„Að vera leiðtogi heimsins þýðir að vera leiðtogi friðar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 16. mars 2022 14:40 Vólódímír Selenskí ávarpaði Bandaríkjaþing í dag. AP/Drew Angerer „Úkraínska fólkið er ekki eingöngu að verja Úkraínu. Við erum að verja gildi Evrópu og gildi heimsins.“ Þetta sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í ávarpi sínu til bandarískra þingmanna í dag. Þar kallaði hann enn og aftur eftir því að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið kæmu á flugbanni í lofthelgi Úkraínu og stöðvuðu loft- og eldflaugaárásir Rússa á úkraínskar borgir. Bandaríkjaþing bauð Selenskí velkominn með standandi lófataki og Nancy Pelosi, forseti þingsins, sagði „dýrð sé Úkraínu“ áður en hún bauð Selenskí orðið. Í ávarpi sínu mynnti Selenskí bandarísku þingmennina á árásirnar á Tvíburaturnana árið 2001, og árásarinnar á Pearl Harbour í seinni heimsstyrjöldinni. „Illmenni reyndu að breyta borgum ykkar í vígvöll, saklaust fólk varð fyrir árásum. Þið sáuð það ekki fyrir og gátuð ekki stoppað það. Landið mitt upplifir þetta sama á hverjum degi, akkúrat núna, á þessu augnabliki, í heilar þrjár vikur,“ sagði Selenskí. Þá sýndi hann bandarískum þingmönnum myndband sem sýndi árásir á Úkraínu og eyðilegginguna þar. Selenskí vísaði einnig til þess að Bandaríkin séu öflugasta ríki heims og sagði að það að vera leiðtogi heimsins fæli í sér að vera leiðtogi friðar. Í lok ávarpsins beindi Selenskí orðum sínum beint til Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, og sagðist vonast til þess að Biden tæki það að sér að verða leiðtogi friðar. „Í dag er ekki nóg að vera leiðtogi þjóðar. Í dag þarftu að vera leiðtogi heimsins. Að vera leiðtogi heimsins þýðir að vera leiðtogi friðar.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Innrásin í Úkraínu gæti valdið hungursneyð í þróunarríkjum Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað þúsundir mannslífa, flótta milljóna manna og valdið miklu eignatjóni, en afleiðingarnar teygja sig um allan heim og gætu valdið hungursneyð í þróunarríkjum. 16. mars 2022 14:10 Skoraði Pútín á hólm, kallaði yfirmann Roscosmos fávita og grínaðist í harðstjóra Téténíu Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, greip nýverið til Twitter og skoraði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á hólm. Það var á mánudaginn og „taggaði“ Musk Kreml í færslu sinni. Í kjölfar þess hefur hann átt í orðaskiptum við yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands og harðstjóra Téténíu. 16. mars 2022 10:47 Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Þetta sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í ávarpi sínu til bandarískra þingmanna í dag. Þar kallaði hann enn og aftur eftir því að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið kæmu á flugbanni í lofthelgi Úkraínu og stöðvuðu loft- og eldflaugaárásir Rússa á úkraínskar borgir. Bandaríkjaþing bauð Selenskí velkominn með standandi lófataki og Nancy Pelosi, forseti þingsins, sagði „dýrð sé Úkraínu“ áður en hún bauð Selenskí orðið. Í ávarpi sínu mynnti Selenskí bandarísku þingmennina á árásirnar á Tvíburaturnana árið 2001, og árásarinnar á Pearl Harbour í seinni heimsstyrjöldinni. „Illmenni reyndu að breyta borgum ykkar í vígvöll, saklaust fólk varð fyrir árásum. Þið sáuð það ekki fyrir og gátuð ekki stoppað það. Landið mitt upplifir þetta sama á hverjum degi, akkúrat núna, á þessu augnabliki, í heilar þrjár vikur,“ sagði Selenskí. Þá sýndi hann bandarískum þingmönnum myndband sem sýndi árásir á Úkraínu og eyðilegginguna þar. Selenskí vísaði einnig til þess að Bandaríkin séu öflugasta ríki heims og sagði að það að vera leiðtogi heimsins fæli í sér að vera leiðtogi friðar. Í lok ávarpsins beindi Selenskí orðum sínum beint til Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, og sagðist vonast til þess að Biden tæki það að sér að verða leiðtogi friðar. „Í dag er ekki nóg að vera leiðtogi þjóðar. Í dag þarftu að vera leiðtogi heimsins. Að vera leiðtogi heimsins þýðir að vera leiðtogi friðar.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Innrásin í Úkraínu gæti valdið hungursneyð í þróunarríkjum Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað þúsundir mannslífa, flótta milljóna manna og valdið miklu eignatjóni, en afleiðingarnar teygja sig um allan heim og gætu valdið hungursneyð í þróunarríkjum. 16. mars 2022 14:10 Skoraði Pútín á hólm, kallaði yfirmann Roscosmos fávita og grínaðist í harðstjóra Téténíu Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, greip nýverið til Twitter og skoraði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á hólm. Það var á mánudaginn og „taggaði“ Musk Kreml í færslu sinni. Í kjölfar þess hefur hann átt í orðaskiptum við yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands og harðstjóra Téténíu. 16. mars 2022 10:47 Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Innrásin í Úkraínu gæti valdið hungursneyð í þróunarríkjum Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað þúsundir mannslífa, flótta milljóna manna og valdið miklu eignatjóni, en afleiðingarnar teygja sig um allan heim og gætu valdið hungursneyð í þróunarríkjum. 16. mars 2022 14:10
Skoraði Pútín á hólm, kallaði yfirmann Roscosmos fávita og grínaðist í harðstjóra Téténíu Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, greip nýverið til Twitter og skoraði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á hólm. Það var á mánudaginn og „taggaði“ Musk Kreml í færslu sinni. Í kjölfar þess hefur hann átt í orðaskiptum við yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands og harðstjóra Téténíu. 16. mars 2022 10:47
Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01