.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson Guðmundur stýrði íslenska landsliðinu þegar það vann silfur á Ólympíuleikunum 2008, og gerði Danmörku að ólympíumeistara árið 2016. Nú er stefnan sett á að koma Íslandi til Parísar 2024: Ólympíuleikarnir ræddir á fundi í morgun „Lykilatriði í að komast á Ólympíuleikana er að komast inn á næsta HM. Það mót gefur möguleikann á að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana. Þess vegna er næsta verkefni hjá okkur, gegn Austurríki eða Eistlandi, sem við ætlum að sigra. Ólympíuleikarnir eru í okkar huga og við vorum síðast á fundi í morgun að ræða það með leikmönnum. Það er markmið sem við setjum stefnuna á,“ segir Guðmundur og tók undir að um langa leið væri að ræða: „Þess vegna erum við að ræða þetta núna. Þetta er mjög löng leið og tekur að minnsta kosti tvö ár bara að fá tækifærið til að komast þangað. Þetta er draumur hjá okkur sem við viljum láta rætast.“ Of snemmt að bera þessi lið saman Guðmundur hefur stýrt íslenska liðinu aftur í hóp átta bestu þjóða heims eins og hann ætlaði sér, miðað við árangurinn á EM í janúar, en hvernig ber hann liðið í dag saman við það sem náði svo frábærum árangri fyrir rúmum áratug síðan? „Það er mjög erfitt að meta það og bera saman. Liðið 2008 náði stórkostlegum árangri, var skipað frábærum leikmönnum og frábærum karakterum, vann silfur á Ólympíuleikum og brons á EM. Þetta lið sem við erum með núna á eftir að stíga þau skref og þangað til þurfum við að bíða með samanburðinn. Þetta er efnilegt lið og það er frábær andi í því, og að mörgu leyti er það að verða gott en það er of snemmt að bera þessi lið saman á þessum tímapunkti.“ HM 2023 í handbolta EM karla í handbolta 2022 Handbolti Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira
Eftir að hafa stýrt Íslandi til 6. sætis á EM í janúar, þar sem liðið var afar nálægt því að komast í undanúrslit og spila um verðlaun, tóku Guðmundur og forráðamenn HSÍ sér drjúgan tíma í ákvörðun um framhaldið. Í dag var svo gert opinbert að Guðmundur hefði skrifað undir nýjan samning sem gildir fram á sumarið 2024. Það er engin tilviljun, því Guðmundur og hans menn ætla sér á Ólympíuleikana í París það sumar en fyrsta skref í því stóra verkefni er að vinna Austurríki eða Eistland í HM-umspilinu í næsta mánuði. „Hæfari, reynslumeiri, sterkari“ „Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem fram undan eru hjá liðinu. Mér finnst við vera búnir að þróa liðið undanfarin ár, byggja það upp, og það er orðinn mikill munur á liðinu. Það hefur þroskast gríðarlega,“ segir Guðmundur og bætir við: „Leikmenn eru orðnir betri, hæfari, reynslumeiri, sterkari, og mér finnst að eins og að síðasta mót spilaðist þá séu vísbendingar um það að við séum að eignast mjög sterkt lið. Ég er þó meðvitaður um að til þess að vera á toppnum í handboltanum þá þarf að halda vel á spilunum og það er stutt á milli í þessu. En mér finnst allir möguleikar í stöðunni, ef að við höldum okkar mönnum heilum og svo framvegis. Það eru spennandi tímar fram undan.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson Guðmundur stýrði íslenska landsliðinu þegar það vann silfur á Ólympíuleikunum 2008, og gerði Danmörku að ólympíumeistara árið 2016. Nú er stefnan sett á að koma Íslandi til Parísar 2024: Ólympíuleikarnir ræddir á fundi í morgun „Lykilatriði í að komast á Ólympíuleikana er að komast inn á næsta HM. Það mót gefur möguleikann á að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana. Þess vegna er næsta verkefni hjá okkur, gegn Austurríki eða Eistlandi, sem við ætlum að sigra. Ólympíuleikarnir eru í okkar huga og við vorum síðast á fundi í morgun að ræða það með leikmönnum. Það er markmið sem við setjum stefnuna á,“ segir Guðmundur og tók undir að um langa leið væri að ræða: „Þess vegna erum við að ræða þetta núna. Þetta er mjög löng leið og tekur að minnsta kosti tvö ár bara að fá tækifærið til að komast þangað. Þetta er draumur hjá okkur sem við viljum láta rætast.“ Of snemmt að bera þessi lið saman Guðmundur hefur stýrt íslenska liðinu aftur í hóp átta bestu þjóða heims eins og hann ætlaði sér, miðað við árangurinn á EM í janúar, en hvernig ber hann liðið í dag saman við það sem náði svo frábærum árangri fyrir rúmum áratug síðan? „Það er mjög erfitt að meta það og bera saman. Liðið 2008 náði stórkostlegum árangri, var skipað frábærum leikmönnum og frábærum karakterum, vann silfur á Ólympíuleikum og brons á EM. Þetta lið sem við erum með núna á eftir að stíga þau skref og þangað til þurfum við að bíða með samanburðinn. Þetta er efnilegt lið og það er frábær andi í því, og að mörgu leyti er það að verða gott en það er of snemmt að bera þessi lið saman á þessum tímapunkti.“
HM 2023 í handbolta EM karla í handbolta 2022 Handbolti Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn